Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 1
30 –31 17. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 22. september ▯ Blað nr. 618 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Fallegt fé dregið í dilka í Hauksstaðarétt í Vopnafirði. Rjómablíða var réttardaginn og létt yfir bændum og búaliði þrátt fyrir að staðkunnugir væru sammála um að heldur færra væri af fé þetta ár en undanfarin ár. Mynd / ehg Heimsmarkaðsverð hátt: Endalaus tækifæri í kornrækt Mikil bjartsýni ríkir um framtíð kornræktar hér á landi og segja þeir sem til þekkja ekkert því til fyrirstöðu að tvöfalda ræktunina á næstu árum, bæði til fóðurframleiðslu og manneldis. Auk þess sem hálmur er vannýttur. „Uppskera á korni lítur mjög vel út,“ segir Björgvin Þór Harðarson, iðntæknifræðingur og bóndi, sem ræktar tveggja- og sexraða bygg, hveiti og nepju við Gunnarsholt á Rangárvöllum. „Ég er með bygg á um 80 hekturum og hveiti og nepju á um 40 hekturum hvora tegund.“ Á von á góðri uppskeru „Uppskeran var sein til í ár og ekki alveg tilbúin og stafar það líklega af köldum júlí. Vorið var gott og spírun og vorvöxtur góður og öxin fín og þéttleiki þeirra ágætur. Ég geri ráð fyrir að byrja að þreskja í síðustu vikunni í september ef veður leyfir og ég á von á að fá milli 800 og 900 tonna uppskeru sem er mjög gott.“ Björgvin segir að til að ná árangri í kornrækt hér á landi sé nauðsynlegt að vanda vel til verka í upphafi og fylgjast vel með vextinum og vera með réttu tækin. „Ég fylgist vel með ökrunum og úða plönturnar til að koma í veg fyrir sjúkdóma og illgresi því annars nær maður ekki árangri.“ Að sögn Björgvins er ekki spurning um hvort auka eigi kornrækt í landinu. „Allt korn sem ég rækta er notað í eldi á grísum undan 200 gyltum og ef við gefum okkur að það séu ríflega 2.000 gyltur í landinu þá er ekki spurning um hvort það megi auka ræktunina. Það eru einnig ónýttir möguleikar til ræktunar korns til manneldis en óvíst hvernig það yrði unnið og sett á markað og varla á færi einstakra bænda að standa fyrir því. Til að byrja með væri hægt að búa til viskí og bjór úr íslensku byggi og vinna sig áfram út frá því. Heimsmarkaðsverð á korni byrjaði að hækka um síðustu aldamót þegar þrengja tók að ræktunarlandi í heiminum og það hefur margfaldast síðan þá. Innrás Rússa í Úkraínu olli áframhaldandi hækkun og ég á ekki von á að korn eigi eftir að lækka um meira en 15% þrátt fyrir að stríðið taki enda.“ Björgvin segir að hann stefni að því að auka við kornræktina hjá sér um 150 til 200 hektara á komandi árum. Hækkun verðs skapar tækifæri Finnbogi Magnússon, framkvæmda- stjóri Ásafls, segir að hér á landi eftir áratugi þar sem kornrækt hefur verið í kringum 4.000 á hektara hafi með stórhækkuðu kornverði skapast tækifæri til að hefja nýja sókn og setja okkur markmið um að tvöfalda ræktunina á næstu fimm árum í að lágmarki 8.000 á hektara „Verð á byggi er núna á bilinu 55 til 65 krónur fyrir kílóið í stað 35 til 40 krónur eins og það hefur verið og það gerbreytir afkomu ræktunarinnar og þar sem fátt bendir til annars en að hækkað verð á matvælum og hráefnum sé komið til að vera ætti að vera mjög áhugavert fyrir landeigendur að skoða möguleika á stóraukinni kornrækt hérlendis. Yfirfært á hektara þá erum við að tala um tekjur af bygginu á bilinu 150 til 250 þúsund krónur á hektara á meðan kostnaðurinn við ræktunina og þurrkun gæti legið á bilinu 100 til 150 þúsund krónur. Ef jarðræktarstyrknum er bætt við á tekjuhliðina þá bætast við þar 30 til 35 þúsund krónur á hektara.“ Finnbogi segir að miðað við þessar forsendur virðist vel mögulegt í meðalári að eiga 80 til 100 þúsund krónur á hektara í afgang og þá eru ótaldar tekjur af hálmi, sem er að hans mati stórlega vannýtt auðlind. „Mín skoðun er að tvöföldun ræktunar sé fyllilega raunhæft markmið.“ /VH Grænni framtíð með grasagarðinum í Kew 42–44 Prufuakstur á Claas Arion 470 54–55 Huldufreyjur Dalrúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.