Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 4

Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 4
34 prósent kvenna á vinnu- markaði segjast upp- lifa sig tilfinningalega úrvinda í hverri viku samkvæmt könnun Prósents. 920 hreindýr voru felld á veiðitíma- bili ársins sem lauk á Austurlandi í síðustu viku. 171 milljón króna er sú upphæð sem vátrygg- ingafélög gerðu endur- kröfu um vegna öku- manna sem ollu tjóni af ásetningi eða stór- kostlegu gáleysi í fyrra. 80 heim- ilislækna vantar til starfa á landinu sam- kvæmt útreikningum Læknafélagsins. 25 prósent allrar orku sem fram- leidd er á Íslandi eru keypt af Norðuráli í Hvalfirði. JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID RAFMAGNAÐUR OG VATNSHELDUR EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Farðu yfir ár og vötn af festu og öryggi með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. Rafmagnaður kraftur hvert sem leið þín liggur. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 n Tölur vikunnar Sigríður Sigurðardóttir kirkjuvörður í Digraneskirkju sakaði formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt ofbeldi. Formaðurinn og önnur kona hafi kreist hana á milli sín. „Þetta var svo ógeðslegt að ég get ekki lýst því. Mig langaði helst að brenna fötin mín,“ lýsti Sigríður sem er komin í veikindaleyfi. Ragnheiður Ósk Erlends- dóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni er aftur mætt í Laugardalshöll þar sem Covid-bólusetningar eru hafnar að nýju samhliða því að fólki er gefið bóluefni gegn inflúensu. Ragnheiður segir flesta þiggja báðar sprauturnar. „Með sprautunni er verið að ræsa ónæmiskerfið og það er betra að gera það með tveimur sprautum í einu heldur en einni í dag og ann- arri á morgun,“ sagði Ragnheiður. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði sig frá frekari aðkomu að rannsókn lög- reglu á meintum undirbúningi að hryðjuverkum hérlendis. Nafn föður Sigríðar Bjarkar, Guðjóns Erlendssonar, mun hafa komið upp í máli einhvers sem yfirheyrður var vegna rannsóknarinnar. Var þá gerð húsleit hjá Guðjóni en hann er umsvifamikill vopnasafnari og vopnasali. n n Þrjú í fréttum Aðalmeðferð í Rauðagerðis- málinu lauk fyrir Landsrétti í gær. Niðurstöðu er að vænta innan fjögurra vikna. Sak- sóknari fer fram á að allir fjórir sakborningarnir verði dæmdir fyrir aðkomu að morðinu. helenaros@frettabladid.is DÓMSMÁL Þriðja og síðasta degi aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu lauk í gær fyrir Landsrétti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssak- sóknari, réttargæslumaður og lög- menn sakborninga f luttu mál sitt fyrir dómnum. Í héraðsdómi var Angjelin Ster- kaj dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqiri við heimili sitt í Rauðagerði í febrúar í fyrra. Aðrir sakborningar, þau Claudia Sofia Coel ho Car va hlo, Murat Selivrda og Shpetim Qerimi, voru sýknaðir. Fyrir Landsrétti fer ákæruvaldið fram á að allir sakborningar verði dæmdir og að dómurinn yfir Angj- elin verði þyngdur í allt að 20 ár. Kolbrún sagði að ákæruvaldið teldi það hafið yfir allan vafa að öll fjögur hefðu haft sitt hlutverk sem var nauðsynlegt til að fremja verknaðinn. Guðmundur St. Ragnarsson, rétt- argæslumaður fjölskyldu Armando, foreldra, maka og barna hans, þar á meðal dóttur sem fæddist eftir morðið, ítrekaði tugmilljóna króna bótakröfu. Í héraði voru fjölskyld- unni dæmdar 58 milljónir króna en hún fer fram á 70 milljónir auk vaxta frá öllum fjórum sakborn- ingum. Guðmundur bað dóminn sér- staklega um að líta til þess að einn sakborninga í málinu hefði svert æru Armando og þar með vegið að látnum manni sem hefði ekki sést í máli sem þessu áður. Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelin, f lutti óbreytta greinar- Fluttu ræður í Rauðagerðismálinu Guðmundur St. Ragnars- son, réttar- gæslumaður fjölskyldu Armando, ítrekaði tug- milljóna króna bótakröfu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI gerð fyrir Landsrétti í morgun. Hann sagði málið ekki hafa gerst án aðdraganda, margt hefði átt sér stað og afgreiðsla héraðsdóms á málinu hefði ekki verið fullnægj- andi. Krafðist hann refsimildunar í málinu. Oddgeir sagði Angjelin hafa haft ástæðu til að óttast um öryggis sitt og fjölskyldu sinnar þar sem þeim hafði ítrekað verið hótað. Hann rakti það hvernig glæpagengi, sem Armando er sagður hafa tilheyrt, hefði staðið í hótunum við Angjelin, barnungan son hans og fjölskyldu í Albaníu. Steinbergur Finnbogason, verj- andi Claudiu, krafðist staðfest- ingar á sýknu. Hann lagði áherslu á að Claudia væri einstæð móðir af erlendu bergi brotin en hún er frá Portúgal. Claudia er sökuð um að hafa vaktað Armando daginn sem hann var myrtur og að hafa f lutt morðvopnið í tösku frá Borgarnesi til Reykjavíkur. Í skýrslutöku í hér- aði sagðist hún ekki hafa vitað hvað væri í töskunni. Geir Gestsson, verjandi Murat, sagði aðkomu Murat að málinu með allt öðrum hætti en annarra sakborninga. Geir benti á að Murat hefði ekki verið viðstaddur meintan undirbúning í Borgarnesi daginn fyrir morðið. Þá hefði hann ekki f lutt skot- vopnin til Reykjavíkur frá Borgar- nesi, DNA-rannsókn sýndi að Murat hefði ekki komið við skotvopnið og hann hefði ekki flúið Reykjavík eftir manndrápið eins og hinir ákærðu. Geir sagði Murat saklausan og að það bæri að sýkna hann. Murat er gefið að sök að hafa hjálpað Claudiu og Angjelin að bera kennsl á bílana fyrir utan vinnustað Armando við Reykjavík Downtown Apartments fyrir morðið á honum. Þá á hann að hafa gefið Claudiu fyrirmæli um að senda skilaboðin „Hi sexy“ til Angjelin þegar bifreið yrði ekið af stað. Að lokum sagði Leó Daðason, verjandi Shpetim, hann ekki hafa haft vitneskju um það hvern Angj- elin hefði verið að fara að hitta þegar hann ók honum í Rauðagerði. Shpetim er gefið að sök að hafa ekið ásamt Angjelin að Rauðagerði, þar sem Armando bjó, kvöldið sem hann var myrtur. Þá er honum gefið að sök að hafa sleppt Angjelin úr bílnum og ekið svo aðeins í burtu þar sem hann beið eftir að Angjelin gæfi honum merki um að sækja sig. Leó sagði hann hafa talið að til- gangur ferðarinnar í Rauðagerði þetta kvöld hefði verið fíkniefna- viðskipti. Dómarar hafa nú fjórar vikur frá og með deginum í dag til að kveða upp dóm í málinu. n 4 Fréttir 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.