Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 plantna sem framleiða gúmmí. Árið 1894 var kona í fyrsta sinn ráðin til starfa við garðinn. Tuttugasta öldin í Kew Heimsstyrjaldirnar tvær drógu mikinn þrótt úr starfsemi grasagarðsins. Árið 1930 voru rannsóknir á sveppum settar undir vísindasvið Kew. Garðurinn var leiðandi í Dig for Victory! verkefninu með kennslu á og ræktun matjurta og lækningaplantna sem sett var á laggirnar 1939 sem viðleitni Breta til sjálfbærni í seinni heimsstyrjöldinni. Íbúar Bresku Kolumbíu í Kanada færði Kew rétt tæplega 69 metra háa flaggstöng árið 1952. Flaggstöngin var einn bolur af stranddegli, Pseudotsuga menziesii, og stóð í garðinum til 2007 en þá hafði veður og spætur gengið svo nærri henni að hún var fjarlægð í öryggisskyni. Árið 1987 gekk gríðarlegt óveður yfir Bretlandseyjar og í því veðri féllu mörg gömul tré í garðinum með þeim afleiðingum að það varð að fjarlægja þau. Kew var sett á Heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO, sem sameiginleg menningararfleifð alls mannkyns árið 2003. Á síðari hluta síðustu aldar var aðstaða til erfðafræðirannsókna efld við garðinn auk þess sem lögð hefur verið aukin áhersla á fræðslu til almennings í garðinum sjálfum. Öldungarnir fimm Í trjásafni Kew eru yfir 14 þúsund tré sem setja sterkan svip á garðinn. Trén eru af tvö þúsund ólíkum tegundum og þar er að finna fjölda gamalla yrkja og afbrigða sem ekki finnast annars staðar. Hæsta tréð er er ríflega 40 metra hár strandrauðaviður, Sequoia sempervirens, auk þess sem þar má skoða spænskættaða eik, Quercus x hispanica 'Lucombeana', sem er 30 metrar að hæð og með bol sem er 30 metrar að ummáli. Vitað er að fimm tré í Kew hafa verið þar frá 1762 og kallast þau ljónin fimm. Þetta eru ginkgotré, Ginkgo biloba, pagóðatré Styphnolobium japonicum, austurlenskur platnaviður, Platanus orientalis, falskt akasíutré, Robinia pseudoacacia, og kákasuselmi Zelkova carpinifolia. Vetur, sumar, vor og haust Fyrir áhugafólk um gróður og reyndar alla aðra er alveg sama á hvaða árstíma garðurinn er heimsóttur. Gróðurinn og garðurinn er síbreytilegur og þar er alltaf hægt að finna eitthvað áhugavert að skoða. Á vorin blómstra hundruð þúsunda litríkra vorblóma eins og krókusar, vetrargosar og hátíðarliljur í beðum og um allan garðinn eru kirsuberjatrén og magnolíurnar í fullum blóma. Þegar líður að og inn í sumarið er garðurinn í fullum skrúða og rósagarðurinn upp á sitt besta og ilmurinn yndislegur. Lauf trjánna marglaga, marglit og mikilfengleg. Þegar haustar taka laufblöð ólíkra trjáa á sig rauða og gula haustliti og ólíkar og marglaga fræhirslur blómanna verða sýnilegri. Þá er líka uppskerutími í matjurtagarðinum og gaman að skoða úrvalið. Sígrænar plöntur setja mikinn svip á garðinn á veturna og þá er forvitnilegt að skoða fjölbreytilegan börk ólíkra trjátegunda. Veturinn er líka upplagður tími til að skoða gróðurinn í gróðurhúsunum. Höll úr gleri Fljótlega eftir að Pálmahúsið, frægasta gróðurhúsið og helsta kennileiti Kew, var reist var farið að kalla það glerhöllina. Húsið, sem er í Viktoríustíl, reist á árunum milli 1844 og 1848, var glæsilegasta gróðurhús í heimi þegar það var byggt. Ti l g a n g u r i n n með húsinu var að hýsa sívaxandi safn garðsins af plöntum úr hitabeltinu sem það gerir enn. Bygging hússins var mikið afrek á sínum tíma. Grindin er gerð úr pottjárni og húsið 110 metra langt, 30 metrar að breidd og 19 metrar þar sem það er hæst og glerjað með 16 þúsund rúðum. Talsverðar endurbætur voru gerðar á húsinu og það styrkt á árunum 1984 til 1988 og tóku þær jafnlangan tíma og bygging hússins hundrað árum fyrr. Innandyra er heitt og rakt eins og í regnskógunum og gróðurinn einkennist af pálmum, gúmmítrjám og kögurpálmum og margs konar klifurplöntum. Þar má skoða kakótré, piparplöntur, risabambus, kaffitré og sykurreyr svo fátt eitt sé nefnt. Tempraða gróðurhúsið Gróðurinn í tempraða gróðurhúsinu einkennist af plöntum frá heittempruðum svæðum í Afríku, Ástralíu, Asíu og Ameríku eins og próterum, terunna, djúprauðum Í Kew er gróðurhús sem var byggt 1852 eingöngu til að rækta risavatnaliljur. Nafneintak úr plöntusafni Kew grasagarðsins. Charles Darwin þurrkaði og setti plöntuna upp í ferð sinni til Galapagoseyja árið 1835. Köngulpálmategundin, Encephalartos altensteinii, í Pálmahúsinu er elsta planta í heimi sem vitað er um að sé ræktuð í potti. Japanskt pagóðutré, Styphnolobium japonicum, gróðursett í Kew 1762. Öldungur sem þarf stuðning. Kaktusasafnið í Kew. Jón Benjamín Einarsson rósa- áhugamaður ásamt 'Dame Judi Dench'. Háfjallagróðurhúsið er nýjasta og jafnframt minnsta gróðurhúsið í Kew. Húsið er hannað með þarfir kuldaþolins háfjallagróðurs í huga. Leiðin til Kew. Gróðurhúsið sem Karl III gaf Kew þegar hann var enn krúnuerfingi. Í húsinu er hægt að ganga á milli tíu veðrabelta og skoða einkennisgróður hvers beltis fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.