Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 LESENDARÝNI Sú úttekt hefur verið notuð sem dómur um kol- efnisspor íslensks kindakjöts. Mér hefur alltaf þótt að þeir útreikningar byggi ekki á þekkingu og var t. d. bent á að ekki var reiknað með aukaafurðum sauðkindarinnar, eða þær látnar bera hluta kolefnissporsins, eins og eðlilegt væri. Síðan greinarnar 2020 birtust hef ég aflað mér frekari gagna um kolefnissporið. Ákvað að setja á blað nokkur meginrök, hugmyndir, að baki þeim hugleiðingum sem ég hef unnið með að undanförnu um útreikninga á kolefnisspori kindakjöts, það er að taka beitilandið sem bóndinn notar og er oftast í eigu hans, sem hluta af kolefnisspori kindakjöts. Hef fært á blað rökin fyrir því að nota bindingu beiti- landsins sem hluta af ,,fram- leiðsluferli“ kindakjöts. Það sé hluti af framleiðsluferli sauðfjárræktarinnar. Það sem hér er sett á blað er ekki tæmandi. 1. Ítala hefur alltaf verið framkvæmd í praktis á Íslandi. Sjaldan verið notuð opinberlega, þurfti ekki. Var í Grágás og lögum frá 1969 um afréttarmál, fjallskil og fl. Þeim var aftur breytt 1986. Sjálf landhelgunin við upphaf landnáms virðist hafa verið í anda þess að fjölskylda gæti lifað af helguðu landi. Ítala var og er notuð í Færeyjum, samanber ,,Seyabrevet“. Í því eru nákvæm ,,fyrirmæli“ um hversu margar kindur, eða gripi á beit, hver jörð, bóndi, megi halda, hafa á landi sínu, án þess að gæði landsins rýrnuðu. Landið væri skynsamlega nýtt. 2. Fasteignamat jarða, eins og það var upphaflega, er byggt á burðargetu landsins, heyöflunarmöguleikum og svo hlunnindum, sumum langsóttum, að okkur nútímamönnum finnst, samanber skaflinn í landi Skjaldfannar. Jarðamatið var klárlega byggt á burðargetu landsins, að verulegu leyti. Húsakostur var að sjálfsögðu hluti af matinu. 3. Við, Íslendingar, kaupum trjáplöntur og gróðursetjum, kaupum okkur kolefnis- syndaaflausn með því. Sams konar hugsun eins og páfinn viðhafði með ,,syndaaflausn“, aflátsbréfum, hér fyrr á öldum. Fyrirtækið Kolviður er í hlutverki páfans. Fyrirtækið Kolviður kaupir hugsaða bindingu hvers trés, enda þótt raunveruleg binding raungerist ekki að fullu fyrr en tréð er ,,uppskorið“, eftir 40 ár eða svo. Og raunar ekki fyrr en búið er að planta næstu kynslóð, gróðursetja aftur. Annars rýrnar verðmæti ,,landsins“. Syndaaflausn páfans gaf ekkert til baka. Því ekki alveg sambærileg. 4. Þetta leiðir okkur yfir á næsta stig; Grasið er verðmæti ef, og þegar, það er nýtt, annars ekki eins verðmætt. Hófleg nýting eykur verðmæti landsins: Eykur uppskeru landsins, samanber þegar tún er slegið tvisvar. Uppskeran eykst. 5. Sláttur (og beit) styrkir grassvörðinn, samanber fótboltavelli. Beit viðheldur plöntum í beitilandinu, sem þola beit. Annars fer beitilandið í órækt, virði landsins, sem beitiland, minnkar. 6. Þegar við kaupum ,,jarðnæði“, eða leigjum, erum við að kaupa, eða leigja réttinn til að nýta grasið, kolefnisbindingu landsins. Grasið á jörðinni er hið raunverulega verðmæti fyrir sauðfjárbóndann. Það er stofninn sem bóndinn byggir á. 7. Hver hektari meðalúthaga framleiðir um 8- 15 (og hærra) hkg (hestburðir) (Ingvi þorsteinsson 1980; Borgþór Magnússon og Sturla Friðriksson 1989), segjum að meðaltali 10 hkg af heyi (85 % þurrefni) á hektara (ha). Þetta þýðir að hver ha af grónu landi, bindur sem svarar til 1000x0,85 (þurrefni) x0,43 (% kolefni, C í þurrefni) = 365,5 kg af kolefni á hektara/ ári. Þetta þýðir að hver hektari bindur 365,5x3,67= 1341,4 kg af CO2, koltvísýringi, á ha á hverju ári! Í skýrslu Environice, sem áður er nefnd, er talið að landgræðsla gefi 2,1 tonn CO2 bindingu á ha á ári. Hér er reiknað með að hektari af grónu landi