Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022
Afríska svínaflensan greindist
á stóru rússnesku svínabúi í lok
sumars. Nærri 6.000 svínum var
fargað í kjölfarið.
Nærri 80 tilfelli hafa greinst af
afrísku svínaflensunni í Rússlandi
það sem af er ári. Flest tilfellin voru
í villtum gripum og hjá smábændum.
Í lok sumars greindist svínaflensa á
svínabúinu Shuvalovo í Kostroma
héraði í Rússlandi. Það er fyrsta
tilfellið sem greinist á svínabúi á
iðnaðarskala og hafa minnst þrjú bú
þurft að skera niður af þeim sökum.
Pig Progress greinir frá.
Þrátt fyrir að verksmiðjubú sem
þessi séu betur varin en smábú og
villtir gripir, þá er svínaflensan
sérstaklega skæð í lok sumars og
byrjun hausts og erfitt að verjast
henni. Shuvalovo svínabúið er
það stærsta í héraðinu með 75.000
sláturgripi á ári hverju.
Þrátt fyrir að framleiðsla og
vinnsla hafi verið stöðvuð á
búinu verða áhrifin á rússneska
svínakjötsmarkaðinn óveruleg vegna
viðvarandi offramboðs.
Yuri Kovalev, formaður Sambands
rússneskra svínakjötsframleiðenda,
segir ólgu innan sinna raða vegna
ágangs afrískrar svínaflensu, en
tekur jafnframt fram að þeir séu með
stjórn á ástandinu sem stendur. /ÁL
UTAN ÚR HEIMI
Nútíma landbúnaður krefst mikils vélakosts. Gæðasmurefni
skipta öllu máli fyrir virkni og endingu véla. Olís veitir ráðgjöf
um olíu- og smurefnanotkun fyrir allar landbúnaðarvélar.
Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar
í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
Smurefni fyrir
vélvæddan landbúnað
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
SKOTBÓMULYFTARI AUSA T235H
EIGUM TIL Á LAGER
Hafðu samband við sölumenn
í síma 590 5100 eða á sala@klettur.is
Lyftigeta: 2.300 kg | Lyftihæð: 5 metrar
Fjórhjóladrif og fjórhjólastýri
Einstaklega gott útsýni
Euro festingar með hraðtengi að framan
HECHT Barna rafmagns-
fjórhjól Verð 128.000 kr.
HECHT Rafmagnsfjórhjól
Götuskráð, verð 695.000 kr. Helluhraun 4, Hafnarfirði
sími 565 2727 & 892 7502
www.rag.is
HECHT JEEP WRANGLER RUBICON
Rafmagnsbíll fyrir börn 3-8 ára, verð 61.000 kr.
Ólga er meðal rússneskra svína-
bænda vegna pestarinnar.
Mynd / Kimberly Lake
Dýraheilbrigði:
Svínaflensa í Rússlandi
Norskir bændur eru byrjaðir að
versla inn tilbúinn áburð fyrir næsta
ár. Salan byrjaði þegar í júní og segja
fulltrúar Yara söluna vera svipaða og
undanfarin ár. Bondabladet greinir
frá.
Anders Trømborg, markaðsstjóri
hjá Yara, gerir ráð fyrir að salan
verði 30-40 þúsund tonnum undir
meðalárinu.
Þróunin virðist stefna í þá átt
að bændur kaupi frekar áburð með
háu köfnunarefnisinnihaldi og
leggi meira upp úr betri nýtingu
húsdýraáburðar. Samkvæmt
Trømborg eru það sérstaklega
kúabændur sem hafa breytt sínum
aðferðum til að þurfa ekki að reiða
sig eins mikið á tilbúinn áburð.
Í kringum síðustu mánaðamót er
líklegt að 35-40 prósent af sölunni á
þrígildum áburði og 25-30 prósent
af sölunni á tvígildum áburði hafi
þegar verið staðfest, og því má segja
að sölutímabilið sé í fullum gangi.
Þrátt fyrir miklar verðhækkanir
á áburðarefnum og brostnar
aðfangakeðjur gerir Yara ekki ráð
fyrir að lenda í vandræðum með
afhendingu á norska markaðinn
næsta vor. Trømborg viðurkennir þó
að hátt gasverð í Evrópu og skert
aðgengi að flutningaskipum hafi
flækt málin. /ÁL
Noregur:
Áburðarsala í fullum gangi
þrátt fyrir hátt verð
Nú þegar hefur stór hluti af áburði næsta árs verið seldur. Þrátt fyrir miklar
verðhækkanir gerir Yara ekki ráð fyrir mikilli söluminnkun.
Mynd / Yara International ASA