Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Bræðurnir Tómas Eldur og Kristján Eldur eru hér í essinu sínu í Miðfjarðarrétt Miðfjarðar, Húnaþingi vestra. LÍF&STARF Látinn er langt um aldur fram, Jón Ingvar Jónsson, einhver skærasta stjarna meðal hagyrðinga allt til dánardags. Jón var fæddur á Akureyri á árinu 1957, en lést í ágúst sl. Jón Ingvar hafði fullkomið vald á bragháttum og orti fágætar gamanvísur sem lærðust fljótt og fóru víða. Óvæginn gat hann verið í kveðskap sínum, en leiðst svo margt fyrir sakir fádæma leikni og fyndni. Hugmyndaauðgi í kveðskaparefnum var alveg með ólíkindum. Meðan vísnavefurinn Leir.is lifði, var Jón sjálfvalinn sem yfirdómari þegar þurfti að meta hagyrðinga til inngöngu á vefinn. Næstu vísnaþættir verða helgaðir minningu Jóns Ingvars Jónssonar. Það efni sem hér fer eftir, hefur kær vinkona Jóns, Sigrún Haraldsdóttir búið til birtingar. Afar kær vinátta var með þeim Jóni Ingvari og sr. Hjálmari Jónssyni, fyrrv. Dómkirkjupresti, og ortu þeir mikið hvor til annars. Líkt og margir muna, þá fékk Hjálmar hastarlega fyrir hjartað fyrir nokkrum árum. Jón Ingvar sendi honum þessa hjartastyrkjandi vísu: Hjálmar má þola hremmingu stranga og heilsufarsbresti. Drottinn minn láttu nú dæluna ganga í Dómkirkjupresti. En nokkru seinna fékk séra Hjálmar svo blóðtappa. Jón vitjaði vinar í stað: Hjálmar er traustur og heiðurskarl mesti og hefur það sannað. Drottinn minn taktu nú tappann úr presti og trodd’ onum annað. Fullkomlega gat hann verið óvæginn í sjálfslýsingum. Þess sér stað í næstu þremur kviðlingum er hann nefndi „Sjálfa“ 1, 2, 3: Ég hef alveg afleit gen, enda fól og glanni, rætinn, þver og illgjarn en annars gull af manni. Æ, mig langar inn á Vog, er það nokkur vegur? Vera gegn og góður og Guði þóknanlegur. Jón er enn á röngu róli, ranglátur og svikull drjóli, á sitt fé í skattaskjóli, skömm er að því ljóta fóli þó að á hann hlaði hóli hefðarkonur upp í bóli. Jón orti svo á Iðunnarfundi: Góða vísu ósköp auðvelt er að skapa, sérstaklega ef ég apa eftir honum Jóa í Stapa. Næst fer eftir efni sem Jón Ingvar nefnir einu nafni „Spakhendur“ ( Bauernregeln): Snjói niðrí hálfar hlíðar hækkar krónan fyrr en síðar. Spóli Ford í Fischersundi fellur krónan gagnvart pundi. Sjáist lamb af laufi þefa lækkar gengi hlutabréfa. Jóðli ófædd önd í bítið er það meir en lítið skrýtið. Bólgni illa efri vörin óðar skána vaxtakjörin. Þegar galar hani’ á haugi hlutur Glitnis eykst í Baugi. Messa í Dómkirkjunni: Til að forðast fjörbrot stór og freistingarnar ljótar ég til messu í morgun fór mér til sálubótar. Séra Hjálmar sagði frá og siðu góða kenndi. Þó að flygi Fokker hjá fórst það vel úr hendi. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 305MÆLT AF MUNNI FRAM Systkinin Auður Sjöfn og Snorri skoða hér Kolugljúfur í Vestur- Húnavatnssýslu, með ömmu Pálu. Augnablik í lífi þeirra yngstu þetta sumarið Ungviðið leikur við hvern sinn fingur yfir sumartímann enda svo margt skemmtilegt hægt að gera úti í náttúrunni þegar sólin skín. Hér má sjá nokkur kríli, á öllum aldri, njóta þess að vera til. /SP Frændsystkinin Brynjar Freyr, Elsa Dís, Gunnar Kári, Camilla Von, Freyja Rún og Íris Katla skemmtu sér konunglega í Fjölskyldugarðinum. Ungfrú Sigríður Kristín hjólar um miðborg Reykjavíkur eins og enginn sé morgundagurinn. Eftir langan dag getur verið gott að kúra inni með hundunum sínum, eins og Brynhildur gerir. Elías Dagur þeysist um á rugguhesti. Þeir bræður Jakob Bjarni og Gunnar Nói við skipið fyrir utan Sjóminjasafnið á Grandanum í Reykjavík. Blómarósin hún Margrét Rós æfir sig í að róla svolítið. Ísak Rökkvi nýtur lífsins við sápukúlublástur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.