Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Fátækari þjóðir heims vinna að tillögu um sérstakan alþjóðlegan loftslagsskatt sem leggja á fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna (SÞ). Skattlagningin myndi nýtast til að niðurgreiða kostnað sem hlýst af náttúruhamförum af völdum loftslagsbreytinga. Guardian greinir frá. Tillagan, sem lekið var í fjölmiðla, verður flutt á allsherjarþingi SÞ í þessari viku. Þróunarríki vilji leggja á ríkari þjóðir heims kröfur sem eru „loftslags- tengdar og sanngirnis-tengdar,“ eins og kemur fram í tillögunni. Lagt er til að skatturinn verði lagður á flug, svartolíu notaða í siglingum, olíuvinnslu og iðnað sem losar kolefni. Tillagan leggur einnig til álögur á fjármálaviðskipti. Þetta er gert þar sem fátækari ríki heimsins eru mun viðkvæmari fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og öfga í veðri sem af þeim hlotnast. Þó svo að samþykkt hafi verið á 26. loftslagsráðstefnu SÞ, sem haldin var í Glasgow fyrir tæpu ári síðan, að ríkari þjóðir heims þyrftu að koma til móts við þær fátækari vegna þess skaða sem hlotnast hefur af iðnaðarframleiðslu, er ólíklegt að samkomulag náist um framkvæmd skattaálaganna. Karabíska eyríkið Antígva og Barbúda leggur fram sérstaka ályktun fyrir allsherjarþingið þar sem tekið er fram að aukinn sjávar- og lofthiti gæti leitt til ofurfellibyls sem skelli á landið. Talið er að skaðinn af þeim fellibyl geti verið sexföld landsframleiðsla eyríkisins. Ályktunin segir að þjóðir Karíbahafsins hafi lagt hvað minnst til loftslagsbreytinga en verða fyrir mestum áhrifum. Þess vegna sé í fyrsta lagi nauðsynlegt að takmarka hlýnun jarðar við 1,5° Celsíus, í öðru lagi þurfi að gera fjármagn til aðlögunar að loftslagsbreytingum aðgengilegt og í þriðja lagi verði hægt að ná í stuðning vegna loftslagstengds skaða. /ÁL Til að einfalda alla útreikninga og umfjöllun um losun gróðurhúsalofttegunda er notast við mælikvarða sem kallaður er kolefnisspor, sem gefið er upp í tonnum eða kílóum koltvísýringsígilda, skammstafað tonn CO2 ígildi eða kg CO2 ígildi. Er þá búið að umreikna allar gróðurhúsalofttegundir sem losna vegna athafna mannsins yfir í koltvísýringsígildi. Metan og glaðloft Gróðurhúsalofttegundirnar frá landbúnaði eru aðallega metan (CH4) vegna iðragerjunar og glaðloft (N2O) vegna nytjajarðvegs. Meginþorri losunar frá landbúnaði, eða um 59%, árið 2020 kemur frá búfé, iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar, og 40% frá nytjajarðvegi. Losunin hefur haldist nokkuð stöðug og verið á bilinu 600 þúsund til 700 þúsund tonn CO2 ígilda undanfarna áratugi. Helstu breytingar frá 2005 hafa verið vegna aukinnar losunar frá búfé, aðallega vegna aukins fjölda nautgripa 2013 og frá nytjajarðvegi, vegna breytinga á áburðarnotkun sem og breytinga á fjölda búfjár á beit. Skógrækt á lögbýlum/ bændaskógrækt Fjöldi samninga um skógrækt á lögbýlum er 669 talsins. Samtals ná samningarnir yfir 53.930 hektara. Í ár voru áætlaðar rúmlega 3 milljónir plantna í skógrækt á lögbýlum en gera má ráð fyrir einhverjum afföllum og þar með er rauntalan eitthvað undir 3 milljónum. Árið 2021 var gróðursett í skógrækt á lögbýlum rúmlega 2,4 milljónir plantna árin 2020 og 2019 voru þær rétt rúmlega 2 milljónir og árið 2018, rétt um 1,9 milljónir. Samkvæmt útreikningum sem unnir voru árið 2015 var hlutur bændaskógræktar frá og með 1990 um 38% af allri bindingu ræktaðra skóga á Íslandi. Gera má ráð fyrir að þetta hlutfall hafi hækkað eitthvað síðan þá. Í síðustu skilum á bókhaldi gróðurhúsalofttegunda til Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var binding ræktaðra skóga metin 381 þúsund tonn CO2. Miðað við að hlutfall bændaskóga í heildarbindingu skóga á Íslandi sé 38% er bindingin a.m.k. 145 þúsund tonn CO2 miðað við árið 2020. Miðað við þessar forsendur má áætla að nettó losun CO2 ígilda frá landbúnaði sé um 473 þúsund tonn CO2 ígilda miðað við árið 2020. Heimild:Skógræktin, Umhverfisstofnun FRÉTTASKÝRING Valur Klemenssson valur@bondi.is Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Bókhald gróðurhúsalofttegunda 2020: Landbúnaður uppspretta 14% af losun Íslands Í síðustu skilum Umhverfisstofnunar á bókhaldi gróðurhúsalofttegunda til Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var landbúnaður uppspretta 14% af losun Íslands árið 2020, eða 618 þúsund tonn CO2 ígilda. Losunin hefur dregist saman um 7% milli áranna 1990 og 2020. Meginþorri losunar frá landbúnaði, eða um 59%, árið 2020 kemur frá búfé, iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar. Myndir / Myndasafn Bændablaðsins Um 40% af losun frá íslenskum landbúnaði kemur frá nytjajarðvegi. Fátækari þjóðir hafa lagt minnst til loftslagsbreytinga en verða fyrir mestum neikvæðum áhrifum. Mynd / Unsplash Loftslagsbreytingar: Alþjóðlegur loftslagsskattur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.