Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022
UMHVERFISMÁL - TÍSKA
FUGLINN: GARGÖND
Gargönd, eða litla gráönd eins og hún er kölluð í Mývatnssveit, er fremur lítil buslönd. Hún er að öllu leyti farfugl fyrir utan fáeina fugla sem halda sig á innnesjum yfir veturinn. Gargönd finnst víða á norðurhveli
jarðar en Ísland er nyrsti staðurinn þar sem þær verpa. Íslenski stofninn er fremur fáliðaður, eða 400-500 varppör. Mikill meirihluti þeirra verpir í Mývatnssveit en engu að síður finnast þær víða niðri á láglendi í
mýrum, pollum og tjörnum. Steggirnir líkjast meira kollunum en þekkist hjá öðrum buslöndum. Hann er að mestu grár en brúnni á höfði og svartyrjóttur á bringu. Kollan líkist stokkandarkollum en er minni og
grárri. Steggurinn gefur frá sér lágvært flaut en kollan hávært garg sem fuglinn dregur nafn sitt af. Andfuglar fella fjaðrirnar á sumrin og fara í svokallaðan felubúning. Gargandarsteggirnir verða á þessum tíma
nánast óþekkjanlegir frá kollunum. Síðsumars, þegar þeir hafa endurnýjað flugfjaðrirnar, verða þeir fleygir að nýju og skarta aftur fallegum skrúðbúning á haustin. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson
Efnið latex er í huga margra
tengt kynlífi, smokkar koma þar
sterkir inn, en einnig sem efni
fatnaðar af djörfum toga, til að
mynda þeirra er stunda eilítið
ögrandi kynlíf.
Færri gera sér e.t.v. grein fyrir
því að efnið latex, ef lífrænt er – er
á afar háu vistfræðilegu plani. Æ
fleiri tískuhönnuðir eru að vakna til
vitundar er kemur að þessum
sjálfbæra valkosti í stað
efna sem kennd eru
við dýrahúðir eða
óvistvæna
f r a m l e i ð s l u -
aðferð – því jú,
Latex er
náttúrulegt,
endurnýjanlegt efni sem unnið er úr
gúmmítrénu (habea brasillensis). Þar
sem trén eru ekki felld við uppskeru
er framleiðsla þess sjálfbær og
kolefnisneikvæð.
Hvítt og klístrað náttúruundur
Orðið latex er samheiti yfir klístraða,
mjólkurhvíta vökvann sem margar
plöntur og tré framleiða til að verja
sig gegn skaðvöldum, sbr. þegar
börkur latexberandi plöntu skemmist,
myndast latex sem svo storknar til
að innsigla örið á meðan börkurinn
vex aftur. Latexkvoðu er safnað með
því að skera burt þunnt lag af berki
gúmmítrésins þannig að sárið vísi
niður á við og myndi eins konar trekt.
Þar undir er skál eða einhvers konar
söfnunarílát sem latexið leggst í. Í besta
falli má fá allt að tveimur tonnum af
þurru latexi á hektara. Efnið latex
er því náttúrulegt að uppruna. Hins
vegar, meðan á framleiðsluferlinu
stendur, er stundum bætt við
blönduna ýmsum aukaefnum
úr dýraríkinu. Það er þó hægt
að vera án þeirra og því best að
athuga með vörumerkið þegar
varan er keypt.
The Hits, Balmain - Gaultier
Tískuveldi á borð við Balmain
og Jean Paul Gaultier státa
meðal annars af fatnaði unnum úr latex
– þökk sé einum aðalhönnuði Balmain,
Olivier Rousteing, sem brenndi upp
tískupallana haustið 2020 þar sem hann
kynnti latexfatnað í bland við kasjúal.
Á tískuviku Parísarborgar svo
nýverið, við kynningu hausts/vetrar
2022-23 kom í ljós að gestahönnuður
Jean Paul Gaultier í ár var einmitt
Olivier Rousteing.
Hefur samstarf veldis Gaultier
við aðra hönnuði eignast fastan sess í
tískuvikunni, en sú ákvörðun var tekin
árið 2020, er Jean Paul sjálfur settist
í helgan stein. Vakti haustlínan undir
stjórn Oliviers – sem nefnd var The
Hits – mikla athygli, en auk latexáhrifa,
voru smáatriði við saumaskap
fatnaðarins einkenni Balmain.
Áhuga vakti að sjálfur Gaultier
kaus að koma ekki að samstarfinu á
neinn hátt, heldur er að sýningunni
kom sat hann þar á fremsta bekk
og létu fréttamiðlar hafa eftir sér að
þessi jöfur tískuveldisins hafi fagnað
heil ósköp. Hlaut Olivier mikið lof
fyrir sýninguna, en gríðarlega
ógnvekjandi verkefni er að
vera gestahönnuður hins mikla
meistara Gaultier.
Tók Olivier skemmtilegt tvist á
tískuna, en hann, eins og nafn
sýningarinnar gefur til kynna,
tók þekktustu hönnun
Gaultier og gerði að sinni.
Þar má meðal annars telja
korsett og „keilulaga“
brjóstahaldara eins og
söngkonan Madonna
gerði fræga um
árið – og reyndar
mátti þarna líka
sjá annað dæmi
fatnaðar er hún
bar með stolti 30
árum áður.
Þó þarna væri um staðlaða
og sterka hönnun að ræða voru
tvímælalaus áhrif Oliviers sýnileg.
Til dæmis ef latexið er sérstaklega
tekið fyrir – í buxnadragt úr brúnu
latexi, gegnsæjum efri part kjóla
og korselett úr latexi þar sem
karlmannslíkami var fyrirmyndin
þó um kvendragt væri að ræða.
Gaman er að geta þess að Jean
Paul Gaultier er einn fyrstu er
ögruðu með tvíræðri línu milli
kynja í fatahönnun sinni.
Eitt hið heitasta nú í ár
Þykir efnið latex sem sagt
eitt það heitasta nú í sumar og með
haustinu og er Versace meðal þeirra
tískuvelda sem láta ekki sitt eftir
liggja. Christopher Kane þykir djarfur
í þessum efnum svo og sérstaklega
breski hönnuðurinn Richard Quinn.
Vilja sumir meina að til móts við
þá tísku er fjallað var um hér fyrir
nokkru undir heitinu „Barbicore“
megi hér finna „Fetishcore“. Eitt er
víst að latex er, ef vel er að staðið,
gæðaefni og jafnvel eitthvað sem
almúginn ætti að
kynna sér betur. /SP
Sjálfbær gæðavara:
Latex fyrir alla
Að ofan til
hægri er dæmi
um hvernig
latexi er tappað
af tré. Til hliðar
má svo sjá
latex-hönnun
Oliviers
Rousteing og
Richard Quinn.
Madonna íklædd hönnun JPG árið 1992 og
útfærsla Olivier Rousteing 30 árum síðar.