Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Fæðuöryggi er nú efst á dagskrá alþjóðastofnana en stríðið í Úkraínu hefur aukið enn á þær áskoranir sem þó voru ærnar fyrir. Verð á matvælum hefur þotið upp um heim allan og milljónir eru á barmi hungursneyðar. Alþjóðabankinn birti í júlí sl. skýrslu þar sem m.a. er að finna upplýsingar um hækkanir á matvælaverði víðs vegar um heiminn. Meðfylgjandi mynd sýnir þessar hækkanir í nokkrum löndum heimsins sl. 12 mánuði fram til júlí síðastliðins. Gríðarlegar hækkanir eru í mörgum fátækum löndum sem reiða sig mjög á innflutning. Í þessum löndum ver fólk að jafnaði háu hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum, jafnvel allt að helmingi, til kaupa á matvælum. Hækkanir sem þessar stefna því lífskjörum almennings í voða. Fátækustu lönd heimsins fara verst út úr ástandinu. Reikningur þeirra vegna kaupa á innfluttum matvælum hefur hækkað og í kjölfarið er hætta á að þau lendi í skuldavandræðum. Á sama tíma er hækkunin hvað minnst í hagkerfum eins og Kína (2,9%) og í Japan (3,7%) sem styður sinn landbúnað ríkulega. Á Íslandi mælist hækkun matvöruverðs 7,3%. Í fljótu bragði eru einu löndin í Evrópu þar sem hækkunin er minni en hér á landi, Írland, Frakkland, Lúxemborg, Sviss og Noregur (tölur fyrir maí). Tyrkland trónir á toppnum með 94,3% hækkun. Horfur næstu mánuði Þó matvæla- og hrávöruverð sé nú tekið að lækka á heimsmarkaði eftir að hafa náð sögulegum hæðum á fyrri hluta ársins er alls ekki fyrirséð með hversu lengi ástandið verður að ganga niður. Miklir þurrkar í Evrópu hafa lækkað spár um uppskeru og eru þær nú rétt neðan við meðaltal síðustu fimm ára hvað helstu korntegundir snertir. Víðs vegar í heiminum hafa lönd gripið til útflutningsbanns eða annarra takmarkana á útflutning á ýmsum matvælum til að tryggja framboð innanlands. Fyrrgreind skýrsla Alþjóðabankans gefur yfirlit yfir slíkar aðgerðir. Einnig hafa nokkur lönd gripið til takmarkana á útflutningi mikilvægra hráefna. Kína hefur t.d. bannað útflutning á hrá fosfór og útflutningur á áburði er leyfisskyldur. Kyrgistan og Rússland hafa einnig bannað útflutning á áburði og Úkraína á köfnunarefnisáburði. Erfið staða bænda í Evrópu Aðföng til landbúnaðar eru enn dýr í sögulegu samhengi og framboð þeirra að einhverju leyti háð óvissu. Þetta mun hafa áhrif á ákvarðanir bænda um hvort og hve mikið þeir munu framleiða á komandi mánuðum. Mjólkurframleiðendur í ESB skrifuðu opið bréf til Evrópusambandsins í júlí sl. Þar lýstu þeir stöðu framleiðenda og áhyggjum sínum af framtíðinni. Vegna mikilla verðhækkana á aðföngum eru margir bændur tekjulágir og safna jafnvel skuldum og geta ekki greitt sér laun. Í bréfinu kemur fram að laun bænda í Frakklandi séu aðeins um 430 kr/klst í laun (3,09 evrur), í Lúxemborg um 730 kr/klst og Litháen um 325 kr/klst. Danskir og hollenskir kollegar þeirra ná ekki endum saman og safna skuldum til að geta greitt sér laun. Þá má sem dæmi nefna að á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 hækkaði fóðurkostnaður í Frakklandi úr tæpum 15 kr/lítra mjólkur á árinu 2021 í ríflega 20 kr, eða um 33%. Svipaða sögu af kostnaðarhækkunum er að segja frá öðrum löndum. Samtök mjólkurframleiðenda í Evrópu lýsa því miklum áhyggjum af stöðunni sem er