Fréttablaðið - 01.10.2022, Side 15
Orka náttúrunnar leitar að metnaðarfullu fólki til þess að taka þátt
í spennandi verkefnum á sviði orkumála. Um er að ræða fjögur ný
hlutverk innan sviðs Sölu- og viðskiptaþróunar hjá öðrum stærsta
framleiðanda orku á Íslandi. Störfin henta vel þeim sem hafa áhuga
á orkumálum, nýsköpun og viðskiptum og langar að vaxa í nýjum og
spennandi hlutverkum.
Nýtist þín orka
best með okkur?
Viðskiptastjóri í Jarðhitagarði
Jarðhitagarður Orku náttúrunnar er rúmir 100 hektarar í næsta
nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. Þar nýta nýsköpunarfyrirtæki
rafmagn, kalt vatn og jarðhitavatn sem framleitt er á svæðinu.
Nokkur fyrirtæki eru nú þegar í Jarðhitagarðinum en stefnt er
á að fjölga þeim og efla garðinn enn frekar. Við leitum því að
drífandi hugsjónamanneskju sem hefur hæfileika og metnað til
að leiða þá spennandi uppbyggingu sem framundan er.
Sölustjóri fyrirtækja- og einstaklingsmarkaðar
Vöruframboð Orku náttúrunnar er fjölbreytt og spennandi. Við
þurfum metnaðarfullan leiðtoga til að móta og leiða allt sölu-
starf okkar á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Starfið kallar á
hæfileika til að móta framboðið, bera ábyrgð á sölumálum fyrir
fjölbreytta markhópa og síðast en ekki síst leiða þann öfluga
hóp sem starfar við sölumál hjá ON.
Sótt er um störfin á starf.on.is þar sem einnig er hægt er að kynna sér kröfur um þekkingu
og reynslu ásamt helstu verkefnum.
Orka náttúrunnar leitar að metnaðarfullu fólki til þess að taka þátt í spennandi verkefnum
á sviði orkumála. Um er að ræða fjögur ný hlutverk innan sviðs Sölu- og viðskiptaþróunar
hjá öðrum stærsta framleiðanda orku á Íslandi. Störfin henta vel þeim sem hafa áhuga á
orkumálum, nýsköpun og viðskiptum og langar að vaxa í nýjum og spennandi hlutverkum.
Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn á ábyrgan og umhverfisvænan hátt með það markmið að gæta hagsmuna
auðlinda landsins og viðskiptavina með sjálfbærni að leiðarljósi. Við styðjum við nýsköpun, ábyrga nýtingu auðlindarinnar
og flýtum fyrir orkuskiptum með minna vistspori, samfélaginu öllu til heilla.
Viðskiptaþróunarstjóri hjá ON
Við erum sífellt að velta fyrir okkur nýjum viðskiptatækifærum
á sviði orkumála, enda spennandi geiri á fleygiferð þar sem
nýsköpun, sjálfbærni og fullnýting auðlinda okkar spila sífellt
stærra hlutverk. Við leitum því að framsæknum aðila til þess að
móta og leiða þá vegferð með stefnumótandi hugsun, víðsýni og
færni til þess að koma auga á ný arðbær tækifæri að leiðarljósi.
Starfið krefst hæfileika til þess að greina og setja sig inn í ólíkar
sviðsmyndir og horfa á tækifæri í alþjóðlegu samhengi.
Sérfræðingur í orkumiðlun
Við erum sífellt að leita að snjöllum aðilum til að styrkja okkar
öfluga teymi. Hér erum við að leita að aðila sem brennur fyrir
orkumálin og bíður eftir tækifæri til þess að komast áfram í
starfi eða hefur nýlokið námi. Ef þú ert áhugasamur og telur þig
hafa eitthvað fram að færa viljum við heyra frá þér. Nám á sviði
orkumála er ekki nauðsyn.
Hellisheiðarvirkjun er staðsett sunnan við Hengilinn og framleiðir heitt vatn og rafmagn. Virkjunin var gangsett árið 2006 og er uppsett afl 200 MW í varmaafli og 303 MW í rafmagni.
Í lítrum talið eru þetta um 950 lítrar á sekúndu. Lofthreinsistöð er staðsett við virkjunina sem nýtir Carbfix aðferðina til að hreinsa um 75% af brennisteinsvetni og um 30% af kol-
tvísýringi sem leyst eru upp í jarðhitavatni og veitt í niðurrennsliskerfi.