Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 26

Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 26
Brúðkaup í næsta mánuði Svava fór aldrei aftur inn á heimili sitt, heimilið sem hafði hýst fjöl- skylduna í tæplega 19 ár og þar sem þeim hafði alltaf liðið vel. „Læknirinn á Grensás hvatti okkur til að gera ráðstafanir enda liði tím- inn hratt. Við settum íbúðina okkar sem var á þriðju hæð á sölu og hún seldist strax.“ Svava og Bjössi skoðuðu svo fram- tíðarheimili á netinu enda var hún ekki fær um að fara í skoðunarferðir vegna Covid-takmarkana. Þegar heimilið sem þau nú búa á kom upp fékk hún þó leyfi til að skoða. „Við fengum sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa til að koma með okkur til að taka íbúðina út og skoða hvað þurfti að gera.“ Þau þurftu að ráðast í einhverjar framkvæmdir, aðallega á baðher- bergi, svo Svava gæti athafnað sig þar. Á meðan Svava safnaði kröftum og lærði á nýtt líf þurfti Bjössi ekki aðeins að sjá um heimilið heldur selja það, pakka búslóð og flytja. „Hann er búinn að standa sig eins og hetja, þessi elska,“ segir Svava um sambýlismann sinn til tæpra þrjátíu ára sem í október verður eiginmaður hennar. „Ég bað hans á aðfangadagskvöld heima hjá foreldrum mínum fyrir framan þau og synina. Slysið ýtti við manni og maður hugsar: Hvað ef? og enginn veit hvað átt hefur fyrr en næstum því misst hefur,“ segir Svava sem pakkað hafði inn hringum í gjöf til Bjössa. „Þetta kom honum algjörlega á óvart,“ segir Svava en ætlunin er að fagna með vinum og nánustu fjöl- skyldu í næsta mánuði um leið og sambandið verður innsiglað. „Við ætluðum alltaf að gifta okkur en svo leið tíminn. Nú er ég bara hætt að bíða eftir rétta tímanum og ein- hverju svoleiðis bla. Rétti tíminn er núna! Það á ekki alltaf að bíða eftir að passa í rétta andskotans kjólinn. Keyptu þér bara kjól sem passar! Við erum í því að lifa og njóta lífsins og búin að fara í þrjár utanlandsferðir á árinu og tvær eftir,“ segir Svava sem viðurkennir að hafa kviðið fyrir fyrstu ferðinni, hvernig myndi ganga að ferðast í hjólastól og með öllu sem því fylgir, en hún hafi þó gengið vel. Málsókn gegn sýslunni „Ég held að þetta hafi jafnvel styrkt okkar samband. Ég vissi að hann væri frábær – en ekki að hann væri svona frábær. Hann hefur algjör- lega séð um öll tryggingamál og allt það,“ segir Svava en þau vinna nú í málsókn gegn sýslunni Arona vegna slyssins enda tréð á ábyrgð hennar. „Það er bara í ferli og á eftir að taka einhvern tíma.“ Svava fór aftur til vinnu 1. apríl í 20 prósent starfshlutfall. „Sam- starfsfólk mitt hjá Icelandair hefur verið algjörlega frábært. Yfirmaður minn var búinn að segja að ég kæmi bara þegar ég vildi og ef ég vildi. Það var engin pressa. Hún kom til mín upp á Grensás með fulla tösku af gjöfum og baráttukveðjum frá fyrir- tækinu,“ segir Svava en gerðar voru viðeigandi ráðstafanir á skrifstofu- húsnæðinu svo Svövu liði vel og hún kæmist auðveldlega um. Svava keypti annan bíl í haust sem var útbúinn í vor með hand- stýribúnaði og er alsæl með að kom- ast sjálf leiðar sinnar. „Mér hefur aldrei liðið eins fatlaðri og þegar ferðaþjónusta fatlaðra sótti mig á tilskildum tíma, mér var rúllað inn í lyftu, lyft inn í