Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 33
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 1. október 2022
T A R A M A R
Frítt Serum
Fylgir með hverju
dagkremi
29. september - 9. október
www.taramar.is og Hagkaup
(Kringlunni, Smáranum, Garðabæ,
Akureyri)
Vísindavaka Rannís verður haldin
í Laugardalshöllinni í dag klukkan
13-18. Þar kennir ýmissa grasa en
markmiðið með Vísindavökunni er
að færa vísindin nær almenningi.
Gestir og gangandi fá tækifæri til að
ræða málin við fremsta vísindafólk
landsins og geta kynnt sér vísindi
og rannsóknir á lifandi og skemmti-
legan hátt.
Á sýningarsvæðinu í Laugardals-
höllinni í dag verður hægt að prófa
ýmis tól og tæki sem vísindafólk
vinnur með í sínu daglega starfi og
gestir fá tækifæri til að sjá hvernig
vísindi og nýsköpun virka. Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra
vísindamála, mun við opnun
Vísindavökunnar veita viðurkenn-
ingu Rannís fyrir vísindamiðlun.
Í fyrra urðu Veðurstofa Íslands og
stjörnufræðingurinn Sævar Helgi
Bragason, oft nefndur Stjörnu-
Sævar, fyrir valinu.
Yfir 100 verkefni til sýnis
Meðal þess sem sýningargestir geta
kynnt sér er fræðsla um eldgos,
sjá lifandi maura, fá vitneskju um
hvernig Veðurstofa Íslands fylgist
með Heklu, sjá hvernig þrívíddar-
prentaðir líkamshlutar verða í
framtíðinni og fara út í geim með
Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnar-
ness. Hér er aðeins stiklað á stóru
en fjölmargir áhugaverðir sýningar-
básar verða í Laugardalshöll fyrir
forvitna vísindaáhugamenn og yfir
100 verkefni verða til sýnis.
Aðgangur er ókeypis.
Stefnumót við
vísindafólk
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræð-
ingur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Einar Bárðarson stundar mikla hreyfingu í lífi sínu og starfi. Hann segist ekki geta verið ánægðari en hann er með árangur af Active Joints. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fann mun strax daginn eftir
Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, segir mikinn létti að vera nú með vel
smurða liði en hann losnaði við seyðing og sting í hnjám þegar hann fór að taka inn Active
Joints frá Eylíf. Fingurnir liðkuðust líka því hann er farinn að taka mun oftar í gítarinn. 2