Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Kæru smáauglýsendur athugið Frá og með 23. september nk. taka þær breytingar gildi að skrá þarf allar smáauglýsingar inni á vefnum www.bbl.is/smaauglysingar fyrir kl. 15.00 mánudag þá viku sem blaðið kemur út. Einnig þarf hér eftir að greiða auglýsingarnar með greiðslukorti eða með millifærslu. Ekki verður í boði lengur að fá sendan greiðsluseðil í heimabanka. Kær kveðja, Auglýsingadeild Bændablaðsins. Wardian-kassi í vörslu Economic botany safnsins. Einföld uppfinning sem breytti sögu grasafræðinnar. Cliantus maximus og pálmum. Samkvæmt plöntulista hússins eru þar um 1500 ólíkar tegundir. Bygging hússins hófst 1860 en vegna fjárskort tók 38 ár að klára það. Tempraða húsið var tekið í notkun í áföngum og ekki fullbúið fyrr en 1898. Húsið var allt gert upp á síðasta áratug og meðan á þeim framkvæmdum stóð voru allar plönturnar í því fluttar annað til geymslu. Heildarkostnaður við uppgerð gróðurhússins var 41 milljón pund, 6,6 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi, og það var aftur opnað almenningi 2018. Gróðurhús prinsins af Wales Eins og góðum konungi sæmir færði Karl III garðinum fullkomin gróðurhús að gjöf árið 1987 á meðan hann var prinsinn af Wales og krúnuerfingi. Húsið er þannig hannað að í því er hægt að ganga á milli tíu veðrabelta og skoða einkennisgróður hvers beltis fyrir sig. Hvort sem það eru kaktusar eða þykkblöðungar eyðimarkanna eða ásætur úr regnskógunum. Eitt af fjölmörgum plöntuundrum í gróðurhúsinu er hræblómið, Amorphophallus titanum, sem blómstraði fyrst í gróðurhúsi í garðinum árið 1889. Helsta sérkenni plöntunnar, sem er upprunnin á eyjunni Súmötru, er að hún blómstrar gríðarlega stóru blómi og lyktar eins og vel rotnað hræ af stórgrip og laðar þannig að sér frjóbera. Vísindastarfið í Kew Auk þess að vera fallegur garður með ótrúlega fjölbreyttu úrvali plantna frá öllum heimshornum er Kew ein virtasta miðstöð plöntuvísinda í heiminum. Kew er með á sínum snærum sérfræðinga á flestum sviðum grasafræðinnar. Hvort sem það er plöntulíffræði eða erfðafræði, flóra ákveðinna heimsálfa, plöntutegunda, greining plantna, varðveisla þurrkaðra planta, sveppa og garðyrkju, og á góðum degi er í Kew töluð meiri latína en í Vatíkaninu. Sérfræðingar Kew eru í samstarfi við hátt á fimmta hundrað vísindastofnanir í yfir hundrað löndum og hafa ákveðin landsvæði og jafnvel lönd undir smásjá, þar sem lögð er áhersla á að skrá og safna sýnishornum af plöntum sem eru í útrýningarhættu vegna eyðingu búsvæða þeirra. Sem dæmi er í gangi verkefni í Kenía sem fest í því að vernda villt afbrigði af bönunum og annað í Eþíópíu sem vinnur rannsókn á villtum kaffiafbrigðum. Í Ástralíu, Alpafjöllum Evrópu og í ríkjum Kákasusfjalla Georgíu, Armeníu og Aserbaídsjan er safnað fræjum af villtum plöntum sem einungis finnast á þeim svæðum og í Indónesíu og Papúa Nýju-Geníu er unnið að verndun gróðursvæða sem þykja einkennandi eða sérstæð. Auk þess sem 40 manns starfa á Madagaskar við gróðurrannsóknir á vegum Kew. Þurrkaða plöntu- og sveppasafnið Í Kew er varðveitt eitt stærsta vísindasafn í heimi af þurrkuðum plöntum og sveppum. Plöntu- sýnishornin í safninu eru um átta milljón og koma frá öllum heimshornum og um 20 þúsund eintök bætast við á hverju ári. Í sveppasafninu eru varðveitt hátt í 500 þúsund sýni. Gríðarleg vinna liggur að baki góðu vísindalegu sveppa- og plöntusafni, söfnun, greining, þurrkun og uppsetning, auk þess sem geymsla á stórum söfnum er plássfrek og þarfnast sérstaks húsnæðis ef vel á að vera. Safnið er einnig með í sinni vörslu ríflega 175.000 þúsund myndir, teikningar og málverk af plöntum. Elsti hluti plöntusafnsins er í húsi sem byggt var sérstaklega undir það árið 1852, síðan hafa geymslur safnsins verið stækkaðar fimm sinnum og nýjar geymslur aðlagaðar kröfum samtímans. Elstu plönturnar í safninu eru frá 1696 og komnar frá lækninum og grasafræðingnum Samuel Brow sem starfaði á Indlandi. Meðal annarra dýrgripa í safninu eru plöntur sem Charles Darwin þurrkaði og setti upp í ferð sinni með Beagle til Suður-Ameríku og Galapagoseyja árið 1835. Bókasafn Kew, stærsta plöntu- bókasafn í heimi, er í samliggjandi húsi við plöntusafnið og geymir rúmlega 500 þúsund bækur, skjöl, handrit, tímarit og kort sem tengjast grasafræði. Munir úr plöntum Í Economic botany safninu í Kew eru varðveittir yfir eitt hundrað þúsund munir úr plöntum og um 500 úr sveppum sem tengjast efnahag, verslun og viðskipum og einnig talsvert af listmunum. Þar er að finna einn af fáum upprunalegum Wardian-kössunum sem til eru, klæðnað, byggingarefni, kanóna, eitur í flöskum, sýnishorn af margs konar tei, mínatúr með íslensku brennivíni, leikföng, skartgripi og ótal margt fleira. Þreyttir fætur Eftir langan dag og mikla göngu í garðinum er gott að geta sest niður á öðru af tveimur veitingahúsunum í Kew og fá sér kaffi eða bjór og létta máltíð. Annað kaffihúsið er í gamla appelsínuhúsinu eða Oranseríinu en samhliða Pavilion greiðasölunni er gjafavöruverslun og ágætis bókabúð sem sérhæfir sig í plöntum og ræktun auk bóka sem Kew gefur út. Koparbeyki, Fagus sylvatica 'Purpurea'. Tréð var gróðursett í Kew um miðja átjándu öld sem hluti af trjásafninu sem fyrstu forstöðumaður garðsins var að byggja upp. Mark Nesbitt, forstöðumaður Economic botany safnsins í Kew. Safnið geymir muni sem búnir eru til úr plöntum. Á myndinni má sjá vatnsskjóðu sem búin er til og jafnframt elsti þekkti manngerði gripurinn úr náttúrulegu gúmmíi eða latexi. Ásætur og brönugrös í gróðurhúsinu sem Karl III Bretakonungur gaf Kew meðan hann var prinsinn af Wales og krúnuerfingi. Elsti hluti safnsins í Kew sem geymir þurrkaðar plöntur. GRÓÐUR&GARÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.