Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Spretthópurinn: Fyrstu greiðslur FRÉTTIR www.vallarbraut.is vallarbraut@vallarbraut.is S-4540050 ÞAÐ ER BARA SOLIS SOLIS 50 StageV Ný og endurbætt vél með vendigír við stýri. Túrbína og intercooler Endurhannað stjórnrými Verð: 4.980.000+vsk Með ámoksturstækjum 6.180.000+vsk Samkvæmt tillögum spretthóps sem Svandís Svavarsdóttir, mat - vælaráðherra setti á laggirnar vegna alvarlegrar stöðu land- búnaðar voru fyrstu greiðslur greiddar út fyrir helgi. Greitt var álag á gæðastýringu í sauðfjárrækt ásamt álagi á framlög til geitfjárræktar, samtals 894,5 milljónir króna. Greiddar voru gripagreiðslur í nautgriparækt nú í vikunni, samtals 235 milljónir. Spretthópurinn lagði m.a. til að greitt yrði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum sem og sérstakar greiðslur til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu, samtals 2.460 milljónir króna. Áætlað er að aðrar álagsgreiðslur verði greiddar samkvæmt eftirfarandi tímaáætlun. September 2022 · 20% álag á gripagreiðslur, holdakýr – 36 milljónir, greitt 21. september · 12 % álag á gripagreiðslur – mjólkurkýr – 199 milljónir, greitt 21. september · Aðlögun að lífrænni framleiðslu í garðyrkju – 5 milljónir Október 2022 · 65% álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur – 517 milljónir · 65% álag vegna útiræktaðs grænmetis – 34 milljónir Nóvember 2022 · 75% álag á nautakjötsfram- leiðslu, önnur álagsgreiðsla vegna framleiðslu júlí-september – 41 milljón Febrúar 2023 · 25% álag á beingreiðslur í garðyrkju – 101 milljón · 75% álag á nautakjötsframleiðslu, þriðja álagsgreiðsla vegna framleiðslu október-desember – 41 milljón. Uppgjör álags á gæðastýringu fer jafnframt fram í febrúar samhliða uppgjöri almennu gæða- stýringargreiðslunnar. Spretthópurinn lagði einnig til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína-, alifugla- og eggjaframleiðendum. Ráðuneytið vinnur að undir- búningi umsóknarferils vegna framangreindra stuðningsgreiðslna sem áætlað er að fari fram snemma árs 2023. /VH Gripagreiðslur í nautgriparækt voru greiddar í þessari viku, samtals 235 milljónir. Mynd / Myndasafn Bbl Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti bæinn Forsæti í Flóahreppi nýlega, þar sem hjónin og ábúendurnir Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigur- jónsson kynna sýninguna Tré og list í gamla fjósinu. Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að heiðra listakonuna Siggu á Grund, eins og Sigríður Jóna Kristjánsdóttir útskurðar- meistari er jafnan kölluð. Einn allra færasti útskurðarmeistarinn Sigga er einn allra færasti útskurðar- meistari landsins en mikið af verkum hennar er til sýnis í Tré og list. Sigga gekk um salinn með Guðna Th. og sýndi honum verkin sín og svaraði spurningum forsetans. Greinilegt var á viðbrögðum Guðna að hann var yfir sig hrifinn af verkum Siggu og safninu í Forsæti, sem rekið er af miklum myndarskap. Sigga fékk riddarakross frá forsetanum 2010 fyrir framlag sitt til þjóðlegrar listar. /MHH Hér er listakonan Sigríður Jóna Kristjánsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem var mjög áhugasamur um verk hennar á sýningunni í Tré og list. Myndir / MHH Tré og list í Flóahreppi: Forsetinn heiðraði Siggu á Grund Ómar Ragnarsson umhverfis- verndarsinni hlaut Náttúru- verndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2022. Ómar er landsmönnum vel kunnur og var í störfum sínum á fjölmiðlum iðinn við að vekja athygli á hinum ýmsu náttúruperlum landsins, áður en hann hóf baráttu sína fyrir náttúruvernd. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra afhenti viðurkenninguna á degi íslenskrar náttúru, 16. september síðastliðinn. Færði þjóðinni náttúruundur heim í stofu Í máli ráðherra við athöfnina kom fram að Ómari væri í lófa lagið að vekja athygli á málefnum og að hann hafi fært þjóðinni hvert náttúruundrið á fætur öðru, alla leið heim í stofu. Jafnt með Stikluþáttum sínum og öðrum myndum um náttúruvernd, sem og fréttaefni. Þannig hafi Ómar myndað Holuhraun áður en þar fór að gjósa og komið að Grímsvatnagosinu áður en nokkur annar kom þar að. Eins hafi Ómar verið ötull við að vekja athygli á rafknúnum farartækjum hin síðari ár og hafi til að mynda ferðast árið 2015 á rafhjóli frá Reykjavík til Akureyrar, í ferðalagi sem hann nefndi „Aðgerð orkuskipti“, þá orðinn 75 ára. „Þá er Ómar brautryðjandi í notkun rafbíla á Íslandi, kynnti ef minnið svíkur ekki rafbíl hér fyrir nokkrum áratugum síðan, og hefur undanfarin ár keyrt um á rafmagnsbílum. Hann sagði einmitt í viðtali fyrir nokkrum árum, og var því á undan okkur stjórnvöldum sem nú erum að takast á við málið, að það væri ekki nóg að rafmagnsbílar væru bara fyrir þá efnameiri. Huga þyrfti að „rafbíl litla mannsins“. Eldhugi sem lagði allt í sölurnar „Íslensk náttúra væri svo miklu fátækari ef ekki væri fyrir eldhuga sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir hana. Ég eins og margir Íslendingar erum svo heppin að hafa átt Ómar sem glugga inn í hluti sem eru svo ótrúlega mikilvægir en fáir sinntu. Einstaklingar skipta máli og skýrt dæmi um það er Ómar Ragnarsson. Það verður aldrei hægt að mæla það hvað hann hefur gert, með sínum einstaka hætti, fyrir íslenska náttúru. Mín kynslóð og margar fleiri fengum að kynnast náttúru Íslands vegna áhuga og atorku Ómars Ragnarssonar. Fyrir það er ég þakklátur,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í rök- stuðningi sínum. /VH Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra veitir Ómari Ragnarssyni Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2022. Mynd / Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti: Ómar Ragnarsson heiðraður Í frétt sem birtist í Bændablaðinu 9. september síðastliðinn um reglugerð sem heimilar aukið innihald kadmíum í tilbúnum áburði var farið með rangt mál. Þar kom fram að reglugerðin gilti til þriggja ára. Rétt er að gildistími hennar er til ársloka 2023. Einnig var tekið fram að ESB hefði lækkað leyfilegt hámark kadmíum í 60 mg pr. kg. fosfórs. Hið rétta er að hámarkið var lækkað niður í 60 mg pr. kg þrífosfats (P2O5), sem er sambærilegt gildandi hámarki hér á landi. /ÁL Leiðrétting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.