Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2022 Fuglaflensu hefur verið vart í helsingjum á Suðausturlandi frá komu þeirra í vor. Flensan virðist hafa ágerst þegar líða tók á sumar og nokkur fjöldi tilkynninga um sjúka og dauða fugla á svæðinu. Rannsókn á fugladauða fór fram dagana 22. og 23. ágúst 2022 og 5. og 6. september síðastliðinn. Gengið var um þéttbýl helsingjasvæði og einnig var notast við flygildi. Talningar voru framkvæmdar á fjölda lifandi fugla, sjúkra fugla og dauðra. Bráðabirgðaniðurstöður frá Náttúrustofu Suðausturlands staðfesta að flensan geisar enn á svæðinu. Í heildina hafi fundist 45 dauðir helsingjar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Náttúrustofan bendir á að það beri að túlka niðurstöðurnar varlega þar sem sveitarfélagið sé víðfeðmt og takmarkaður tími hafi verið fyrir hendi og ekki hafi tekist að meta umfangið nákvæmlega en verið er að rýna niðurstöðurnar, meðal annars út frá fjölda dauðra merktra helsingja. Veiðitímabil helsingja hafið Þann 10. september hófst veiðitímabil á helsingja í A- og V-Skaftafellssýslum. Umhverfisstofnun beinir þeim tilmælum til veiðimanna að vera á varðbergi varðandi sjúka og dauða fugla. Í því sambandi bendir Umhverfisstofnun á síðu Matvælastofnunar þar sem finna má upplýsingar um fuglaflensu. Á síðunni má finna leiðbeiningar um hvað skal gera ef villtur fugl finnst dauður eða veikur og grunur er um fuglaflensu. Veiðimenn með veiðihunda og aðrir hundaeigendur eru hvattir til að hafa hunda sína í taumi svo þeir komist síður í snertingu við dauða fugla. Vetursetur á Bretlandseyjum Á Bretlandseyjum, vetrarstöðvum íslenska og grænlenska helsingja- stofnsins, varð vart við töluverðan fugladauða vegna fuglaflensu veturinn 2021 til 2022. Grænlenski farstofninn hefur viðkomu á Íslandi og við talningar á honum í vor á Norðvesturlandi benti ekki til þess að fuglaflensa hafi herjað illa á stofninn. Hins vegar gáfu ábendingar frá almenningi og vísindamönnum um fjölda dauðra helsingja síðari part sumars 2022 vísbendingu um að íslenski varpstofninn á Suðausturlandi væri að fara illa út úr fuglaflensunni. /VH FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Bændasamtök Íslands og Bænda- blaðið hafa flutt alla starfsemi sína í nýtt húsnæði að Borgartúni í Reykjavík. Þar með er hætt allri starfsemi samtakanna í Bænda- höllinni við Hagatorg. Nýja húsnæðið er í glæsi- legu rúmlega 300 fermetra skrif- stofuhúsnæði á fjórðu hæð að Borgartúni 25, 105 í Reykjavík. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að flutningarnir marki ákveðin tímamót í sögu samtakanna enda hafa þau haft aðsetur á sama stað frá árinu 1965. „Með sameiningu aðildarfélaganna og Bændasamtakanna á síðasta ári, höfum við náð að efla samtökin til muna og ná meiri samvinnu og slagkrafti í starfsmannahópnum um verkefnin.“ Undanfarið hefur starfsfólk samtakanna og Bændablaðsins unnið að flutningum úr Bændahöllinni á nýja staðinn og að koma sér fyrir. Flutningarnir gengu vel og er starfsemi samtakanna komin í eðlilegt horf og vinnsla Bændablaðsins á fullt undir nýju þaki. Með flutningunum lýkur um sextíu ára starfsemi Bænda- samtakanna í Bændahöllinni og þrátt fyrir að margir munu sakna gamla vinnustaðarins eru starfsmenn jákvæðir út af breytingunum og hlakka til að takast á við ný verkefni í nýju húsnæði. /VH Nýja Bændahöllin í Borgartúni. Mynd / VH Bændasamtök Íslands: BÍ og Bbl. flutt í Borgartún 25 Yfirlit verkefna, styrkhafa og styrkupphæðir Garðyrkja Umsækjandi Verkefni Styrkupphæð Landshluti BÍ Erlendir garðyrkjuráðunautar 21.400.000 