gefi 60,7 % af þeirri tölu. 8. Hvert kg af kindakjöti hefur kolefnissporið 14,92 kg CO2 á kg kjöts (Sveinn Hallgrímsson og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, 2020). Til hægðarauka reiknum við með 15,0 kg CO2 /kg kjöts. Sé framleiðsla á kind 22 kg af kindakjöti, og við látum úthagann binda kolefni fyrir alla framleiðsluna, þarf fjárbóndinn að kolefnisjafna sem svarar 22x15,0 = 330 kg koltvísýrings á kind á ári með landinu sínu. Þetta þýðir að hver ha kolefnisjafnar framleiðslu 4,06 kinda á ári. Þetta þýðir að 1000 kinda fjárbú þarf: 1000/4,06 = 246,3 ha af grónu landi til að kolefnisjafna framleiðsluna!! Allt framyfir það er fjárbúið að leggja inní þjóðarbúið. Kolviður mun væntanlega kaupa það af sauðfjárbændum og selja hugsanlegum kaupendum til kolefnisjöfnunar. 9. Hér má bæta við að ræktað land bindur einnig kolefni. Norðmenn (Svíar) reikna með að ræktað land bindi 1150 til 1500 kg af koltvísýringi á ha á ári (Smart landbruk.no) Við þetta má svo bæta að þessir útreikningar eru ekki tæmandi. • Eitthvað af gróðrinum rotnar, geymist ekki áfram í jarðveginum. • Hluti gróðursins á landi bóndans fer í að framleiða lömbin og til viðhalds ánna og lambanna. Hluti af því fer í afurðirnar. Sumt binst í varanlegt form. Hér er ekki reiknað með því! • Hluti beitarinnar fer út í andrúmsloftið aftur sem gös. Þó skal hér bent á að með aukinni framleiðslu á kind, framleiðni, minnka þessir neikvæðu þættir verulega og hafa lækkað um nær 30 % á síðustu 30 árum, samanber auknar afurðir eftir kind. • Það verður einnig aukning á lífmassa neðanjarðar, í rótarkerfinu. Hluti af honum binst varanlega, varðveitist í jarðveginum. Ekki hefur verið reiknað út hversu mikið hér um ræðir. Þetta ætti að vera hægt að mæla. Samkvæmt þeirri hugsun sem ég hef sett á blað hér að ofan, eykur framleiðsla kindakjöts bindingu kolefnis og: Kolefnisspor kindakjöt er jákvætt. Tilvitnanir. 1. Borgþór Magnússon og Sturla Friðriksson 1989. Framræsla Mýra. Ráðunautafundur 1989: 141 -159. Uppskera 9 hkg/ha á óframræstri mýri, en 30 hkg í framræstri mýri. 2. Ingvi Þorsteinsson 1980. Gróðurskilyrði, gróðurfar, uppskera og plöntuval búfjár. ‚Íslenskar landbúnaðarrannsóknir 12,2: 85- 99. 3. Sveinn Hallgrímsson og Eyjólfur K. Örnólfsson 2020. Íslensk sauðfjárrækt og kolefnisspor hennar. Bændablaðið 26: (16) bls. 43. 4. Sveinn Hallgrímsson og Eyjólfur K. Örnólfsson 2020. Bændablaðið 26 (10.9.) bls. 41. 5. S i g r ú n B i r n a Halldórsdóttir og Stefán Gíslason 2017. Umhverfisráðgjöf Íslands. Sauðfjárrækt og loftslagsmál, Fjölrit 24 bls. 6. Smart Landbruk.no. Bedre karbonlagring i varig eng. Binding kolefnis í jarðvegi á ræktuðu landi. 7. Friðrik Pálmason 2013. Plöntunæringar- og áburðarfræði. LbhÍ Tafla bls. 227: Heildar C og N og C/N hlutfall í plöntusýnum. Sveinn Hallgrímsson, höfundur er fyrrverandi ráðunautur í kynbótum sauðfjár og skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri. Sveinn Hallgrímsson. Kolefnisspor kindakjöt er jákvætt. Mynd / Myndasafn Bbl Um kolefnisspor dilkakjöts á Íslandi Á undanförnum árum hefur farið fram umræða um kolefnisspor matvæla og þátt matvælaframleiðslu í magni koltvísýrings í andrúmslofti. Fyrir tveimur árum birtust tvær greinar eftir okkur Eyjólf Kristin Örnólfsson í Bændablaðinu um kolefnisspor kindakjöts, dilkakjöts. Greinarnar voru skrifaðar vegna útreiknings á kolefnisspori, sem fyrirtækið Environice stóðu að. Við, Íslendingar, kaupum trjá- plöntur og gróður- setjum, kaupum okkur kolefnis-syndaaflausn með því. Sams konar hugsun eins og páfinn viðhafði með , , s y n d a a f l a u s n “ , aflátsbréfum, hér fyrr á öldum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.