Bændablaðið - 22.09.2022, Qupperneq 40

Bændablaðið - 22.09.2022, Qupperneq 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Efnagreiningar á heyi, jarðvegi og búfjáráburði gefa líka mikilvægar og gagnlegar upplýsingar við gerð áburðaráætlana. Heyefnagreiningar segja m.a. til um hvernig tekist hefur til með áburðargjöf og hvort innihald næringarefna er í hæfilegu magni og hlutföll þeirra eðlileg í uppskeru. Lág gildi einstakra næringarefna í heyjum geta valdið minni sprettu og há gildi gefa til kynna að um ofgnótt sé að ræða og mögulega útskolun viðkomandi næringarefnis og þannig tapi úr næringarhringrás búsins. Þar fyrir utan eru niðurstöður heyefnagreininga mikilvægar fyrir skipulag fóðrunar og gerð fóðuráætlana. Efnagreiningar á jarðvegi gefa upplýsingar um sýrustig jarðvegs og innihald hans af helstu næringarefnum. Jarðvegssýnaniðurstöður sýna forða helstu plöntunæringarefna í jarðvegi. Samantektir hafa sýnt að tiltekin tún geta auðveldlega verið með mikinn forða af einhverju einu plöntunæringarefni og lítinn sem engan forða af öðru næringarefni. Slíkar upplýsingar hjálpa til við val á áburði sem hentar á móti næringarefnainnihaldi ræktunarjarðvegs okkar. Sýrustig í landbúnaðarlandi á Íslandi er breytilegur. Hann er bæði breytilegur á milli landshluta og einnig innan hvers landshluta. Hægt er að líta á sýrustig í jarðvegi sem mælikvarða til að meta eiginleika jarðvegs til þess að geyma plöntunæringarefni og einnig er sýrustig ráðandi þáttur í lifun sáðgresis (smára, bygg og annað). Öll sáðgresi hafa sitt kjörsýrustig og það er mismunandi á milli tegunda. Mælt er með að taka jarðvegssýni á 5-7 ára fresti úr ræktunarlandi til að fylgjast með þróun sýrustigs og innihaldi næringarefna í jarðvegi. Efnagreiningar á búfjáráburði hafa sýnt að mikill breytileiki getur verið á innihaldi hans milli búa. Frávik frá töflugildum geta verið talsverð ýmist fyrir eitt næringarefni eða fleiri. Þegar notast er við töflugildin getur verið mikill munur á því sem áætlað er að borið sé á af einstökum næringarefnum og raunverulega er gert, sé frávik í innihaldi búfjáráburðarins á viðkomandi búi mikið. Í þannig tilvikum má búast við að með tímanum verði skortur á viðkomandi næringarefni sé lítið af því en ofgnótt sé gildið hátt m.v. töflugildi. Sem dæmi má ætla að séu gildi fyrir kalí í búfjáráburði lág verði það lágt í heyjum og á sama hátt ef kalí er lágt í heyjum í lengri tíma lækki það með tímanum í búfjáráburðinum. Þurrefnisinnihald mykju er mikilvægt að vita því það er ólíkt milli búa og milli dreifinga á sama búi m.a. vegna mismikillar vatnsblöndunar og hefur það mikið að segja um magn næringarefna sem á er borið. Á heimasíðu RML er hnappur til að panta hey- og jarðvegssýnatöku. Þar er einnig (undir ráðgjöf/áburður) að finna leiðbeiningar um töku á sýnum úr búfjáráburði. Einnig má að sjálfsögðu hafa samband og panta sýnatöku í síma 5165000. Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði Myndin byggir á 2189 sýnum sem voru tekin á árunum 2014–2021. Eiríkur Loftsson og Sigurður Max Jónsson. Að gera góða áburðaráætlun getur verið kúnst og reynist stundum talsvert vandaverk. Þó gerð hennar sé sannarlega ekki forgangsverk bænda þessa dagana er þó rétt að huga að gagnaöflun og undirbúningi hennar. Skráning á ræktunarsögu, upplýsingum um uppskeru, áburðarnotkun, bæði á tilbúnum áburði og búfjáráburði og fleiri þáttum gefa gagnlegar upplýsingar sem nýtast við áætlanagerðina. Heyturnar eru ekki nýjung fyrir Íslendinga en segja má að blómatíð þeirra hafi verið um miðja 20. öldina, en á fyrri hluta níunda áratugarins voru einnig settir upp þó nokkuð margir slíkir. Aðeins örfáir eru í notkun í dag. Til eru nokkrar útgáfur af turnum en þær sem á þeim tíma urðu ofan á voru tvær útfærslur, annars vegar með botnlosun og hins vegar topplosun. Báðar gerðir treystu á heyblásara til að blása heyinu efst inn í þá. Báðar aðferðirnar höfðu sína kosti og galla, topplosun var hægvirk og vegna breytileika í heyfeng þá fór það fyrst út sem fór síðast inn, sem hentaði sjaldan. Botnlosun virkaði vel meðan ekki myndaðist stífla í kerfinu. Mikil þróun hefur orðið í losunarbúnaði erlendis og t.d. í Kanada þar sem mikið er um turna eru nýjustu turnarnir þannig útbúnir að blásið er út um lúgur á hlið sem gefur aukin afköst við losun og mikið meira öryggi (sjá mynd 1). Í Kanada eru turnarnir