Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2022 „Þetta er heilmikið ævintýri sem við erum nú að leggja út í,“ segir Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar á Árskógssandi. Í byrjun apríl síðastliðnum keypti félagið fiskvinnsluhús sem staðið hafði ónotað í 23 ár og hófst handa við að gera það upp sem hótel. Það fær nafnið Hótel Kaldi. Bruggsmiðjan byggði upp Bjórböðin sem fögnuðu 5 ára afmæli í byrjun sumars, en gestir þar hafa mikið spurt um gistingu í tengslum við heimsókn sína þangað. „Það má segja að með þessum framkvæmdum, að kaupa gamalt fiskvinnsluhús og breyta því í hótel, séum við að bregðast við fjölda fyrirspurna frá okkar gestum. Bjórböðin hafa átt vinsældum að fagna líkt og aðrir baðstaðir en fólk vill gjarnan gera meira úr ferðinni og auðvitað keyrir enginn heim sem hefur fengið sér bjór í baðinu,“ segir Agnes. Agnes og Ólafur Þröstur Ólafsson stofnuðu Bruggsmiðjuna sem var í hópi fyrstu handverksbrugghúsa landsins, fyrsta framleiðslan kom á markað í lok september árið 2006. Starfsemin hefur vaxið og dafnað síðan, búið að byggja við, bæta við tækjum og auka framleiðslugetuna umtalsvert. Fyrir fimm árum opnuðu þau Bjórböðin til viðbótar við starfsemi brugghússins og segir Agnes að vel hafi gengið í heildina, þó því sé ekki að leyna að heimsfaraldur af völdum kórónuveirunnar hafi sett mark sitt á reksturinn. Góðar viðtökur „Faraldurinn hefur gert okkur grikk eins og öðrum rekstri, við þurftum að hafa lokað langtímum saman þau ár sem hann stóð yfir, enda starfsemin skilgreind í flokki baðstaða. En ég kvarta ekki, það gekk mjög vel í fyrrasumar, Íslendingar voru mikið á ferðinni hér um slóðir. Þeir elta gjarnan veðrið sem er skiljanlegt og það var gott norðan heiða bróðurpart sumars,“ segir hún. Bjórböðin eru annars konar en hefðbundnir baðstaðir, tveir og tveir deila stóru baðkari og hafa aðgang að framleiðsluveigum fyrirtækisins á meðan þeir slaka á í baðinu. Alls er hægt að taka 50 böð á dag þannig að gestir eru um 100 talsins þegar fullt er. „Almennt er ég mjög ánægð með hvernig til hefur tekist, viðtökur hafa verið góðar og við erum komin inn á kortið hjá bæði íbúum hér um slóðir og ferðamönnum,“ segir hún. Keyptu húsið í apríl og hófust handa Agnes segir að allt frá því Bjórböðin voru opnuð sumarið 2017, hafi gestir spurt mikið um gistingu í tengslum við heimsókn sína. Fátt hafi verið í boði á nærsvæðinu. „Þessi hugmynd hefur verið að gerjast hjá okkur nokkuð lengi, við höfum verið að skoða möguleika og hvernig best væri að koma til móts við þessar óskir,“ segir Agnes. Fiskvinnsluhúsið, sem er steinsnar frá Bruggsmiðjunni og Bjórböðunum, var í eina tíð með umfangsmikla starfsemi á Árskógssandi, en vinnsla hefur ekki verið þar í ríflega tvo áratugi. „Þetta hús var beint fyrir framan okkur, ónotað. Þannig að það lá einhvern veginn beint við að kaupa það, setja í nýjan búning og bjóða þar upp á gistiaðstöðu,“ segir Agnes. 