Allt landið RML Mygluspá fyrir garðyrkjubændur 4.810.080 Allt landið RML Kynnisferð til Danmerkur. Lífræn ræktun 1.359.750 Allt landið Syðra Holt ehf. Nýting lífr. áburðarefna úr nærsamfél. í lífr. garðyrkju 2.500.000 Norðurl.eystra Landb.háskóli Ísl. Áhrif lýsingar og CO2 á vöxt gróðurhúsatómata 6.000.000 Suðurland Samtals 36.069.830 Nautgriparækt Landb.háskóli Ísl Erfðastuðlar og erfðaþr. júgur- og spenaeiginl. ísl. kúastofnsins 2.900.000 Allt landið RML Rekstur kúabúa 4.783.000 Allt landið RML NorFor 2022 1.678.906 Allt landið RML Kyngreining á sæði 1.017.000 Allt landið Landb.háskóli Ísl. Beit mjólkurkúa í mjaltaþjónahúsi 3.372.500 Vesturland Hvanneyrarbúið ehf. Kúabelgir- uppskera og fóðurgildi einærra belgjurta 3.769.500 Vesturland Sigríður Guðbj.d. Heygæði við notkun sjálfbærra áburðargjafa 4.711.000 Vesturland RML Hjarðheilbrigði 4.348.800 Allt landið RML Áhrif mism.kjarnfóðurgjafar á vöxt holdablendinga 5.680.500 Allt landið Samtals 32.261.206 Sauðfjárrækt RML Fjárvís.is, Innlestur á riðuarfgerðum og arfgerðarspálíkan 6.000.000 Allt landið Matís ehf. Lambastress 2022 3.000.000 Höfuðb.sv, V-land, N-land eystra, S-land Landb.háskóli Ísl Staðalþungi íslenskra áa 3.000.000 Allt landið RML Arfgerðargrein. fyrir sameiginlegt rækt.starf 2022-2023 400.000 Allt landið Matís ohf. Aukin afköst og bætt hagkvæmni í greiningum á riðugeni 5.000.000 Allt landið RML Arfgerðarrannsókn á íslenska sauðfjárstofninum 8.000.000 Allt landið RML Afkvæmarannsóknir vegna sæðingastöðvanna 2022 650.000 Allt landið RML Afkvæmarannsóknir bænda á hrútum 2022 3.500.000 Allt landið Charl. Oddsd. - Keldur Greining E. Coli stofna sem valda slefsýki og lambaskitu 3.000.000 Allt landið RML PMCA rannsóknir á næmi mism.PrP, arfgerða fyrir riðusmiti í ísl.sauðfé 3.800.000 Allt landið Þórdís Þórarinsdóttir Ræktun gegn riðu – hermirannsókn 3.000.000 Allt landið Kynbótastöð ehf. Styrkur til kaupa á hrútum með arfgerð gegn riðu 2.500.000 Allt landið Kynbótastöð ehf. Mismunandi sæðingatími með frystu hrútasæði 400.000 Allt landið . Samtals 42.250.000 Matvælaráðuneytið hefur gengið frá fyrri úthlutun þróunarfjár búvörusamninga á árinu 2022. Alls var úthlutað tæpum 111 milljónum króna til 27 verkefna. Þrettán verkefni í sauðfjárrækt fengu styrki að upphæð 42,5 milljónir, níu í nautgriparækt að upphæð 32,3 milljónir, og fimm í garðyrkju að upphæð 36,1 milljón. Þróunarfjármunum búgreina er úthlutað af matvælaráðuneytinu í samræmi við ákvæði búvöru- samninga hverrar greinar og reglugerða um stuðning við viðkomandi grein. Þeim er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greinunum. Fagráð búgreina sem starfa samkvæmt búnaðarlögum leggja mat á umsóknir og eru meðmæli þeirra forsenda styrkveitinga ráðuneytisins. /VH Matvælaráðuneytið: Úthlutun þróunarfjár búvörusamninga Helsingi. Umhverfisstofnun beinir þeim tilmælum til veiðimanna að vera á varðbergi varðandi sjúka og dauða fugla. Mynd / wikipedia.org Dýrasjúkdómar: Fuglaflensa greind í helsingjumUmhverfisstofnun hefur framlengt starfsleyfi Reykjagarðs hf., Ásmundarstöðum, Ásahreppi. Gildir það fyrir þéttbæru eldi alifugla, allt að 156.000 fuglastæðum holdakjúklinga og 23.000 fuglastæðum stofnhæna. Umhverfisstofnun er heimilt að framlengja starfsleyfi rekstraraðila í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Framlengingin á starfsleyfi er heimil til eins árs og mun gilda til 23. september 2023, eða þar til nýtt starfsleyfi hefur verið gefið út. /VH Alifuglaeldi: Starfsleyfi Reykjagarðs framlengt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.