Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Þátttakendur í námskeiði á mati viðargæða (TroProX) frá Íslandi, Danmörku og Svíþjóð viðuðu að sér þekkingu Svía fyrr í sumar. Nytjar íslensks viðar hafa færst í vöxt undanfarin ár. Skógarauðlindin dafnar sem aldrei fyrr enda vaxa okkar tré með sama hraða og á sömu breiddargráðu í Skandinavíu. En það er ekki nóg með það. Viðargæði íslensks viðar eru hreinasta afbragð. TreProX er heiti á evrópsku samstarfsverkefni þriggja norrænna háskóla og er styrkt af Erasmus+. Verkefnið felur í sér að nemendur frá vinaþjóðunum Íslandi, Danmörku og Svíþjóð, hittast í þrígang og læra mat og meðferð viðar. TreProX er frábært tæki­ færi fyrir skógarbændur, starfsfólk Skógræktarinnar og skógræktarfélaga um land allt, tækifæri til að fara utan og kynnast á eigin skinni hvernig alvöru viðarvinnsla í víðum skilningi fer fram og um leið að kynnast kollegum og rækta vinskap. Fjörutíu þátttakendur frá Íslandi Í fyrrahaust hittist hópur rúmlega fjörutíu þátttakenda í fyrsta skiptið á Íslandi og var gert út frá Hvanneyri og Reykjum við Hveragerði. Um mánaðamótin maí­júní í ár hittist hópurinn aftur í vikutíma í Smálöndum Svíþjóðar. Farið var gaumgæfilega yfir viðarvinnslu á flestum stigum. „Skógrækt“ er orð sem felur í sér að gefa skóginum athygli frá fyrsta degi til þess síðasta. Markmið ræktunarinnar geta verið misjöfn en oftar en ekki getur ein og sama ræktunin haft mörg markmið. Það er til dæmis afar göfugt að rækta skóg þar sem tré binda kolefni, eru aðgengileg til útivistar, eru skjól fyrir beitardýr og eru um leið að framleiða nytjavið. En þegar markmiðið er nytjaviður þarf að huga að vali á trjátegundum og kvæmum við upphaf ræktunarinnar, snyrta trén á uppvaxtarárum þeirra, gæta þess að þau fái viðeigandi vaxtarrými með grisjun, taka neðstu greinarnar af trjánum þegar það á við og svo fram eftir götunum. Þetta er liður í að rækta nytjaskóg. Á árum áður þótti ágætt að rjóðurfella skóga á þeim aldri þegar bolir trjánna voru hentugir fyrir sögunarmyllur. Sú aðferð tíðkast víða en er á undanhaldi. Nú er síþekjuskógrækt mjög vinsæl, ef svo má segja. Þá er inngrip í skóginn örar en færri tré felld í senn. Skógurinn er ekki felldur í einu lagi heldur einungis valin tré úr skóginum á um það bil fimm ára fresti. Þetta þykir flóknara en þegar hvert einasta tré er fellt eins og í rjóðurfellingu. Þetta þýðir að skógarvörðurinn, sá sem annast skóginn, verður að hafa gott auga fyrir viðargæðum og stöðunni á markaðnum um leið. Eftirspurn á viði getur verið misjöfn á milli ára. Grisjun Að ýmsu er að hyggja. Við grisjun verður að gæta að aðbúnaði starfsmanna og ekki síður vistkerfisþætti skóganna þó svo að megintilgangurinn sé að Hlynur Gauti Sigurðsson hlynur@bondi.is LÍF&STARF Viðarnytjar í Svíþjóð: Séð og heyrt um við Dan Johansson, skógarbóndi og ráðgjafi, deildi úr viskubrunni sínum þegar kom að sögun trjáa til að ná fram mestum verðmætum út úr bolnum. Hópmynd af þátttakendum í TreProx sem haldið var í Smálöndum Svíþjóðar fyrr í sumar. Myndir / Hlynur Gauti Sigurðsson Sænskir skógar eru nýttir til beitar. Það er gott fyrir dýrin, trén og vistkerfið í heild. Við Linné háskólann í Vexjö er eitt tæknilegasta mælitæki veraldar í burðarþoli að finna. Um þessar mundir er krosslímt timbur (CLT) mikið notað í byggingar. Þetta mælitæki er notað til að betrumbæta þá tækni enn meira. Á myndinni eru prófessor Harald Sall og Andreas Alrutz sem er yfirhönnuður græjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.