bíl og fest niður fann ég að slíkur ferðamáti hentaði mér ekki,“ segir Svava. „Ég er náttúrlega í sjálfstæðisbaráttu eins og tveggja ára krakki,“ bætir hún við og hlær. Ég er enn þá sama Svava Það dylst ekki í spjalli við Svövu að það er karakter hennar sem hefur fleytt henni svona langt á svo stuttum tíma og segist hún gera allt sjálf. „Ég fékk fyrst heimahjúkrun en setti mér fljótt markmið um að geta séð um mig sjálf og þurfa þann- ig ekki að fá hjúkkur annan hvern dag á tilteknum tíma. Ég ætla ekkert að láta þennan hjólastól skilgreina mig. Ég er enn þá sama Svava og þeir sem þekkja mig vita það.“ Svava nýtti sér sálfræðing á Grens ás við að vinna úr áfallinu og líka höfuðbeina- og spjaldhryggs- meðferð hjá kærum vini, sem stendur enn yfir. Hún segist ekki finna fyrir biturð yfir slysinu eða afleiðingum þess. „Þetta voru fáránlegar aðstæður sem við hefðum engan veginn getað ráðið við. Það er ekki eins og ég hafi verið í paragliding,“ segir hún með áherslu. „Það var smá vindur en það var fólk úti um allt og okkur var vísað til borðs þarna. Ef ég hefði verið lengur á klósettinu hefði ég kannski komið upp og komið að stelpunum undir tré. Hefði það verið eitthvað betra? Ég er ekkert viss um það.“ Skilar engu að hugsa „hvað ef?“ Hún viðurkennir að vinkvennahóp- urinn hafi í heild sinni ekki talað mikið um atburðinn sem breytti lífi þeirra fyrir ári síðan. „Það er erfitt fyrir okkur að tala um þetta og núna 12. september er ár frá slysinu og ég er búin að bjóða þeim að koma til mín þennan dag í knús og kósí. Upplifun okkar allra er einstök. Þær sem ekki slösuðust alvarlega eru líka lemstraðar á sál- inni, enda held ég að það sé mjög erfitt að horfa upp á vinkonur sínar svona mikið slasaðar. Ég hefði ekkert endilega viljað vera í þeirra sporum heldur. Við vorum allar saman. Af hverju raðaðist þetta svona niður en ekki öðruvísi? Það má ekkert hugsa svona. Það er svo erfitt að hugsa „hvað ef?“ og það skilar mér engu nema depurð þannig að við verðum bara að líta á að þetta muni styrkja okkar vináttu og við förum í gegnum þetta saman. Það er bara þannig.“ Eins og fyrr segir er komið ár frá slysinu og ár frá síðustu ferð hópsins. Það hlýtur að þýða að tími sé kom- inn á næsta ferðalag. „Já, við Guðbjörg vorum að ræða það um daginn að það þyrfti að fara að leggja drög að næstu ferð. Ég sagði að það væri ekki ráð nema í tíma væri tekið með svona vesen- ispésa eins og mig enda krefjast ferðalög núna meiri skipulagn- ingar. Það verður bara dásamleg ferð,“ segir Svava sem lætur engan bilbug á sér finna – enda skilgreinir hjólastóllinn hana ekki – hún er enn sama Svava, bara með nýjar áskor- anir. n Svava ásamt Sillu vinkonu sinni í Landmannalaugum í fyrra. Þetta reyndist síðasta ganga Svövu með hópnum Veseni og vergangi. Þó að göngurnar verði ekki fleiri er hún ákveðin í að leika sér áfram, á annan hátt. MYND/AÐSEND Þetta voru fáránlegar aðstæður sem við hefðum engan veginn getað ráðið við. Það er ekki eins og ég hafi verið í paragliding. Svava ásamt Bjössa sem hún ætlar að giftast í næsta mánuði. Hún bað hans um síðustu jól, eftir 19 ára samband, enda hætt að bíða eftir rétta tímanum.  26 Helgin 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.