Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Seinnipartinn í júlí á hverju ári, ef frá eru talin heimsfaraldursár, er haldin einkar skemmtileg landbúnaðarsýning í Belgíu, nánar tiltekið í Libramont- Chevigny í Suður-Belgíu. Þessi sýning stendur í fjóra daga og er ávallt mjög vel sótt og að þessu sinni var gestafjöldinn tæplega 200 þúsund manns, þar á meðal hópur útskriftarnemenda bændadeildar LbhÍ en dvöl á sýningunni var hluti af ferðalagi þeirra um Evrópu, sem greint var frá í síðustu tveimur tölublöðum af Bændablaðinu. Eins og við er að búast á sýningu sem þessari er margt áhugavert að skoða og hér á eftir má sjá smá myndasýnishorn af því sem vakti áhuga greinarhöfundar þetta árið. Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Landbúnaðar- sýningin Libramont Á sýningunni voru um 800 sýnendur á svæðinu með allt frá litlum handverkfærum og upp í stærðarinnar vélar og tæki og því margt áhugavert að sjá og skoða. Þá er Libramont sýningin einkar áhugaverð vegna þess hve víða að tækin og vélarnar koma, eins og t.d. þessi GEHL vél hér, sem er frá samnefnda bandaríska framleiðandanum. Landbúnaðarsýningin í suður-belgíska sveitarfélaginu er afar vinsæl og vel sótt. Myndir / Snorri Sigurðsson. Á sýningunni voru til sýnis bæði sauðfé, nautgripir og hross af ólíkum kynjum, en hátt í 3.500 kynbótagripir voru leiddir inn í sýningarhringi Libramont-sýningarinnar þessa daga. Hér má sjá þrjár kýr af hinu heimsfræga Belgian Blue holdakyni. Kýrin lengst til vinstri á myndinni, sem var tæplega 9 ára gömul, vó 1.051 kg! Útlitsdómar kynbótagripa skipta gríðarlega miklu máli fyrir ræktendur og ef útlitsmatið verður hátt, getur verðmæti gripanna hækkað um hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir! Það er því vel skiljanlegt að eigendurnir leggi mikið á sig til að gripirnir líti vel út, og eins og hér er verið að tryggja, að ekki sjáist svo mikið sem einn skítugur blettur á gripnum. Þeir sem ekki höfðu mikinn áhuga á nútímatækni gátu líka fengið eitthvað fyrir sinn snúð og m.a. fengið að „taka í“ ýmis hestaverkfæri! KORNHORN Kornrækt á Íslandi er ekki bara möguleg heldur æskileg og nauðsynleg. En það er gömul saga og ný að með skjólbeltum eykst uppskera korns, gæði þess og öryggi í ræktun. Þetta hafa erlendar jafnt og innlendar rannsóknir sýnt. Skjólbelti geta að sama skapi minnkað ágang álfta og gæsa. Bent hefur verið á að einn af neikvæðum áhrifum skjólbelta sé snjósöfnun en vel skipulögð skjólbeltakerfi ættu að jafna snjóalög og geta með þeim hætti bætt verulega vatnsbúskap ræktunarlandsins og minnkað snjósöfnun þar sem hún er óæskileg, t.d. á vegum eða við byggingar. Skjólbelti eru gjarnan lögð út í frjósamt ræktarland sem er verðmæt auðlind og eðlilegt að sjá eftir landinu. En líklegt er að skjólbeltin bæti upp tapið af landinu með aukinni uppskeru í akrinum. Þannig eykst hagkvæmni reksturins ef uppskerumagn getur fengist af minna landi. Skjólbeltarækt hefur verið stunduð víða um heim með skipulögðum hætti vel á aðra öld og er nærtækast að benda á skjólbeltavæðingu Dana á jósku heiðunum og í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna á ofanverðri síðustu öld. Íslendingar hafa stundað skjólbeltarækt að einhverju marki í nokkra áratugi, gjarnan í tengslum við skógrækt á bújörðum og með stuðningi úr ríkissjóði. Árangurinn hefur verið misjafn, sumstaðar sárgrætilega lítill en annarstaðar framúrskarandi. Vert er að hafa í huga nokkur atriði til að árangurinn verði sem bestur við skipulagningu og ræktun skjólbelta. Mikilvægt er að huga að þéttleika og að beltin standi þvert á ríkjandi vindátt. Viss endurskoðun á tegundavali plantna og samsetningu þeirra í skjólbeltum gæti leitt til þess að auka vinsældir, endingu og skilvirkni skjólbelta. Takmarkað framboð hjá plöntuframleiðendum á plöntu- tegundum til skjólbeltaræktunar getur vissulega verið hamlandi í skjólvæðingu landsins, en með vaxandi ræktun skjólbelta og þar með aukinni eftirspurn ætti framboð að aukast. Skjólbelti þurfa umhirðu, ekki er nóg að leggja þau út þó að ítrustu leiðbeiningum sé fylgt við plöntuval, gróðursetningu og jarðvinnslu. Skjólbelti eru gjarnan lögð út í frjósömu landi þar sem gras getur kæft ungar trjáplöntur og því er mikilvægt að hirða um þær meðan þær vaxa úr grasi. Til þess að uppvaxin skjólbelti þjóni hlutverki sínu getur þurft að klippa þau til svo þau vaxi ekki úr sér. Skjólbelti eru ekki byggð, þau eru ræktuð og ræktun er starf sem þarf að sinna af alúð. Mikilvægt er að skjólbelti virki sem best og hámarka má virkni þeirra með því að skipuleggja skjólbeltakerfi um sveitir landsins sem skilvirkari skjólaðgerð en ef skjólbelti standa stök. Skjólbeltavæðing sveitanna fyrir landbúmað hefur ekki verið tekin nógu föstum tökum hérlendis. Slíkt kallar þó eftir sameiginlegu átaki bænda og ríkisins. Ekki er ástæða til þess að ætla að jákvæð áhrif skjólbelta séu önnur hér á landi en annarsstaðar og því ekki brýn þörf á rann- sóknum á áhrifum þeirra svo fremi að þéttleiki innan beltanna og milli þeirra séu í samræmi við skjólbeltafræðin. Frekar ætti að kanna tegundaval og samsetningu sem skila fljótsprottnum en ekki síður endingargóðum skjólbeltum með lágmarksviðhaldi. Mikilvægast af öllu er þó framkvæmdin, þ.e. að landið sé unnið á réttan hátt, að útplöntun sé á réttum tíma ársins (fyrir 15. júní eða eftir 15. ágúst) og að umhirðu sé rétt sinnt. Í Danmörku er þetta unnið af sérstökum verktökum sem skila verkinu af sér að þremur árum liðnum þegar beltin eru komin á legg. Skjólbeltarækt eru órjúfan- legur hluti stóraukinnar korn- ræktar til þess að styrkja fæðu- öryggi hér á landi. Hugsanlega eru tækifæri í að breyta lítt grónu undirlendi sem annars skilar engu í afurðasama kornaakra með öflugu skjólbeltakerfi. Samson Bjarnar Harðarson og Hrannar Smári Hilmarsson. Hrannar Smári Hilmarsson. Skjólbelti og korn Samson Bjarnar Harðarsson. Bygg frá bændum í Laxárdal njóta góðs af skjólbeltum á Rangárvöllum. Mynd / Þóroddur Sveinsson Skráðu smáauglýsinguna þína á bbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.