Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi er samstarfs- verkefni Landgræðslunnar og Skógræktarinnar og hófst árið 2020. Að baki verkefninu stendur öflugur samstarfshópur fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka ásamt stofnununum tveimur. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Talið er að við landnám hafi þekja birkiskóga verið um 25% af heildarflatarmáli landsins. Við lok nítjándu aldar má heita að stefnt hafi í gjöreyðingu birkiskóga hér á landi. Með lögum um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands hófst skipulagt starf við að vernda leifar birkiskóga og efla útbreiðslu þeirra. Það starf hefur skilað þeim árangri að nú er þekja birkiskóga um 1,5%. Bonn-áskorunin Nú hafa stjórnvöld sett sér það markmið að við lok ársins 2030 hafi heildarútbreiðsla birkis náð 5% af flatarmáli landsins. Þar er átt við bæði gamla og uppvaxandi skóga. Þetta er liður í alþjóðlegu átaki, svokallaðri Bonn- áskorun, um aukna útbreiðslu skóga í þágu náttúrunnar og samfélaga fólks. Auk þess er endurheimt birkiskóga snar þáttur í áætlunum stjórnvalda um aðgerðir til að auka kolefnisbindingu, draga úr kolefnislosun og stuðla að jarðvegsvernd. Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi er liður í þessu átaki. Með verkefninu er í raun verið að nýta getu birkisins til að dreifa sér með sjálfgræðslu. Útbreiðsluaukning birkiskóga frá byrjun síðustu aldar er að mjög miklu leyti að þakka sjálfgræðslu birkis með fræi. Má í því s a m b a n d i nefna góðan árangur við endurheimt birkiskóga á Þórsmörk og svæðum þar í kring. Þegar friðun þess svæðis hófst var ekki annað eftir af hinum fornu skógum en nokkrar torfur. Nú er svæðið þakið skógi. Einnig má benda á birkiskóginn sem nú er að vaxa upp á Skeiðarársandi. Það svæði var skóglaust eftir Skeiðarárhlaupið árið 1996 en nú er þar að vaxa upp einn af stærstu birkiskógum landsins, eingöngu með sjálfgræðslu. Markmið að efla útbreiðslu birkis Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi hefur ekki eingöngu það markmið að efla útbreiðslu birkis. Reynslan hefur sýnt að þátttaka almennings og skilningur á mikilvægi landbótaaðgerða er lykillinn að árangri. Verkefnið gefur almenningi færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar þannig að auknum skilningi á mikilvægi landbótastarfs í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Tökum þátt í að safna birkifræi í haust og annaðhvort sáum því sjálf í valin svæði eða skilum því í sérstaka merkta kassa í Bónus-verslunum eða Olísstöðvum um allt land. Deilum myndum og frásögnum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #birkifræ og notum @birkifræ til að tengja innleggin samfélagsmiðlum fræsöfnunarinnar. Guðmundur Halldórsson SKÓGRÆKTIN Söfnun og sáning á birkifræi Birkifræ. Myndir / Skógræktin LÍF&STARF Á Landsmóti hestamanna á dögunum voru þónokkrir er kynntu vörur sínar og verkefni og leit blaðamaður við í nokkrum básum. Áhugavert er að spjalla við frumkvöðla jafnt sem þá er lengra eru komnir og eitt er víst – þarna er fólk með ástríðu fyrir sínu og gæti glatt okkur mörg eða gert okkur hægara fyrir. Blaðamaður lærði m.a. að hægfóðrun búfénaðar getur komið í veg fyrir magasár, hægt er að fá mjólk á sjálfsala í Krónunni Kópavogi og þá sem dreymt hefur um að skreyta hesta sína semelíusteinum geta óhikað haft samband við hana Siggu Pje er staðsett er á Eyrarbakka. HeyNet Af vefsíðu fyrirtækisins HeyNet kemur fram að í grunninn er hrossum eðlilegt að hafa frjálst aðgengi að fóðri í náttúrunni, borða í 16-18 klst. daglega. Elva Dís Adolfsdóttir, eigandi fyrirtækisins HeyNet, hannar og selur lausnir með vellíðan búfénaðar að markmiði og vinnur náið með ræktunarbúinu Stekkholtshestum í Biskupstungum. Hægfóðrun dýra er Elvu mikið hjartans mál, en henni fannst fátt um fína drætti í þeim efnum og fór svo að hún sjálf hóf að hanna vörur fyrir sig og aðra. „Ég nota nálar og prjóna við saumana og nýti meðal annars afskurð frá hinum og þessum sem annars hefði verið hent enda horfum við mikið í að endurnýta og nýta,“ segir hún aðspurð. „Við hjá fyrirtækinu þróum ýmsar hugmyndir, en svo er einnig hægt að koma til okkar og finna það sem hentar hverjum og einum. Þetta eru svokölluð hægfóðursnet, sem kindur, geitur og nautgripir jafnt sem hestarnir njóta góðs af en við rannsókn kom í ljós að hægfóðrun bæði bætir heilsu dýranna (í þessu tilviki hrossa), minnkar úrgang frá þeim og lækkar árlega neyslu fyrir utan það hversu auðvelt er að fóðra dýrin.“ „Auk dýranna hafa bæjarfélögin sýnt áhuga á þéttriðnum pokum,“ heldur Elva áfram, „þá helst í sambandi við garðavinnu unglinganna í stað plastpoka. Plastkúlurnar læt ég gera fyrir okkur en þær eru einnig ætlaðar til að hægja á áthraða fyrir hross eða dýr. Hestar framleiða stanslaust magasýrur og því hættari við magasári ef hesturinn fær ekki nógu oft fóður yfir daginn. Kúlurnar eru semsé ætlaðar aðallega fyrir þá, ásamt þéttari netunum frá okkur. Hægfóðrun mataræðis er því bæði upplögð og nauðsynleg aðferð til gjafa fyrir meltingarheilbrigði þeirra. Ýtir undir þá munnvatnsframleiðslu sem þarf til þess að mynda hlutlausa sýru í maga dýrsins – þá á móti þeim sem geta ollið magasári,“ segir Elva að lokum, en greinilegt að þetta mættu margir taka til umhugsunar í sínum búskap. Hreppamjólk Hreppamjólk var kynnt á Landsmóti hestamanna á dögunum og þær Ólöf María Stefánsdóttir og Ingibjörg Bára Pálsdóttir stóðu vaktina. Þær glöddu gesti og gangandi með afurðum fjölskyldubúsins Gunnbjarnarholti, undir merkjum hreppamjólkur. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki,“ segja stelpurnar, „sem er að selja ófitusprengda mjólk, gerilsneydda á flöskum. Flöskuna má svo nýta aftur, meðal annars við áfyllingu Hitt og þetta frá Landsmóti: Forsvarsmenn kynningarbása teknir tali Elva Dís Adolfsdóttir eigandi Heynets – hér má sjá plastkúlur sem ætlaðar eru til að hægja á áthraða hesta. Að auki er úrval varnings úr neti, til dæmis þessi glæsilegi guli kjóll! Þær stöllur Ólöf María Stefánsdóttir og Ingibjörg Bára Pálsdóttir stóðu vaktina og kynntu fyrirtækið Hreppamjólk. Veðurguðirnir léku gesti Landsmót grátt, en þó var mæting góð og notalegt að líta inn í tjöldin og kynna sér allt það sem í boði var á básunum. Mynd / ghp Ilmbjörk. Guðmundur Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.