Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 90
Í Löðrinu fæ ég útrás til þess að gera stór, mikil og dramatísk popplög sem er svona smá sakbitin sæla hjá mér. Einar Örn Jónsson POP UP KEX HOSTEL MERKJAMARKAÐURINN STENDUR YFIR 8.-11. SEPTEMBER SKÚLAGATA 28 *ásamt fleiri merkjum - MERKI FYRIR MINNA - herrar AÐEINS ÞESSA HELGI LAUG & SUN OPIÐ 11:00-18:00 allt að 60% AFSLÁTTUR MERKJAMARKAÐUR Þriðja smáskífa ballöðu­ sveitarinnar Löðurs, Þegar þú ert hér, kom út í vikunni en segja má að fjölskyldufundur standi að baki meðfylgjandi tónlistarmyndbandi þar sem tvö barna Einars Arnar Jóns­ sonar sáu um leikstjórn, upp­ tökustjórn og klippingu. toti@frettabladid.is Einar Örn Jónsson, þekktastur sem hljómborðsleikari Í svörtum fötum, skemmtir sér við að semja ballöður með hljómsveitinni Löðri. Þriðja smáskífa ballöðu­ sveitarinnar, Þegar þú ert hér, kom út í vikunni ásamt tónlistarmynd­ bandi þar sem nánir ættingjar og fjölskylduvinir hans gegna mikil­ vægum hlutverkum. „Í Löðrinu fæ ég útrás til þess að gera stór, mikil og dramatísk popp­ lög sem er svona smá sakbitin sæla hjá mér. Eða bara sæla,“ segir Einar Örn sem fékk Stefaníu Svavars og Dag Sigurðsson til að syngja lagið. „Ég gerði alveg slatta af ballöðum með Í svörtum fötum og þetta er svona ballöðupæling með alvöru strengjakvartett og gospelkór í bakröddum. Ég nýt þess að fá að gera þetta stórt með miklum hljóð­ vegg.“ Tvö elstu börn Einars, Margrét og Baldur, áttu síðan veg og vanda af gerð myndbandsins við lagið en Margrét er upprennandi leikstjóri og Baldur sá um kvikmyndatöku og eftirvinnslu. Löðrandi hæfileikaríkur fjölskyldufundur Stefanía Svavars syngur Þegar þú ert hér ásamt Degi Sigurðs- syni. Kvikmyndasystkinin Baldur og Margrét Einarsbörn með leikarana ungu, Sigur- rós Ylfu Rúnarsdóttur og Jón Benedikt Hjaltason, á milli sín. MYNDIR/AÐSENDAR Fjölskyldan kölluð saman „Það var bara fjölskyldufundur,“ segir Einar Örn. „Margrét er með lítið framleiðslufyrirtæki sem hún kallar Kvísl Productions og hefur verið að gera myndbönd fyrir hina og þessa. Svona minni verkefni og er bara metnaðarfull ung kona og ætlar að verða leikstjóri.“ Margrét stjórnaði upptökum á myndbandinu og klippti en Baldur sem er þekktur fyrir hlutverk sín í Hjartasteini og Vitjunum var bak við tökuvélina. „Þótt Baldur sé orð­ inn nokkuð reyndur leikari miðað við undan aldur þá er hann einnig lipur fyrir aftan tökuvélarnar og ákvað hann að fara í kvikmynda­ tækninám,“ segir Einar Örn og bætir við að líklega megi segja að tvö elstu börnin hans séu bæði að taka sín fyrstu skref í kvikmynda­ bransanum. Hæfileikabörn Einar Örn segir Margréti hafa fengið þá hugmynd að fá börn til að leika fullorðið fólk í myndbandinu og ekki þurfti heldur að sækja sjö ára gamla leikarana, Sigurrós Ylfu Rún­ arsdóttur og Jón Benedikt Hjalta­ son, langt. „Ég á lítinn frænda, bróðurson minn, sem er mikið alinn upp í kringum sviðslistir og er sífellt að setja upp leikrit og mér fannst kom­ inn tími til að gefa honum almenni­ legt hlutverk.“ Einar Örn auglýsti síðan eftir sjö ára stúlku til þess að leika á móti frænda sínum. „Ég fékk mjög mikil og góð viðbrögð og hafði úr mörg­ um góðum að velja. Svo kom í ljós að hún Sigurrós er dóttir góðs félaga míns, Rúnars Freys Gíslasonar, og það var algjörlega málið að fá hana. Hún er rosalega mikið talent. Hæfileikarík ung kona og nú þegar komin með talsverða reynslu og framtíðin greinilega björt hjá henni,“ segir Einar Örn en Sigurrós leikur í Svari við bréfi Helgu sem var frumsýnd í kvikmyndahúsum nýlega. n 50 Lífið 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.