Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 98
Mussolini var góður stjórn- mála- maður að því leyti að allt sem hann gerði, gerði hann fyrir Ítalíu. Giorgia Meloni Fréttir af kjöri Giorgiu og áhyggjur af risi öfgahægri af la í Evrópu hafa varla farið fram hjá neinum, en hver er konan sem að öllum líkindum verður næsti hús­ ráðandi í Palazzo Chigi, embættis­ bústað forsætisráðherra Ítalíu? Giorgia er fædd þann 15. janúar árið 1977 og er því 45 ára gömul. Hún hefur setið á ítalska þinginu frá árinu 2006 og leitt f lokkinn Fratelli d'Italia eða Bræðralag Ítalíu síðast­ liðin átta ár. Hún er ein af stofn­ félögum flokksins og tók við stjórn hans tveimur árum eftir stofnunina. Nýfasistar sem ný fjölskylda Giorgia var snemma pólitísk og ekki nema 15 ára gömul þegar hún gekk til liðs við við ung liða hreyfingu ný­ fas istaflokksins Movimento Sociale Italiano (MSI). Giorgia sem var feiminn ungl­ ingur, hefur sagt frá því að í MSI hafi henni liðið sem hún hafi fundið sína aðra fjölskyldu. Hún varð síðar for maður stúdenta hreyfingar hins hægri sinnaða Þjóðarbandalags, sem átti rætur sínar að rekja til MSI, flokksins sem var stofnaður af aðdá­ endum fasistans Benito Mussolini eftir síðari heimsstyrjöldina. Í kosn­ ingabaráttu fyrir Þjóðarbandalagið lét hin þá 19 ára Giorgia hafa eftir sér í viðtali við franska sjónvarps­ stöð: „Mussolini var góður stjórnmála­ maður að því leyti að allt sem hann gerði, gerði hann fyrir Ítalíu.“ Giorgia var kosin á þing fyrir Þjóðarbandalagið árið 2006 og tveimur árum síðar skipaði Silvio Berlusconi, þáverandi for sætis ráð­ herra, hana ráð herra mál efna ung­ menna og gegndi Meloni em bætti til ársins 2011. Hún bauð sig fram í Evrópu þings kosningum árið 2014 og sem borgar stjóra efni í Róm árið 2016, hvort tveggja, án árangurs. Guð, land og fjölskyldan Kosningaslagorð Giorgiu var: „Guð, land og fjölskyldan“ og er þar átt við Bræðralag Ítalíu Fratelli d‘Italia, Bræður Ítalíu eða Bræðralag Ítalíu, er íhaldssamur og þjóðernis- sinnaður stjórnmálaflokkur sem stofnaður var árið 2012 á Ítalíu. Hugmyndafræði flokksins gengur út á róttæka íhalds- stefnu, þjóðernishyggju og andstöðu gegn innflytj- endum. Með sigri í þingkosn- ingum nú í síðasta mánuði er flokkurinn orðinn stærsti flokkurinn á ítalska þinginu. Bræðralag Ítalíu, flokkurinn sem Giorgia leiðir hlaut 26 prósent atkvæða í nýaf- stöðnum kosn- ingum og verður hún því að öllum líkindum fyrsti kvenfor- sætisráðherra landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Konan sem leiðir Bræðralagið Flokkur Giorgiu Meloni, Bræðralag Ítalíu, vann stórsigur í kosningum á Ítalíu á dögunum og má því ætla að hún verði forsætisráðherra Ítalíu, fyrst kvenna. Giorgia er þó umdeild og skiptar skoðanir um það hvort kjör þessa hægri sinnaða afturhaldssinna sé framfara­ skref fyrir ítalskar konur, eða framfaraskref almennt. hefðbundið fjölskylduform í ströng­ ustu merkingu hugtaksins og er ótti LGBTQ samfélagsins á Ítalíu við til­ vonandi forsætisráðherra líklega á rökum reistur. Ef Giorgiu tekst að mynda ríkis­ stjórn verður það fyrsta öfgahægri ríkisstjórn landsins frá síðari heims­ styrjöld, þegar Benito Mussolini var við völd. Þegar Giorgia útlistaði stefnumál sín fyrr á árinu var ljóst að kæmist hún til valda yrðu réttindi hinsegin fólks, f lóttamanna og íslamstrúar­ fólks að líkindum fótum troðin, auk þess sem henni hugnuðust ekki völd embættismanna í Brussel. Hún er þjóðernissinni og