Fréttablaðið - 10.09.2022, Page 86
tsh@frettabladid.is
Norræna húsið býður upp á
veglega dagskrá í dag þegar
myndlistarsýningin Growing
Body of Evidence verður
opnuð. Á meðal viðburða
er listrænn súludans á þaki
Norræna hússins með lista
konunni Frznte.
Í dag verður sýningin Growing Body
of Evidence opnuð í Norræna hús
inu þar sem listamennirnir Aneta
Grzeszykowska, Colette Sadler og
Varna skoða hugtök eins og líkam
leika, hið manngerða og tilbúna
og það hvernig litið er á mannslík
amann sem forsendu og f lytjanda
þekkingar. Sýningin er hluti af við
burðaröðinni Goethe Morph* Ice
land og samhliða opnuninni verður
haldinn listgjörningur þar sem
Frznte dansar listrænan súludans á
þaki Norræna hússins.
„Goethe Morph er alþjóðlegt
samstarfsverkefni á milli Goethe
Institut og Norræna hússins undir
listrænni stjórn Arnbjargar Maríu
Danielsen og Thomas Schaupp sem
nær hápunkti sínum á hátíðardegi í
dag 10. september og í tilefni hans
verðum við með sýningar allan
daginn. Dagskráin byrjar klukkan
eitt með Omuama þátttökuhljóð
gjörningi í samstarfi við þýska
sendiráðið. Aðalhluti hennar byrjar
klukkan fimm, við verðum með
matargjörning frá hinum magnaða
keníska mataraktívista og kokki
Chef Kabui og svo verður sýningin
Growing Body of Evidence opnuð,“
segir Arnbjörg María Danielsen
sýningarstjóri.
Töfra fram súlu á þakinu
Gjörningur Frznte á þaki Norræna
hússins sem ber heitið Spinning
Rooftops hefst klukkan 17.45. Spurð
um hvort það sé ekki erfitt að koma
súlu fyrir á þaki Norræna hússins
segir Arnbjörg:
„Við kunnum ýmislegt fyrir
okkur hér. Við erum bara með alveg
brjálæðislega gott teymi sem töfrar
fram súlu á þakinu. Það eru bara
galdrar.“
Growing Body of Evidence verður
opnuð klukkan 18 í dag og stendur
yfir til 18. desember.
„Við erum aðallega að vinna með
líkamann og líkamleika og forn
leifafræði framtíðar. Við erum að
skoða líkamann sem einhvers konar
tól eða miðil til þess að varðveita og
af byggja þekkingu og minningar,“
segir Arnbjörg.
Eftirlíking af sjálfri sér
Verkið Model er ljósmyndaröð eftir
hina pólsku Anetu Grzeszykowska
þar sem listamaðurinn tekur ljós
myndir af nákvæmri eftirmynd af
sjálfri sér úr silíkoni sem var fram
leitt í verksmiðju.
„Hún er alþjóðlega þekkt lista
kona og sýnir á Feneyjatvíæringn
um núna. Þetta eru sjálfsmyndir
þar sem hún er búin að búa til full
komna eftirmynd af sínum eigin
líkama til þess að reyna að fjarlæg
ast sig sjálfa. Verkið er áhugaverður
spegill á sjónræna menningu sam
tímans,“ segir Arnbjörg.
Verkið ARK 1 – Towards a Future
Archeology eftir Colette Sadler er
vídeóinnsetning og dansgjörn
ingur þar sem tilviljanakennd
framtíð mannkynsins er könnuð
í ljósi þeirra breytinga sem gervi
greindarbyltingin og loftslagsham
farir munu hafa í för með sér.
„Þetta er vísindaskáldskapur þar
sem við erum komin inn í fram
tíðina. Það er alveg stórkostlegur
dansari sem heitir Leah Marojevic
sem túlkar einhvers konar leifar af
mannlegu minni unnið úr algrími
í gegnum líkamann á opnunar
deginum og sunnudeginum,“ segir
Arnbjörg.
Grænlenskur trommudans
Að lokum er svo verkið Oqiliall
anneq / Relief eftir grænlenska
trommudansarann og sviðslista
manninn Varna í samstarfi við
hljómlistarkonuna Sölku Vals
dóttur.
Hljóðheimur Vörnu er innblásinn
af austurgrænlenskum trommu
dansi sem hún hefur fengið í arf
frá forfeðrum sínum. Varna vinnur
með fútúrískar staðalmyndir ínú
tíamenningar og veltir upp erf
iðum spurningum um varðveislu á
andlegum og listrænum arfi í sam
hengi við uppgjör safnaaðferðar og
nýlenduarfleifðar.
Dagana 13. til 15. september fer
svo fram lokaviðburður Goethe
Morph* Iceland, tilraunaráðstefnan
Unexpected Lessons, Decolonizing
Nature í samstarfi við Talking
Objects Lab. n
Sýningaropnun og
súludans í Norræna húsinu
Arnbjörg María Danielsen er sýningarstjóri sýningarinnar Growing Body of Evidence í Norræna húsinu og verkefnis-
ins Goethe Morph* Iceland ásamt Thomas Schaupp. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Frznte mun flytja listrænan súludans á þaki Norræna hússins í dag.
MYND/SILKE BRIEL
SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1-3 // Sími 555 2900
Matseðill og borðapantanir á saetasvinid.is
Eggs Benedict, amerískar pönnukökur, avókadó rist,
mega brunch og fleiri girnilegir réttir
og brunch kokteilar.
G”EGGJAД
SPENNANDI SEÐILL
GASTROPUB
HELGAR
BRUNCH
laugardaga og sunnudaga
11.30–14.30
46 Menning 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