Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 45

Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 45
Mosfellsbær www.mos.is 525-6700 Leiðtogi upplýsinga stjórnunar og starf lögfræðings hjá Mosfellsbæ Mosfellsbær leitar að framúrskarandi og metnaðarfullum leiðtoga með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af stafrænni umbreytingu og vinnu með upplýsingar og gögn. Um starf leiðtoga upplýsingastjórnunar Leiðtogi upplýsingastjórnunar hefur faglega forystu á sviði stafrænnar umbreytingar, varðveislu upplýsinga og gagna Mosfellsbæjar og ber jafnframt meginábyrgð á þróun og umbótum á sviði skjalavörslu bæjarins. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf þar sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og fagmennsku. Leiðtogi upplýsingastjórnunar starfar náið með stjórnendum sviða, stoðdeilda og stofnana sveitarfélagsins. Þá ber viðkomandi ábyrgð á þróun skjalastefnu og verklags og leiðbeinir um daglega umsýslu gagna. Enn fremur gegnir leiðtoginn lykilhlutverki í ráðgjöf og fræðslu til starfsfólks um allt sem tengist vinnu með upplýsingar og gögn sveitarfélagsins og styður við hagnýtingu þeirra. Helstu verkefni og ábyrgð • Mótun framtíðarsýnar og aðgerðaáætlana á sviði stafrænnar umbreytingar og forgangsröðun verkefna. • Stuðla að bættri hagnýtingu gagna og upplýsingatækni í rekstri sveitarfélagsins. • Mótun skipulags og lausna á sviði skjalavörslu og yfirumsjón með afhendingu skjala til héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar. • Miðlun upplýsinga og þekkingar til starfsfólks um stafræna þróun, skjalamál og aðferðir þar að lútandi. • Að greiða fyrir innleiðingu nýrra verkefna og lausna. • Þátttaka í faghópum sveitarfélaga um stafræna umbreytingu. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun kostur. • Reynsla af greiningu og miðlun gagna. • Þekking og reynsla af stefnumótun og notendamiðaðri hönnun. • Geta til að stýra verkefnum, setja upp skipulag og áætlanir og fylgja þeim eftir. • Þekking og reynsla af stafrænni umbreytingu. • Reynsla af skjalastjórnun og notkun rafrænna skjalavistunarkerfa. • Hæfni til að greina og túlka upplýsingar og gögn og miðla þeim á auðskiljanlegan hátt. • Mjög góð alhliða þekking og reynsla á sviði tölvu- og upplýsingatækni, stafrænum umbreytingaverkefnum og hugbúnaðarþróun er skilyrði. • Framúrskarandi samskiptahæfni, geta til að taka frumkvæði og lausnamiðuð hugsun er skilyrði. • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með 25. september 2022. Sækja skal um störfin á ráðningarvef Mosfellsbæjar, www.mos.is/storf. Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar veitir Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, í síma 525-6700 eða í netfangi: arnar@mos.is. Um framtíðarstöður er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitar- félaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af öllum kynjum, með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn og fólk með fötlun til að sækja um. Um starf lögfræðings Mosfellsbær leitar að lögfræðingi sem hefur þekkingu og reynslu á sviði stjórnsýslu og býr yfir nákvæmni í vinnubrögðum. Starfið felur í sér lausn fjölbreyttra lögfræðilegra verkefna og ráðgjöf á málefnasviðum sveitarfélagsins. Helstu verkefni • Vinna við verkefni þar sem reynir á túlkun laga og reglugerða á málefna- sviðum sveitarfélagsins m.a. á sviði sveitarstjórnarréttar, skipulags- og byggingarmála, fræðslumála, félagsþjónustu, barnaverndar og almennrar stjórnsýslu. • Veita lögfræðileg álit og ráðgjöf um afgreiðslu einstakra mála. • Undirbúningur stjórnsýsluákvarðana og ákvarðana um lögfræðileg málefni. • Ráðgjöf við samningagerð og útboð og aðra skjalagerð bæjarins. Menntunar- og hæfniskröfur • Meistarapróf eða embættispróf í lögfræði er skilyrði. • Lágmark fimm ára starfsreynsla. • Haldbær þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. • Þekking á löggjöf á málefnasviðum sveitarfélaga er æskileg. • Góð samskiptafærni og tölvukunnátta er nauðsynleg. • Góð rit- og talfærni á íslensku og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.