hafðir með lúgum alla leið neðan frá jörð og upp úr til að losa heyið úr þeim. Þessi göt eru með 1,2 m millibili og þarf bóndinn að fara upp í turninn þegar yfirborð heysins lækkar og færa losunartúðuna neðar. Þessi hönnun gerir turnana öruggari því hættan á að það myndist súrefnisskortur neðst í turninum er nánast engin en það var eitt af vandamálunum við eldri turna. Annað sem þessi hönnun gerir er að ekki þarf öfluga blásara til að blása heyinu upp við losun, afkastagetan ákvarðast af gjafabúnaði þar sem slíkur losunarbúnaður getur losað allt að 400 kg/mínútu (mynd 2). Plastnotkun við þessa aðferð er nánast engin. Stofnkostnaðurinn er hins vegar mikill og nauðsynlegt er að horfa á svona fjárfestingu til langs tíma. Aðalókosturinn við turnana er að ekki er þjappað í þá og takmarkast fyllingarhraðinn af stærð turnanna, þ.e.a.s. að við hirðingu í turnana þarf að gefa heyinu tíma til að síga milli áfyllinga. Því þarf að samstilla slátt við fyllingarhraða. Hins vegar þarf minni mannskap við fyllingu heyturna en við heyverkun í stæðu og flatgryfju. Með aukinni tæknivæðingu búa, þá eru turnar í raun eina geymsluaðferðin fyrir heyfeng sem býður upp á alsjálfvirkar gjafir. Mjólkurframleiðendur eru flestir komnir með eða stefna á að taka upp mjaltatækni sem léttir þeim vinnuna og kjarnfóðurbás er gjafatækni sem er alsjálfvirk, en það er einmitt turn sem geymir kjarnfóðrið og skammtar inn í fjós eftir þörfum. Með turnum og gjafabúnaði við þá er þannig er hægt að fjölga gjafatímum og stýra gjöfum mun betur. Bæta má við steinefnum og kjarnfóðri sem leiðir til mikils vinnusparnaðar og vinnuléttis. Þegar þessi grein er skrifuð er stórhríð fyrir utan gluggann og eru sjálfsagt margir sem þurfa jafnvel að moka upp rúllur í stórhríð og taka af þeim plastið spenntir fyrir því að geta frekar gefið í gegnum app í símanum í staðinn, e.t.v. gera aðeins betur við gripina fyrst veðrið er svona vont með þumalfingri. Ekki er nóg með að vinnan verði þægilegri, einnig er hægt að reikna með einhverri nytaukningu ef gjafir eru tíðari og nákvæmari og umferð um mjaltaþjónafjós ætti að batna. Við verkun í turna reynist tap næringarefna lítið, sérstaklega ef hægt er að taka úr þeim hið minnsta 6 cm á dag og það má setja heyið í turn við 45—55% þurrefni sem er svipað þurrkstig og á heyi sem er í hefðbundnum rúllum hérlendis í dag. Bygging turna er frábrugðin hefðbundnum byggingum að því leyti að stuðst er við skriðmót sjá mynd 3. Byggingarhraði stýrist að miklu leyti af tækjabúnaði og reynslu þeirra sem að verkinu koma. Ætla má að með réttum búnaði og mannskap að afköst við byggingu séu um 5 metrar á dag miðað við tíu tíma vinnudag hjá þremur mönnum. Hægt væri að styðjast við sömu teikningu alls staðar á landinu fyrir utan að á svæðum með aukinni jarðvirkni þarf öflugri sökkla. Turnarnir eru byggðir ofan á öflugum sökkli, neðst í þá er sett möl sem drenar í burtu umframvökva frá heyinu, ofan á mölina eru settir nokkrir cm af hálmi til þess að bóndinn viti þegar búið er úr turninum áður en losunarbúnaðurinn nær til malarinnar í botninum. Veggirnir eru 15 cm þykkir og báraðir að utan til að misfellur sjáist síður. Helstu þættir sem taka þarf tillit til í upphafi: Stærð turna þ.e. breidd og hæð taki mið af gjafahraða, og fjöldi turna, en þegar verið var að reikna kostnað við heyöflun í turna þá ákváðu höfundar líkansins í fyrrnefndri skýrslu að reikna með 3 turnum á búinu. Ástæða þess er sú að horft var til þess að til væri fóður allt sumarið í einum turni þar til hægt væri að byrja gjafir úr þeim næsta ca. tveimur mánuðum eftir fyllingu. Bændum sem eru áhugasamir um byggingu turna eða vilja fræðast meira er bent á að hafa samband við RML. Efnið í þessari grein er unnið upp úr skýrslu RML: Plast í íslenskum landbúnaði – leiðir og kostnaður við að draga úr notkun heyrúlluplasts. Sigtryggur Veigar Herbertsson, fagstjóri, búfjárræktar- og þjónustusvið RML Turnar í smíðum með skriðmótum. Myndir / Sigtryggur V. Herbertsson. Geymsla heyfengs í turnum Sigtryggur V. Herbertsson. Búnaði er slakað ofan á heyið og heyfeng blásið út um heyop, reyndar er maís í þessum turni. Turn í byggingu, mannop t.h. og heyop t.v., yfir þetta kemur svo plastskel sem myndar tvo aðskilda ganga, annar sem stýrir heyi niður og hinn ver viðhaldsmenn fyrir vindi og veðrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.