Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022
Hjónin Hannes Hilmarsson og
Kristín Guðbjörg Jónsdóttir kaupa
Kolbeinsá 1 árið 1995 af ömmu og
afa Hannesar. Tóku þar við sauðfé
og öllu tilheyrandi og byggðu ný 700
kinda fjárhús, og fjórum árum síðar
af foreldrum Hannesar sem bjuggu
á Kolbeinsá 2.
Býli? Kolbeinsá 1 í Hrútafirði.
Staðsett í sveit? Húnaþing vestra.
Ábúendur? Hannes Hilmarsson,
Kristín Guðbjörg Jónsdóttir, Jón
Ómar, Guðmundur Hilmar og
Friðrik Hrafn.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Við eigum eina dóttur og þrjá syni,
tvo hunda og eina kanínu.
Stærð jarðar? 2.200 ha.
Gerð bús? Sauðfjárbú, verktaka
starfsemi, ferðaþjónusta og
æðarvarp.
Fjöldi búfjár? 670 fjár alls á
vetrarfóðrun.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Fer eftir árstíma. Á veturna fer
húsbóndinn eldsnemma á fætur
til að skoða færð á vegum fyrir
Vegagerðina og hreinsar ef þarf,
svo kemur skólabíllinn kl. 7. Eftir
þetta er rollunum gefið og farið í
tilfallandi störf. Reynt er að klára öll
útiverk fyrir kvöldmat. Á sumrin er
vinnutíminn alls konar.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Allt er skemmtilegt, en
auðvitað sauðburðurinn erfiðastur.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Sirka
svipaðan.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Bara þetta venjulega, smjör, ostur,
mjólk og fleira.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Góð lambasteik.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Sennilega þegar fé var
rekið inn í ný fjárhús, í nóvember
árið 1999.
MATARKRÓKURINN
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
Kolbeinsá 1
Súr gúrkutíð
Haraldur Jónasson
haradlur@gmail.com
Það er fátt betra en góð súr gúrka.
Skiptir þá engu hvort hún fer á
hamborgara, samloku eða með
kjötbollu í brúnni.
Vandinn er bara að það er
skrambakornið ekki hægt að fá
almennilega súra gúrku á þessu
skeri. Og þá er bara til eitt ráð – búa
hana til.
Það besta við þessa uppskrift er að
grunnurinn að henni dugir til að sýra
nokkurn veginn hvaða grænmeti sem
er, ekki bara gúrkur. Sýrður laukur,
súrt hvítkál, öðru nafni súrkál, sýrður
eldpipar, paprika, blómkál og jafn vel
súrt brokkólí.
Sýran er líka það sem helst
skilur að sæmilegan heimakokk og
atvinnumann. Kokkarnir eru sífellt að
sulla með edik og sítrusa á meðan við
heimakokkarnir rífum frekar sykurinn
upp úr skúffunni. Sýran er nefnilega
stór hluti af því sem bragðlaukarnir
okkar meðtaka ásamt sætu, söltu og
hreinni biturð. Að ógleymdu fimmta
bragðinu, úmamíinu góða. Sýran er
því mikilvæg í matargerð og hvergi
á hún betur við en í góðri dillsúrri
gúrku. Nema kannski í súraðri síld
um jólaleytið en það er önnur saga.
Nú er það dillgúrkan.
Dillum okkur
Grunnuppskriftin af leginum er 5%
edik blandað til helminga við vatn og
svo fimm prósent af salti miðað við
vigt. Hvers konar kryddi
og öðru veseni er svo, eftir smekk,
hægt að bæta út í þennan lög. Svo
er stundum best að láta ekki fleira
út í ef ætlunin er að láta grænmetið
skarta sínu bragði eins og t.d. þegar
rauðlaukur er settur í leg og jafnvel
eldpipar.
Stjarnan í dag er hins vegar dill
og dillið er kryddjurt sem kannski
flestir tengja við graflax. Sumir þola
það ekki en aðrir njóta hvers bita eins
og gengur. En blessunarlega mildast
þetta einkennandi bragð og umbreytist
í gallsúrum leginum.
Svona gerum við þetta
Ediki og vatni er blandað í pott ásamt
salti. Suðan látin koma upp á meðan
agúrka er skorin niður í hæfilega
þykkar sneiðar. Líka er hægt að skera
langsum í spjót sem er einstaklega
skemmtilegt meðlæti. Kryddið fer út
í löginn þegar saltið hefur bráðnað
saman við hann og eiga allar að vera
í heilu lagi nema túrmerikið sem á að
vera í duftformi enda það aðeins til
að gefa gulleitan blæ og má tæknilega
sleppa. Þeir sem vilja ekki of súrt
geta bætt smá sykri við en það ætti
eingöngu að vera til að koma börnum
og mögulega matvöndum unglingum
á bragðið.
Hvítlaukurinn er kraminn lítillega
til að sleppa gúmmelaðinu út og
laukurinn skorinn í strimla. Hnefafylli
af dilli troðið í botninn á krukku, þá
gúrkusneiðunum í bland við laukinn
og hvítlaukinn. Þegar búið er að
troða öllu grænmetinu í krukkuna
er leginum hellt yfir. Passa að allt
kryddið fari með. Gott að láta standa
á bekk í hálftímaklukkutíma á meðan
mesti hitinn fer úr.
Þá er lok sett á og herlegheitin
fara inn í ísskáp, því þar á þessi
réttur heima. Þetta eru bragðgóðar
ísskápagúrkur, geymslugúrkur.
Geymast alveg í nokkrar vikur en til
að fá geymsluþol þyrfti að sótthreinsa
allt og sjóða niður. Það er bara vesen
sem endar í tárum. Langbest að henda
bara í krukku þegar þarf. Enda hægt
að nota nánast strax eftir að þær hafa
verið gerðar en eru bestar frá sirka
degi þrjú til fimmtán.
Hið stökka sigrar hið mjúka
Ef gúrkurnar verða of mjúkar er
hægt að salta þær áður en þær fara í
krukkuna. Gúrkuskífunum er þá velt
upp úr smá salti og þær geymdar í
skál í korter eða svo. Þá ætti saltið að
hafa dregið dágóða slettu af vatni úr
gúrkunum.
Því er hellt í vaskinn og gúrkurnar
skolaðar vandlega upp úr köldu
rennandi vatni. Við þessa aðgerð fer
aðeins af salti inn í gúrkurnar þannig
að tæknilega séð ætti að minnka
aðeins saltmagnið í leginum. Ef þær
verða of saltar má alltaf drekka bara
meiri bjór með.
Sýrt grænmeti er töfratrix sem lyftir matargerð heimakokksins á hærra plan. Alla vega hamborgaranum. Myndir / Hari.
1 stk. agúrka
250 g vatn
250 g edik (5%)
25 g salt
½ búnt dill
½ laukur
1 tsk. piparkorn
1 tsk. kóríanderfræ
1 tsk. sinnepsfræ (gul)
Dillgúrkulögur
í stóra krukku
Katrín Rós Gunnlaugsdóttir, dóttur-
dóttir þeirra Hannesar og Kristínar,
situr hér kotroskin í dráttarvélinni.
Hann Friðrik Hrafn Hannesson, yngsti
sonurinn á bænum, heldur á æðarkollu
í sjávarmálinu.
Þau hjónin eru með ferðaþjónustu eins
og títt er, en hér má sjá húsið Borgir sem
vinsælt er í útleigu.