and­ snúin þungunarrofi og líknarmorði, hin segin fólki og inn f lytj endum. Hún hefur látið hafa eftir sér að komist hún til valda vilji hún endur­ skoða lög gjöf um ó vígða sam búð sam kyn hneigðra og er ekki hlynnt því að sam kyn hneigð pör fái að ætt­ leiða börn. Í héruðum og borgum Ítalíu, þar sem flokkur hennar hefur verið við völd, hefur að gengi að þungunarrofi og getnaðar varnar­ pillum verði skert, þvert á lands lög. Ólst upp hjá einstæðri móður Giorgia ólst upp ásamt systur sinni, Ariönnu, hjá móður þeirra, Önnu Paratore, en faðir þeirra, Francesco Meloni yfirgaf fjölskylduna og flutti til Kanaríeyja þar sem hann opnaði veitingastað, þegar Giorgia var ung að árum. Heimsótti hún hann aðeins nokkrar vikur á ári þar til hún segist alveg hafa slitið sam­ skipti við hann þegar hún var 13 ára. Mæðgurnar bjuggu í Garbatella hverfinu í Róm sem er einmitt þekkt sem vinstra­verkalýðshverfi og móðir þeirra skrifaði og gaf út rómantískar skáldsögur. Eitthvað hefur veitingarekstur Francesco gengið brösuglega á Kanaríeyjum, því nýverið komst í fréttir að hann hefði fengið níu ára dóm árið 1996 fyrir að smygla 1.500 kílóum af kannabis frá Marokkó til Spánar. Francesco lést úr hvítblæði fyrir nokkrum árum og lét Giorgia hafa eftir sér að andlát hans snerti sig ekki. „Það var hvorki hatur né illska. Ég fann ekki neitt. Þetta var eins og sjónvarpskarakter hefði dáið. Það var allt og sumt,“ sagði Giorgia við ítalska útvarpsstöð. Sjálf í óvígðri sambúð Sambýlismaður Giorgiu er blaða­ maðurinn Andrea Giambruno, sem hún kynntist einmitt þegar hann tók við hana viðtal. Saman eiga þau hina sex ára gömlu Ginevru. Parið er ógift og gefur Giorgia lítið fyrir það þegar bent er á að konan sem berst fyrir gamaldags fjölskyldugildum skuli sjálf ekki fylgja þeim. Í ævisögu sinni, Io sono Giorgia, eða Ég er Giorgia,  sem kom út á síðasta ári og varð að metsölubók sagðist hún oft hafa heyrt slíkt bull. „Að þú getir ekki varið hina nátt­ úrulegu fjölskyldu sem byggist á hjónabandi, ef þú sjálfur ert ekki gift/ur. Það er svolítið eins og að segja að ef þú ert ung/ur, þá geti þér ekki verið annt um málefni aldraðra.“ Umdeilt TikTok myndband TikTok myndband sem Giorgia birti á kjördag vakti sannarlega athygli. Þar sést Giorgia halda melónum í brjósthæð um leið og hún blikkar í myndavélina og segir: „25. septem­ ber – ég hef sagt allt.“ Og vísaði þann­ ig í að kosið væri til ítalska þingsins þann dag. Meloni þýðir á ítölsku melónur en er einnig slanguryrði yfir brjóst. Áhorfendur túlkuðu skilaboðin á misjafnan veg, en víst er að þarna mátti merkja nýjan tón hjá kaþ­ ólska leiðtoganum, sem hafði gert hlutverk sitt sem konu og móður að fókuspunkti í kosningabarátt­ unni. Eins þótti myndbandið sýna að þarna færi ekki kona sem myndi berjast fyrir femínískum málefnum í valdatíð sinni. Giorgia hefur svo sem aldrei gefið sig út fyrir að vera femínisti og meðal annars tekið skýrt fram að hún sé á móti kynjakvótum, hún vilji frekar að fólk þurfi að sanna sig, ekki kom­ ast áfram vegna kyns. Þó Giorgia verði fyrsta konan til að setjast í stól forsætisráðherra á Ítalíu er fátt sem bendir til þess að kjör hennar verði framfaraskref fyrir konur, Ítali, Evrópu eða restina af heimsbyggðinni. n TikTok myndband sem Giorgia birti á kjördag vakti athygli en þar sést hún halda melónum í brjósthæð. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 34 Helgin 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.