Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 35
Árangur og farsæld viðskiptavina og
samstarfsaðila er lykilatriði í okkar velgengni
og það sem við brennum fyrir. Við erum þekkt
fyrir að skapa virði, veita faglega ráðgjöf og
sérfræðiþekkingu.
Með skapandi nálgun og starfsgleðina að
vopni leitum við sífellt betri leiða að bættum
árangri fyrir samstarfsaðila okkar.
Við höfum þrjú grunngildi sem skilgreina
hver við erum og hvað við gerum:
Ástríða – Árangur – Sköpunargleði.
Umsjón með starfinu hefur Jensína
K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is)
hjá Vinnvinn.
Viltu vera í Vinnvinn teyminu?
Við hjá Vinnvinn hlökkum til að mæta í vinnuna alla daga vikunnar vegna þess að við elskum það sem
við gerum. Nú leitum við að ráðgjafa sem hefur brennandi áhuga á fólki, er lipur í samskiptum og hefur
metnað til að ná árangri í starfi. Svona eins og við! Árangur annarra er okkar velgengni svo við leggjum
gríðarlegan metnað í okkar starf.
Starfssvið:
• Mat og greining á umsækjendum, viðtöl og umsagnaleit.
• Ráðgjöf við stjórnendur í fyrirtækjum og innan stjórnsýslu á sviði ráðninga.
• Fyrirlögn og túlkun persónuleikamats, hæfnisprófa og verkefna.
• Eftirfylgni ráðninga.
• Ráðgjöf til einstaklinga í atvinnuleit.
• Önnur tilfallandi verkefni á sviði ráðninga.
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Ástríða fyrir fólki.
• Brennandi áhugi á mannauðs- og vinnumarkaðsmálum.
• Lipurð og framúrskarandi samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í teymi.
• Árangursdrifni, frumkvæði og drifkraftur.
• Ögun í vinnubrögðum og sveigjanleiki.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Umsóknarfrestur er til og með 20. september nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
færni viðkomandi til að gegna starfinu.
CERT-ÍS er netöryggissveit á vegum
Fjarskiptastofu. Sveitin hóf formlega
starfsemi árið 2013.
Helstu verkefni netöryggissveitarinnar
CERT-IS er ástandsvitund um stöðu
netöryggismála ásamt atvikameðhöndlun
þegar netatvik verða. Með sjálfstæðri
skipulagseiningu netöryggissveitarinnar
er verið að tryggja sjálfstæða úrvinnslu
upplýsinga og atvika í fullum aðskilnaði
frá öðrum sviðum.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein
fyrir ástæðu umsóknar og settur fram
rökstuðningur um færni viðkomandi til
að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Jensína Kristín
Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og
Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).
Sérfræðingar
í netöryggissveitina
CERT-ÍS hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárása eða
hliðstæðra öryggisatvika í þeim tölvu- og netkerfum sem falla undir starfssvið hennar. Sveitin
leitast við að greina atvik af þessu tagi, takmarka útbreiðslu þeirra og tjón af þeirra völdum.
Einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á netöryggi Íslands til framtíðar.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Þátttaka í atvikameðhöndlun CERT-ÍS.
• Þróa og taka þátt i netöryggisæfingum.
• Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál.
• Ráðgjöf og upplýsingagjöf varðandi netöryggismál.
• Náin samvinna með sviðshópum CERT-ÍS.
• Vinna við atvika-, veikleika- og búnaðargreiningu.
Hæfniskröfur
• Háskólanám sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verk- eða tölvunarfræði
eða víðtæk reynsla af netöryggi.
• Brennandi áhugi á upplýsingaöryggi og upplýsingatækni.
• Reynsla af netöryggi kostur.
• Reynsla af atvikagreiningu tengd upplýsingatækni er kostur.
• Gott vald á íslensku og ensku, og búa yfir ríkulegri samskiptafærni
meðal annars að geta miðlað tæknilegum upplýsingum.
• Samstarfshæfni, jákvætt viðhorf og eiga auðvelt með að vinna í hóp.
• Hæfni til ákvarðanatöku við flóknar og krefjandi aðstæður.
• Góður skilningur á upplýsingatækni og geta til að meta upplýsingar
með tilliti til áhættu og áhrifa.
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 20. september nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.