Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.09.2022, Qupperneq 24
Við höfðum alltaf farið í helgarferðir en nú ætluðum við á sólar- strönd og njóta okkar, en ferðin endaði aðeins öðruvísi en hún átti að gera. Nú eftir helgina er liðið eitt ár frá örlagaríku slysi sem Svava Magnúsdóttir og vinkon- uhópur hennar urðu fyrir á Tenerife þegar toppur af háu pálmatré féll á þær, þar sem þær höfðu nýverið sest niður á veitingastað. Svava varð fyrir alvarlegum mænuskaða og er lömuð fyrir neðan mitti. Þegar Svava Magnúsdóttir gekk út af heimili sínu og fjölskyldu sinnar í Kárs- nesinu við dagrenningu í byrjun september á síð- asta ári óraði hana ekki fyrir því að þangað kæmi hún ekki inn aftur. Hún var á leið í vikuferð ásamt vin- kvennahópnum úr Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ. Eftir að börnin fóru að koma í heiminn eitt af öðru tóku vinkonurnar fimm upp þann sið að fara saman erlendis annað hvert ár, var þetta í fyrsta sinn sem ferðin var meira en helgarferð. Ætlunin var að njóta góða veðurs- ins sem eyjan hefur upp á að bjóða og það tókst þeim svo sannarlega, fyrstu fimm dagana. Nýtt heimili fjölskyldunnar Við hittumst á nýju heimili fjöl- skyldunnar í Urriðaholti en breyttar aðstæður Svövu kölluðu á nýtt hús- næði. „Eftir tæplega 19 ár í Kárs- nesinu hélt ég að það yrði erfitt að flytja en svo fann ég að ég tengi ekki við steinsteypuna. Hér er allt mitt og hér eru þeir,“ segir Svava og á þá við sambýlismann sinn, Björn Svein- björnsson, og synina tvo, Daníel Frey og Róbert Aron sem eru 18 og 22 ára. Svava er menntaður ferðamála- fræðingur og starfar hjá Icelandair í viðskiptaþjónustu. „Þar þjónusta ég fyrirtæki varðandi f lugmiða fyrir starfsfólk og slíkt.“ Aðspurð hvort ferðalög séu stórt áhugamál hlær Svava og jánkar því. Útivist og fjallgöngur hafa einnig verið pláss- frekt áhugamál hin síðari ár. „Eftir að strákarnir stækkuðu fór ég að hugsa: Hvað langar mig að gera? Árið sem ég varð 35 ára sagði Maja vinkona mín, sem var að æfa með mér í Sporthúsinu, að hún ætlaði á Hvannadalshnjúk áður en hún yrði 35 ára og bauð mér að koma með.“ Ætlaði aftur á Hvannadalshnjúk Svava hugsaði sig ekki tvisvar um áður en hún tók tilboðinu og þar með kynntist hún fjallgöngum sem áttu eftir að taka sitt pláss næstu árin. „Ég hafði varla kynnst fjall- göngum áður en við undirbjuggum okkur allan veturinn og náðum á Hnjúkinn í lok maí 2009 í snarvit- lausu veðri þar sem við sáum ekki neitt. Þetta var virkilega langur dagur. Upp frá þessu hugsaði ég alltaf: Þarna verð ég að fara aftur! En það verður nú ekki úr þessu,“ segir Svava og lítur niður á hreyfingar- lausa fótleggina í hjólastólnum. „Aftur á móti hef ég gengið á Snæ- fellsjökul, Eyjafjallajökul tvisvar, Eiríksjökul og farið í margar aðrar skemmtilegar fjallgöngur. Ég var í nokkur ár með Ferðafélagi Íslands í fjallaverkefni þar sem gengið er eitt til tvö fjöll á mánuði. Ég plataði svo Sillu, Sigurbjörgu Jódísi vinkonu mína, með mér í gönguhóp með fjallafélaginu Veseni og vergangi og það var alveg frábær félagsskapur. Við gengum þá alla þriðjudaga og fimmtudaga og einn laugardag í mánuði. Við vorum komnar með ísöxi og brodda og fannst við æðis- lega vígalegar,“ segir hún