uppi. Hana má ekki aðeins rekja til stríðsins í Úkraínu heldur einnig til þróunar landbúnaðarstefnu ESB sl. 20 ár. Miklar breytingar hafa verið gerðar á henni en afleiðingarnar eru núna að koma fram af fullum þunga. Þá benda samtökin á að mun meiri kröfur af ýmsu tagi eru gerðar til bænda í ESB en annars staðar í heiminum. Samtökin leggja áherslu á að sömu kröfur verði gerðar til framleiðsluaðferða við innfluttar landbúnaðarafurðir og gerðar eru innan ESB. Í bréfinu er beinlínis bent á nauðsyn þessa til að tryggja samkeppnisstöðu mjólkurframleiðenda og að því verði afstýrt að heilsu neytenda innan ESB sé með þessu, stefnt í hættu. Léleg afkoma og fækkun í stétt bænda ógnar því nú framtíð reksturs kúabúa og þar með mjólkurframleiðslu innan Evrópusambandsins. Bændur á Íslandi standa frammi fyrir sömu áskorunum Hér á landi hafa bændur einnig þurft að mæta nær fordæmalausum hækkunum á framleiðslukostnaði. Slíkt krefst aukins fjármagns fyrir reksturinn sem eykur enn á framleiðslukostnaðinn þegar vextir fara sömuleiðis hækkandi. Verð á innfluttu korni til fóðurs hefur hækkað undanfarið, t.d. á byggi til fóðurs sl. 12 mánuði (frá júlí ́ 21 – júní ´22) um 21%, á harðhveiti um 59% og á maís um 37%. Myndin sýnir þessa þróun frá ársbyrjun 2020 Lækkanir á aðfangaverði skila sér seint Áburðarverð er nú tekið að lækka á heimsmarkaði eftir miklar hækkanir undanfarna mánuði. Alþjóðabankinn gefur mánaðarlega út vísitölu áburðarverðs. Árið 2010 liggur til grundvallar = 100. Í júlí 2022 stóð vísitalan í 213,08 stigum og hafði hækkað um 67,84% síðustu 12 mánuði. Í janúar 2022 var vísitalan 200,61 stig. Hún er því enn 6,2% hærri nú en var þá. Líklegt er að áburðarverð lækki áfram í takt við lækkun olíuverðs. Á móti því vinna þó m.a. takmarkanir á útflutningi framleiðslu- landa sem fyrr voru nefndar og aukin fjárbinding í rekstri vegna hækkana á aðfangaverði á sama tíma og vextir hafa hækkað mikið. Því er ljóst að áfram verða miklar áskoranir á framleiðsluhlið matvæla á komandi mánuðum. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS LESENDARÝNI Fæðuöryggi á haustmánuðum Erna Bjarnadóttir. Landbúnaðarháskóli Íslands og sjö aðrir samstarfsháskólar í Evrópu hlutu nýverið styrk frá Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins að upphæð 6,83 milljónir evra, eða að jafngildi um 960 milljónir íslenskra króna til samstarfsnetsins UNIgreen (The Green European University). Hinir háskólarnir eru Háskólinn í Almeria á Spáni, sem stýrir verkefninu, Landbúnaðarháskólinn í Plovdiv í Búlgaríu, Tækniháskólinn í Coimbra í Portúgal, Paris Sup’Biotech í Frakklandi, Háskólinn í Modena og Reggio Emilia á Ítalíu, Háskólinn í Varsjá í Póllandi og Háskólinn í Liege í Belgíu. Efla á menntun, rannsóknir, nýsköpun, gæðamál og miðlun þekkingar Evrópusambandið leggur áherslu á að efla samstarf æðri menntastofnana í Evrópu. Evrópskum háskólanetum er ætlað að tengja saman háskóla í ólíkum löndum álfunnar og efla samstarf á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Samstarfið leggur einnig áherslu á að auka gæði háskólastarfsins og styðja við þekkingarmiðlun og stjórnsýslu háskólanna. Markmiðið er að þróa nýjar leiðir fyrir kerfisbundið og langvarandi samstarf sem nær bæði þvert á landamæri og námsgreinar. Alls