Fréttablaðið - 01.10.2022, Side 57
Vélahönnuður
Morenot Ísland ehf. óskar eftir að ráða vélahönnuð. Morenot hefur á síðustu árum skapað sér sess í hönnun
og framleiðslu á vélbúnaði fyrir línuveiði. Markmið Morenot er að bjóða upp á heildarlausnir til línuveiða.
Áhugavert tækifæri í boði hjá litlu en traustu tækni- og þjónustufyrirtæki sem er m.a. í vöruþróun
sjávarútvegslausna. Bæði koma til greina nýlega útskrifaðir verk- eða tæknifræðingar eða reyndur einstaklingur.
Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon (torfi@intellecta.is ) og
Henrietta Þóra Magnúsdóttir (henrietta@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. og þarf
henni að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni
umsækjanda sem nýtist í starfi. Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga til að sækja um starfið.
• Þróun á vélbúnaði fyrir línuveiðar
• Umsjón með framleiðslu véla og vélhluta
• Umsjón með innkaupum íhluta
• Gerð vélahandbóka
• Önnur tilfallandi verkefni
Helstu verkefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði verkfræði, tæknifræði,
iðnfræði eða sambærilegt
• Reynsla af teikniforritum eins og
SolidWorks eða Inventor
• Góð enskukunnátta
• Áhersla lögð á frumkvæði, sjálfstæð
vinnubrögð og hæfni í samskiptum
Mannauðsstjóri
Helstu verkefni og ábyrgð:
Forysta og stefnumótun á sviði mannauðsmála.
Mat á mannaflaþörf ásamt umsjón með ráðningum og móttöku
nýliða í samvinnu við stjórnendur.
Umsjón með greiningu starfa, starfsþróunar- og fræðslumálum.
Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk í
mannauðstengdum málum.
Þátttaka í verkefnum sem lúta að öryggi, heilsu og velferð
starfsfólks.
Framkvæmd og eftirfylgni vinnustaðagreininga.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfi á sviði mannauðsstjórnunar.
Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
Faglegt frumkvæði, umbótasinnuð hugsun og þekking á
starfsmannamálum.
Jákvæðni, þjónustulund og framúrskarandi hæfni í
mannlegum samskiptum.
Leiðtogahæfni og árangursmiðað viðhorf.
Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli.
Umsóknarfrestur er til og með 17. október 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningar-
bréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim
svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is)
og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
Set er plastiðnaðarfyrirtæki sem leggur áherslu á lagnir og lagnakerfi og er með hátt tæknistig og afar fjölbreytta framleiðslu- og þjónustulínu.
Fyrirtækið þjónar íslenskum orku-, bygginga- og fyrirtækjamarkaði, stundar útflutning og rekur verksmiðju í Þýskalandi ásamt starfsstöðvum í
Reykjavík og Danmörku. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.set.is.
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
Set óskar eftir að ráða mannauðsstjóra í nýtt starf hjá
fyrirtækinu. Starfsstöð viðkomandi yrði á Selfossi.
ATVINNUBLAÐIÐ 5LAUGARDAGUR 1. október 2022