Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Alls voru sjö umhverfisviður- kenningar afhentar við athöfn í Húsi Frítímans á Sauðárkróki á dögunum. Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur veg og vanda af tilnefningum og afhendingu umhverfisviður- kenningar fyrir hönd sveitarfélagsins. Félagskonur fóru um allan Skagafjörð, en að þeirra mati er umgengni í sveitarfélaginu stöðugt að batna og metnaður íbúa til að hafa umhverfið snyrtilegt hefur aukist. Alls hafa Soroptimistakonur afhent 100 viðurkenningar um árin, en þetta var átjánda árið sem klúbburinn veitir slíkar viðurkenningar. Sjö viðurkenningar Í ár voru veittar sjö viðurkenningar í fimm flokkum. Flugumýrarhvammur hlaut viðurkenningu í flokknum sveitabýli með hefðbundinn búskap en eigendur eru þau Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson. Snyrtilegasta lóð við fyrirtæki var valið Dalasetur þar sem þau Jakobína Helga Hjálmarsdóttir, Þórarinn Þórðarson, Daníel Þórarinsson og Stefán Óskar Hólmarsson hafa byggt upp einstaklega snyrtilegt og fallegt svæði í landi Helgustaða í Unadal. Snyrtilegasta lóð við opinbera stofnun var valin Byggðastofnun. Einstakt framtak Hjónunum Maríu Guðmundsdóttur og Sigurði Hansen á Kringlumýri var veitt viðurkenning fyrir einstakt framtak með uppsetningu Grjóthers Hauganesbardaga ásamt uppbyggingu og starfsemi í Kakalaskála. Fram kom í umsögn að þetta framtak Kringlumýrarhjóna væri ávinningur fyrir samfélagið allt. Þá hlutu þrjár lóðir viðurkenningu en allar eiga það sameiginlegt að verkja athygli fyrir snyrtimennsku og góða umhirðu. Lóðirnar eru við Furulund 4 í Varmahlíð, eigandi Helga Bjarnadóttir, Kirkjugata 7 Hofsósi, eigendur Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttir og Ragnar Þór Jónsson og Raftahlíð 44 á Sauðárkróki, eigendur Eva Óskarsdóttir og Svavar Sigurðsson. /MÞÞ Þremur pósthúsum á jafnmörgum stöðum verður lokað um miðjan janúar á næsta ári, 2023. Þetta eru pósthúsin í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri. Í stað pósthúsa verður í fram- haldinu lagður meiri þungi í aðrar þjónustulausnir. Póstþjónusta á Íslandi hefur tekið stórfelldum breytingum en frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Póstsins. Pakkasendingar hafa á sama tíma margfaldast að magni. Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa en notkun annarra þjónustulausna vex. /MÞÞ Slökkvilið Fjallabyggðar hefur fengið körfubíl frá Slökkviliði Akureyrar til geymslu og notkunar. Fengu Akureyringar fyrr á þessu ári nýjan öflugan körfubíl í sína þjónustu. Slökkvilið Fjallabyggðar hafði áður bíl frá árinu 1969, 53 ára gamlan, í sinni þjónustu þannig að verulega er verið að yngja upp hjá liðinu, því körfubíllinn frá Akureyri er árgerð 1987. Hann hefur að auki verið endurnýjaður og verið vel við haldið um árin. Jóhann K. Jóhannsson, slökkvi- liðsstjóri í Fjallabyggð, segir á vefsíðu sveitarfélagsins að bíllinn sé mun öflugri á allan hátt og muni eiginleikar hans gjörbreyta vinnu í þeim verkefnum sem slökkviliðið þarf að takast á við. /MÞÞ Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur veg og vanda af tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenningar fyrir hönd sveitarfélagsins. Mynd / Sveitafélagið Skagafjörður Skagafjörður: Sjö umhverfisviðurkenningar Í stað pósthúsa verður lögð áhersla á þjónustulausnir. Landsbyggðin: Þremur pósthúsum lokað eftir áramót Körfubíll prófaður. Slökkviliðið: Fá nýrri og öflugri bíl í Fjallabyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.