Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022
FRÉTTIR
Skógræktarfélag Íslands hefur
tilnefnt hæsta tré landsins til
heiðurstitilsins Tré ársins hjá
félaginu árið 2022.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
var viðstödd í skóginum á Kirkju-
bæjarklaustri þegar tréð var formlega
útnefnt. Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld
stendur nú þrjátíu metra hátt tré á
Íslandi. Mæling sýnir tréð vera 30,15
metrar á hæð. Tréð sem um ræðir er
sitkagreni sem var gróðursett árið
1949. Niðurstaða mælingarinnar er
sú að tréð er fyrsta tréð sem hefur náð
þrjátíu metra hæð á Íslandi frá því
fyrir ísöld þegar hér uxu stórvaxnar
trjátegundir sem náð gátu margra tuga
metra hæð.
Ávarp forsætisráðherra
Í ávarpi sínu við tréð á Klaustri talaði
Katrín Jakobsdóttir um mikilvægi
skóga og skógræktar. Hún nefndi
nýsamþykkta landsáætlun um
landgræðslu og skógrækt, Land og líf,
og þann mikilvæga þátt sem áætlunin
væri í markmiðum Íslendinga í
loftslagsmálum.
Skógurinn á Kirkjubæjarklastri
Upphaf skógarins á Kirkjubæjar-
klaustri má rekja til þess að
heimafólk á Klaustri girti af
brekkuna fyrir ofan bæinn
og gróðursetti þar 60 þúsund
birkiplöntur. Hjónin Helgi Lárusson
og Sigurlaug Helgadóttir áttu stóran
þátt í því að hefja þar skógrækt.
Með árunum var bætt við
sitkagreni, lerki og furu og snemma
á sjöunda áratug síðustu aldar var
samið við Skógræktina um viðhald
girðinga og umsjón með skóginum.
Skógræktin hefur undanfarin
ár bætt aðgengi almennings að
skóginum og gróðursett þar ýmsar
sjaldgæfar trjátegundir.
Fjölmenni viðstatt
Auk forsætisráðherra fluttu ávörp
Jónatan Garðarsson, formaður
Skógræktarfélags Íslands, Þröstur
Eysteinsson skógræktarstjóri og
Hafberg Þórisson í Lambhaga, sem
var bakhjarl viðburðarins. /VH
Tré ársins:
Sitkagreni er
hæsta tré landsins
Frá athöfninni í skógarlundinum á Kirkjubæjarklaustri. Hafberg Þórisson, sem
kenndur er við Lambhaga, Fanney Lárusdóttir, fulltrúi eigenda skógarins,
Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og
Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Myndir / Pétur Halldórsson
Sitkagrenið á Kirkjubæjarklaustri
knúsað.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráð-
herra undirritaði fyrir skömmu
samning við ráðgjafarfyrirtækið
Environice um gerð tillagna
að aðgerðaáætlun fyrir eflingu
lífrænnar framleiðslu.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu
vegna samningsins segir að
áætlunin sé unnin í samræmi við
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
þar sem áhersla er lögð á öfluga
íslenska matvælaframleiðslu.
Meðal verkefna sem þar eru
tilgreind er tímasett áætlun til
eflingar lífrænnar framleiðslu
sem er lykilþáttur í að auka
sjálfbærni íslensks landbúnaðar.
Lífræn framleiðsla getur varðveitt
líffræðilegan fjölbreytileika, auk
þess sem eftirspurn eftir vottaðri
lífrænni framleiðslu fer vaxandi.
Í aðgerðaáætlun verða skil-
greindir hvatar til aukinnar
lífrænnar ræktunar. Áhersla verður
lögð á fræðslu til framleiðenda og
neytenda og eflingu rannsókna
á áhrifum lífrænnar framleiðslu.
Aðgerðaáætlunin verður unnin
í samráði við helstu haghafa og
jafnframt verður leitað hentugra
fyrirmynda í nágrannalöndum.
Meðal markmiða er að í
áætluninni komi fram tillögur sem
geti aukið lífræna framleiðslu og
taki mið af þeim áskorunum sem
framleiðslan glímir við í dag.