og hlær. „Og á meðan á Covid stóð var ég dugleg að fara út að leika, ég fór í fjallgöngur, hjólaði í vinnuna og fór út að hlaupa,“ segir Svava sem fór fyrir gönguhóp á vinnustað sínum. Eins og heyra má var Svava mjög virk í hreyfingu og segir gott líkam- legt form líklega hafa hjálpað henni í endurhæfingu. „Við Silla vorum mikið í þessu tvær saman og hún hefur ekki treyst sér í að halda áfram ein. Hún hefur sagt við mig að hún vilji ekki fara án mín, því þetta var svona okkar.“ Ferðuðust saman annað hvert ár Vinkvennahópurinn úr fjölbraut fór í fyrstu utanlandsferðina saman árið 2008 og hefur haldið þeim sið að leggja alltaf fyrir mánaðarlega og fara svo saman í ferð annað hvert ár. „Þessi Tenerife-ferð var í fyrsta sinn sem við ætluðum að vera í heila viku og hafa þetta svolítið grand. Við höfðum alltaf farið í helgarferðir en nú ætluðum við á sólarströnd og njóta okkar, en hún endaði aðeins öðruvísi en hún átti að gera,“ segir hún alvarleg. Hópurinn kom til Tenerife á miðvikudegi, fór í göngu á vegum Tenerife ferða á fimmtudeginum frá Santiago del Teide yfir í Masca. „Sú ganga var frábær þó heitt væri.“ Á föstudag slökuðu vinkonurnar á í hótelgarðinum við sundlaugina og fóru svo í aðra ferð á vegum ferðaskrifstofunnar á laugardeg- inum. Af hverju get ég ekki andað? „Á sunnudeginum ákváðum við svo að taka rölt meðfram strönd- inni, fórum í fótanudd og fiska-spa, vorum bara í sundfötum og kjólum yfir. Við ákváðum svo að kíkja inn á þennan stað sem stendur við ströndina, við völdum hann því hann heitir Moli eins og hundur Guðbjargar, okkur fannst það bara voða skemmtileg tilviljun. Okkur var vísað til sætis og ég sat við hliðina á Sif og Silla var á endanum og Guðbjörg og Íris sátu á móti okkur. Við vorum nýbúnar að leggja frá okkur símana eftir að hafa skoðað matseðlana þar, þegar ég skyndilega gat ekki andað. Allt í einu var ég bara í keng og hugs- aði bara með mér: Af hverju get ég ekki andað? Hvað í fjandanum er í gangi?“ segir Svava sem gerði sér illa grein fyrir því hvað hafði gerst en toppur af sex til átta metra háu pálmatré hafði brotnað af og fallið niður þar sem vinkonurnar sátu og gerðu sig tilbúnar til að panta. „Tréð féll á mig og Sif, blöðin féllu yfir borðið og skrámuðu þær sem sátu móti okkur. Ég heyrði bara stelpurnar öskra upp yfir sig: „Guð minn góður, Svava!“ og Silla kom að mér, hélt í höndina á mér þegar ég sagði við hana: „Ég finn ekki fyrir fótunum.“ Ég var í sandölum og horfði á fætur mína líflausa og end- urtók að ég gæti ekki hreyft þá. Ég heyrði hana þá garga „She can’t feel her legs!“ Þjónninn hélt svo stólnum til að reyna að halda mér uppi. Silla hefur sagt mér að hún hafi séð þetta augnablik ljóslifandi lengi á eftir þegar hún lokaði augunum: Andlit mitt og hræðsluna.“ Svava var í vinkonuferð á Tenerife þegar lífið breyttist til frambúðar. „Þær sem ekki slösuðust alvarlega eru líka lemstraðar á sálinni, enda held ég að það sé mjög erfitt að horfa upp á vinkonur sínar svona mikið slasaðar. Ég hefði ekkert endilega viljað vera í þeirra sporum heldur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Ég læt þennan hjólastól ekki skilgreina mig 24 Helgin 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.