2000 fermetra hús Húsið var keypt í byrjun apríl og strax hafist handa. Iðnaðarmenn hafa verið þar að störfum í vor og sumar við breytingar og fjölskyldan leggur hönd á plóg og tekur til hendinni á kvöldin eftir vinnudaginn. „Það er allt á fleygiferð og mikið að gera, en þetta er mjög skemmtilegt og við hlökkum til að taka þessa viðbót við okkar starfsemi í notkun,“ segir Agnes. Til að byrja með verða fimm herbergi í boði fyrir tíu gesti. „Við höldum svo áfram verkinu, tökum eitt og eitt skref í einu, það hefur alltaf reynst okkur vel að fara á okkar hraða í þetta.“ Húsið er allt um 2.000 fermetrar að stærð, þar af eru um 800 fermetrar á efri hæð þess þar sem hótelstarfsemin verður. Auk herbergjanna verður matsalur á hæðinni, kaffihús og anddyri. Um 50 manna salur er þar einnig og verður hann leigður til viðburða af ýmsu tagi. Agnes segir að stefnan sé að klára verkefnið á tveimur árum. Góð viðbót við ferðaþjónustuna „Ég er bjartsýn fyrir hönd ferðaþjónustunnar hér á svæðinu, það hefur orðið stöðug aukning undanfarin ár og útlitið gott,“ segir Agnes. Þar vísar hún m.a. til þess að Niceair muni fljúga ferðalöngum inn á svæðið á næstu árum auk þess sem fleiri flugfélög fljúgi beint eða ætli sér að hefja áætlunarflug til Akureyrar. „Staðsetning okkar er mjög góð, við erum í miðjum Eyjafirði, stutt að fara bæði til Akureyrar og Siglufjarðar sem eru vinsælir áfangastaðir ferðamanna. Við höfum mikla trú á því að hótelrekstur hér verði góð viðbót við ferðaþjónustuna á svæðinu.“ LÍF&STARF Eigendur Bruggsmiðjunnar og Bjórbaðanna á Árskógssandi færa út kvíar: Fyrstu fimm herbergin á Hótel Kalda opnuð í ágúst Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar, við heitu pottana á útisvæðinu við Bjórböðin. Myndir /Bruggsmiðjan Fimm ár voru fyrr í sumar frá því Bjórböðin voru opnuð á Árskógssandi. Sjávarútvegssýningin SJÁVAR- ÚTVEGUR / ICELAND FISHING EXPO 2022 verður haldin dagana 21. til 23. september í Laugar- dalshöll. Þar sýna um 150 innlend og erlend fyrirtæki. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri þess segir að sýningin veki alltaf miklum áhuga bæði hér innanlands og víða um heim. „Sýningin er einstaklega fjölbreytt og áhugaverð og við finnum fyrir aukunum áhuga erlendra aðila enda íslensk sjávartæknifyrirtæki í fremstu röð. Á sýningunni eru allar gerðir af fyrirtækjum sem þjóna íslenskum og erlendum sjávarútvegi og þar koma gestir til með að sjá það nýjasta í hátækniútbúnaði er tengist fiskvinnslu og útgerð. Þar eru meðal annars kynnt tæki og búnaður sem mun án efa hafa mikil áhrif á hina alþjóðlegu fiskvinnslu í framtíðinni. Þá er mikið af nýjum fyrirtækjum með sýningarbása og ber þar að nefna fyrirtæki sem þjóna fiskeldinu bæði á sjó og landi.“ Svandís Svavarsdóttir, matvæla- ráðherra, opnaði sýninguna formlega og afhend viðurkenningar til fjögurra aðila innan sjávarútvegsins og krýnir „Trillukarl ársins“. Sendinefnd frá Möltu mætir sérstaklega á sýninguna undir forystu dr. Alicia Bugeja Said matvælaráðherra Sjávarútvegssýningin er opin frá klukka. 10 til 18 á fimmtudag og föstudag. Að sýningunni stendur sýningarfyrirtækið Ritsýn sf. /VH Sjávarútvegssýningin 2022: Fiskvinnsla framtíðarinnar Á sýningunni eru allar gerðir af fyrirtækjum sem þjóna íslenskum og erlendum sjávarútvegi. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.