var 272 milljónum evra veitt til háskólanetanna að þessu sinni og hefur upphæðin aldrei verið hærri. Netin ná til 340 háskóla í 31 landi. Áður hefur Háskóli Íslands hlotið styrk vegna Aurora Alliance samstarfsnetsins. Landbúnaðarháskóli Íslands er því annar íslenski háskólinn sem sameinast evrópska háskólanetinu. Ávinningur fyrir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands Þátttaka í samstarfsneti eykur möguleikana á fjármögnun alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunarverkefna og að koma upp og samnýta aðstöðu. Nýir möguleikar opnast fyrir nemendur og starfsfólk háskólanna með auknu úrvali námskeiða og meiri möguleikum til skiptináms og nýtingu fjartækni til þátttöku í námskeiðum þvert á landamærin. Þá mun UNIgreen stuðla að auknu samstarfi við atvinnulífið meðal annars með starfsþjálfun, nýjum þverfaglegum verkefnum og áherslu á samlegðaráhrif og þekkingaryfirfærslu. Að vera hluti af evrópsku háskólaneti opnar dyr til nýrra tækifæra, það er spennandi að fara í skipti- og verknám eða taka þátt í samstarfsverkefnum erlendis. Við getum lært margt af samstarfi við aðra háskóla á okkar fagsviðum og einnig margt sem við getum boðið okkar samstarfsaðilum. Við hlökkum til að fá enn fleiri gestakennara í gegnum samstarfið og bæta við okkar námsframboð fyrir háskólanema og jafnvel líka í gegnum endurmenntun skólans. Samstarf við hagaðila Evrópusambandið styrkir sérstaklega verkefni sem unnin eru innan evrópskra háskólaneta. Erasmus+ mun veita rúmlega milljarði evra til samstarfsneta háskóla á tímabilinu 2021-2027 og auk þess mun fjármagn frá Horizon Europe renna til rannsóknarsamstarfs innan netanna. Þátttaka í samstarfsneti eykur þannig möguleika háskólanna á frekara samstarfi og að koma upp nýjum verkefnum í samstarfi við aðra hagaðila. UNIgreen er því afar mikilvægt fyrir framtíðarþróun Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Íslenskir stuðningsaðilar Landbúnaðar- háskóla Íslands í UNIgreen eru Nemendafélagið Hvanneyri, Hvanneyrarbúið, Borgarbyggð, RML, Matís, Auðna Tæknitorg og Orkídea. Heimsókn frá Almeria Háskólinn í Almeria á Spáni leiðir verkefnið og fulltrúar þeirra koma í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar til að ræða frekari samstarfsmöguleika við Landbúnaðarháskólann og aðra hagaðila hérlendis. Þeir munu taka þátt í ráðstefnu um matvælaframleiðslu sem haldin verður á Selfossi þann 8. september og er öllum opin. Síðan verður fundur með fyrirtækjum í ylrækt og sérfræðingum Landbúnaðarháskólans. Farið verður yfir tækifæri Íslands til aukinnar framleiðslu, samstarf um rannsóknir og nýsköpun og möguleika á formlegu samstarfi um nám á háskólastigi. Landbúnaðarháskóli Íslands sér fjölmörg tækifæri til eflingar landbúnaðar og vinnur að því að auka íslenska framleiðslu með nýsköpun og tækniyfirfærslu. Aukið alþjóðlegt samstarf í gegnum UNIgreen samstarfsnetið er stórt skref áfram og verðmæt viðurkenning fyrir starf skólans. Ragnheiður I Þórarinsdóttir rektor og Christian Schultze, rannsókna- og alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands Landbúnaðarháskóli Íslands verður hluti af evrópsku háskólaneti Ragnheiður I. Þórarinsdóttir. Christian Schultze.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.