Fréttablaðið - 10.09.2022, Side 51

Fréttablaðið - 10.09.2022, Side 51
Teymisstjóri hjá félagsþjónustu Við erum að leita eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi til að taka þátt í mikilvægum félagsþjón- ustuverkefnum ásamt umbóta- og þróunarverkefnum á fjölskyldusviði Árborgar. Í sveitarfélaginu, þar sem búa 11 þúsund manns, er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf í velferðar-, frístunda- og skólaþjónustu. Fjölskyldusvið sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa Árborgar með snemmtækan stuðning að leiðarljósi. Um er að ræða stöðu teymisstjóra í fullorðinsteymi félags- þjónustu og leiðir viðkomandi ráðgjafarstarf í samvinnu við deildarstjóra. Málaflokkar sem heyra undir fullorðinsteymi eru félagsleg ráðgjöf, stuðningur við aldraða og fatlaða, húsnæðismál og móttaka flóttamanna. Þverfagleg teymsi- vinna fagfólks á fjölskyldusviði er mikil sem og stefnumót- unarvinna, innleiðing rafrænna lausna og þróun verkferla. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. desember nk. eða eftir nánara samkomulagi. Helstu verkefni: • Ábyrgð á starfi fullorðinsteymis félagsþjónustunnar • Verkefnastjórnun og yfirumsjón með málum teymisins • Leiðbeina starfsfólki félagsþjónustu og veita því hand- leiðslu og ráðgjöf • Þátttaka í umbótastarfi út frá stefnu sveitarfélagsins og félagsþjónustulögum • Samstarf við aðrar deildir og starfseiningar fjölskyldu- sviðs Menntunar og færnikröfur: • Háskólamenntun á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda, s.s. félagsráðgjöf til starfsréttinda • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi kostur • Reynsla og þekking á meginverkefnum félagsþjónustu nauðsynleg • Reynsla af stjórnun er mikill kostur • Þekking á stjórnsýslu, lögum og reglugerðum • Framúrskarandi lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun æskileg • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og leiðtogahæfileikar • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku Frekari upplýsingar um störfin: Nánari upplýsingar um störfin veitir: Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri félagsþjónustu, heidaosp@arborg.is, sími 480-1900. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika sam- félagsins. Umsóknarfrestur er til og með 18. september Með umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, kynn- ingarbréf, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og framtíðarsýn umsækjanda varðandi þróun velferðarþjónustu hjá sveitar- félögum. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum ráðningar- vef sveitarfélagsins. Allar umsóknir gilda í 6. mánuði. 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Lögfræðingur á tollgæslusviði Skattsins Skatturinn leitar að drífandi og öflugum lögfræðingi til starfa á tollgæslu- sviði Skattsins. Hlutverk tollgæslusviðs er að tryggja að farið sé að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum við inn- og útflutning vara. Til að sinna þessu hlutverki hefur tollgæslusvið m.a. eftirlit með inn- og útflutningi á vörum sem og eftirlit með ferðum og flutningi fara og fólks til og frá landinu auk eftirlits með flutningi og geymslu á ótollafgreiddum varningi innanlands. Þá annast tollgæslusvið tollendurskoðun. Mikilvægt hlutverk sviðsins er að stuðla að framþróun og að tollframkvæmdin verði sem skilvirkust og árangursríkust. Um er að ræða 100% starf á starfsstöð Skattsins að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna. Helstu verkefni: • Uppkvaðning úrskurða í kærumálum embættisins og tollskyldra aðila. • Ritun umsagna um lagafrumvörp er varða málefni tollgæslusviðs. • Veiting umsagna um kærumál til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ríkislögmanns og yfirskattanefndar auk annarra stjórnvalda. • Afgreiðsla og eftirfylgni í tengslum við ýmsar leyfisveitingar. • Ráðgjöf og svörun erinda um lögfræðileg álitaefni í tengslum við tollframkvæmd sem m.a. lýtur að starfsemi tollafgreiðslu og tolleftirlits. • Gerð verklagsreglna og útgáfa efnis á heimasíðu. • Möguleg kennsla við tollskólann. • Þátttaka í verkefnum tollgæslusviðs. • Önnur tilfallandi verkefni á sviði tollamála. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði lögfræði, meistaragráða æskileg (lágmarksmenntun er bakkalár gráða). • Reynsla af lögfræðistörfum er kostur. • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur. • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli. • Gott vald á einu Norðurlandamáli í töluðu og rituðu máli. • Frumkvæði og metnaður. • Fáguð framkoma og mikil færni í mannlegum samskiptum. • Þjónustulund og jákvætt viðmót. • Geta til að vinna undir álagi. • Góð almenn tölvukunnátta. • Hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hörður Davíð Harðarson, yfirtollvörður, í síma 442-1000 eða með tölvupósti á netfangið hordur.d.hardarson@skatturinn.is Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is, eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 20. september nk. og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. intellecta.is RÁÐNINGAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.