Tillögum að aðgerðaáætlun
verður skilað til matvælaráðherra í
ársbyrjun 2023. /VH
Stefán Gíslason frá Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við
undirritum samnings um eflingu á lífrænni framleiðslu. Mynd / Matvælaráðuneytið
Matvælaráðuneytið:
Aðgerðaáætlun til eflingar
lífrænnar framleiðslu
Fyrir nokkrum vikum var greint
frá því að fasteignafélagið Eik
ætlaði að kaupa garðyrkju-
stöðvarnar Lambhaga í Úlfars-
árdal og Lund í Mosfellsdal.
Kaupverð var áætlað 4,2
milljarðar króna. Nýverið var sagt
frá því að Eik væri hætt við kaupin.
„Mín tilfinning er að þar hafi
hugur ekki fylgt máli,“ segir
Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður
og eigandi Lambhaga og Lundar.
„Í upphafi stóð til að Eik keypti
alla eignina og ég var tilbúinn í það
en svo kom í ljós að sá áhugi var
ekki til staðar þegar á reyndi og
ég hef á tilfinningunni að það hafi
eitthvað bjátað á í þeirra uppleggi
og samningar gengu ekki upp.
Það er meira en að segja það
að gerast bóndi og reka svona
stóra stöð.“
Heldur mínu striki
Hafberg segir að eftir að slitnaði
upp úr viðræðunum hafi hann
ákveðið að halda sínu striki og
stækka stöðina í Mosfellsdal. „Það
er nóg að gera í garðyrkjunni.“
Aðspurður segir Hafberg að það
hafi aðrir áhugasamir um kaupin
haft samband við hann en að ekkert
sé fast í hendi. „Það eru margir
fiskar í sjónum en satt best að segja
er ég ekki tilbúinn að láta þetta frá
mér strax.“
Báðar eignir lögbýli
Lambhagavegur 23 á 11.944 fer-
metra gróðurhús í Úlfarsárdal í
Reykjavík auk íbúðarhúsnæðis
og Laufskálar eiga lóð og
fasteign í Lundi í Mosfellsdal,
sem er 6.821 fermetri auk 14.300
fermetra byggingarheimildar. Í
atvinnuhúsnæði félaganna fer fram
grænmetisrækt Lambhaga ehf.
Bæði Lundur og Lambhagi eru
lögbýli. Munurinn á lögbýli og
annars konar býlum felst meðal
annars í því að lögbýlum fylgir
lagaleg festa og ekki er hægt að
brjóta þau upp með eignarnámi
nema eftir lögformlegum leiðum.
Staða lögbýla er sterk í Evrópu
og litið á þau sem fæðufram-
leiðslusvæði sem ekki má taka
undir byggingarland nema við
mjög sérstakar aðstæður og langt
og strangt ferli.
Einkakaupréttur rann út
Eik hafði um tíma einkarétt á
kaupunum en sá rann út í lok ágúst
og fljótlega eftir það slitnaði upp úr
viðræðunum.
Ekki náðist í Garðar Hannes
Friðjónsson, forstjóra fasteigna-
félagsins Eikar, við vinnslu
fréttarinnar en þegar greint var frá
kaupunum sagði hann í samtali við
Bændablaðið að hugmyndin væri
að báðar garðyrkjustöðvarnar yrðu
leigðar áfram til rekstraraðila sem
héldi áfram rekstri í þeim. Samhliða
kaupum Eikar á fasteignunum myndi
því annar aðili sjá um reksturinn.
„Fjárfestingin býður upp á
vænlega arðsemi auk stuðnings við
íslenska matvælaframleiðslu. Það
er mat okkar að matvælaframleiðsla
sé vaxandi atvinnugrein á Íslandi
sökum fjölgunar íbúa og ferðamanna,
auk þess sem viðskiptin falla vel að
yfirlýstum markmiðum stjórnvalda,
um að auka sjálfbærni og efla.“/VH
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri
Eikar.
Viðskipti:
„Hugur fylgdi ekki máli“
– segir Hafberg Þórisson garðyrkjumaður
Loftmynd af Lambhaga. Myndir / Einkasafn
Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga
og Lundar.