Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Hröð ásetning I Hljóðlátur I Viðhaldslítill I Sveigjanleiki í uppsetningu FULLWOOD M²ERLIN Mjaltaþjónn Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17 Hnífar, brýni, krókar og margt fleira! Hnífar og brýni Svuntur og hlífar Sendum um land allt! Allt til sláturgerðarsinna hafi aldrei hlotið þá virðingu sem þær eiga skilið,“ segir Dalrún. Rannsóknin sýndi að lélegt bakland, húsnæðisvandi, fjárhagsörðugleikar og skortur á dagvistunarúrræðum framan af 20. öldinni voru helstu ástæðurnar að baki því hve margar einstæðar mæður réðu sig til ráðskonustarfa. „Ráðskonustarfið bauð upp á sæmileg kjör fyrir einstæða móður í barningi lífsins, nefnilega húsnæði og fæði fyrir þær og börn sín, sem var ígildi launa. Sumar ráðskonur fengu líka eiginleg laun en ráðskonulaunin voru nær alltaf mjög lág. Konurnar voru fyrst og fremst að hugsa um öruggt húsaskjól fyrir sig og börn sín. Þannig kemur ráðskonustarfið að vissu leyti fyrir sjónir sem félagslegt úrræði fyrir einstæðar mæður sem þráðu að vera sjálfstæðar mæður.“ En það voru ekki eingöngu einstæðar mæður sem réðu sig sem ráðskonur því mörg dæmi voru um að ungar einhleypar barnlausar konur færu í ráðskonuvist til sveita til að öðlast nýja reynslu og slík dæmi fundust einnig á meðal eldri ráðskvenna sem voru minnihluti þessarar starfsstéttar. Ráðskonustarfið var oftast tímabundið atvinnuúrræði þó dæmi séu um að ráðskonur hafi starfað í mörg ár og jafnvel heilu áratugina á sama sveitabænum. Sumar ráðskonur giftust bændunum og þá var jafnan sagt að þær ílentust á bænum, yrðu húsmæður, segir Dalrún, „hjónaböndin byggðu gjarnan á hagkvæmnisástæðum þó svo eldheit rómantík hafi sannarlega stundum komið við sögu.“ #MeToo og láglaunastéttir MeToo-byltingin (vitundarvakning um hvers kyns kynbundið ofbeldi/ áreitni) hafði nýlega verið hleypt af stokkunum þegar Dalrún hóf að taka viðtöl sín. Eftir því sem viðtalsvinnunni vatt fram kom sífellt betur í ljós hvað sú bylting hafði afgerandi áhrif á tjáningu kvennanna um kynbundið ofbeldi. „Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því,“ segir Dalrún „hversu mikilvægt það er að taka viðtöl við eldri konur í tengslum við ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í lífinu. Viðtalið er tjáningarrými sem þær þekkja og gefur þeim færi á að miðla #MeToo- sögum sínum munnlega, líkt og í samtali. Eldri konur eru ekki eins líklegar til að opna sig um þessi mál á veraldarvefnum. Þarna er um að ræða stóran hóp eldri kvenna, þolenda kynbundins ofbeldis sem þarfnast áheyrnar og ég tel viðtalsformið kjörið tól til að skrá reynslusögur þeirra kvenna. #Me-Too-sögur eldri kvenna á Íslandi mega ekki tapast svo lærdómurinn sem draga má af þeim sögum skili sér – það er beinlínis þjóðþrifamál.“ Dalrún bendir á að #MeToo- byltingin í grunninn snúist um að konur geti unnið störf sín án þess að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. „Þess vegna er ráðskonusagan svo mikilvæg í #MeToo umræðunni í dag, því það er mun oftar brotið á réttindum kvenna sem starfa í heimahúsum en þeirra sem starfa á opinberum vettvangi, á alþjóðavísu. Það var ekkert opinbert eftirlit með störfum ráðskvenna á sveitabæjum – sem gerði gerendum kleift að brjóta á starfstengdum réttindum þeirra og í verstu tilvikunum á konunum sjálfum líkamlega, andlega og/ eða kynferðislega,“ segir Dalrún „það voru engin úrræði fyrir þessar konur.“ Hún tekur fram að ráðskonur, líkt og margar aðrar konur, hafi ekki getað tjáð sig frjálslega um ofbeldið sem þær urðu fyrir, vegna hættu á að verða útilokaðar af samfélaginu á einn eða annan máta. Fórnarlömb ofbeldis útilokuð „Sumir samtímamenn hafa miklar áhyggjur af því að verið sé að útiloka kynferðisofbeldismenn frá ýmsum áhrifastörfum en eitthvað hefur minna borið á áhyggjum þeirra manna gagnvart útilokun fórnarlamba kynferðisofbeldis. Útilokun fórnarlamba kynferðis- ofbeldis í stað gerendanna sjálfra hefur tíðkast í íslensku samfélagi alla tíð – svona er feðraveldið,“ segir Dalrún. „Ráðskonur í sveit voru því miður óvarinn hópur hvað kynbundið ofbeldi varðar. En einnig má taka fram að sumar kvennanna sem gerðust ráðskonur voru að flýja heimilisofbeldi í þétt- býlinu og í þeim tilfellum gat ráðskonuvist á sveitabæ verið lífs- björg, bæði fyrir þær og börn þeirra. „Það er fátt betra en að ræða við þrælskemmtilegar og fróðar konur sem hafa lifað tímana tvenna. Leit mín að ráðskonusögu Íslands var ógleymanlegt ferðalag um fortíðina í fylgd þessara sögulegu kvenna – ég er þeim ævarandi þakklát,“ segir doktor Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.