Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022
A Wendel ehf.
Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík,
S:551 5464 - wendel@wendel.is
www.wendel.is
Hilltip Icestriker 900–1600L
Salt og sanddreifari í tveim
stærðum fyrir stóra pallbíla og
minni vörubíla. Rafdrifinn 12V.
Hilltip Icestriker 380–550L
Salt og sanddreifarari í tveim
stærðum, fyrir minni pallbíla.
Rafdrifinn 12V.
Hilltip Icestriker 600 TR
Rafdrifinn kastdreifari
fyrir dráttarvélar m/öflugum
efnisskömmtunarbúnaði.
Hilltip Snowstriker VP
Fjölplógur fyrir pallbíla, minni
vörubíla og jeppa. Fáanlegur í
185–240 cm breidd.
Hilltip Snowstriker SP
Snjótönn fyrir pallbíla, minni
vörubíla og jeppa. Fáanleg í
165–240 cm breidd.
Hilltip Fjölplógur MVP
Fjölplógur fyrir ameríska
pallbíla t.d. RAM 3500,
GMC 3500 og FORD 350.
Gripasýningin er alltaf sérlega glæsileg á Libramont, hér má sjá einkar
fallegar kýr af Holstein mjólkurkúakyninu í kynbótadómi.
Sauðfjárdómar fara fram með svipuðum hætti og á Íslandi, bæði
samanburðarmat og hefðbundin stigun á bak- og lærisvöðvum.
Sala beint frá býli er í örum vexti bæði hér á landi og víða erlendis og hér
sést ein áhugaverð lausn við sölu á vörum. Sjálfsali sem tekur allt frá stórum
lærum og niður í örsmáar einingar! Svona tækjum er einfaldlega komið
fyrir við heimreiðar bæjanna og þar geta svo viðskiptavinirnir sjálfir keypt
hvenær sólarhringsins sem er!
Útiganga varphænsna hefur verið í stöðugum vexti í Evrópu undanfarin ár enda
vilja fleiri og fleiri neytendur borga heldur hærra verð fyrir slík egg en frá hænum
sem alltaf eru innandyra. Vandamálið við slíka framleiðslu er þó sú að eigi að
gera þetta að stórbúskap, og vera með hundruð eða þúsundir af hænum, þá
tæta þær upp landið sem þær eru á mjög hratt. Til að leysa málið hefur þýska
fyrirtækið Huehnermobil komið með þessa áhugaverðu lausn. Hænsnakofi á
hjólum sem má þá færa til eftir því sem hænurnar slíta upp landið. Eina sem
þarf að bæta við er færanleg há girðing! Á myndinni sést minnsta gerðin, sem
tekur 350 hænur, en stærsti færanlegi hænsnakofinn frá fyrirtækinu hefur aftur
á móti pláss fyrir 1.200 hænur!
Öllum nýjungum í vélum og tækjum er auðvitað ekki hægt að gera skil hér
en þessi vél frá Hyler var nokkuð mögnuð enda sérhönnuð vinnsluvél fyrir
hampræktendur! Gæti átt erindi við íslenska bændur. Það sem gerir þessa vél
sérstaka, og raunar einstaka að sögn söluaðilanna, er að vélin er sérhönnuð
til þess að snúa sláttuskára hampsins án þess að skerða lengd trefjanna í
stofni plantnanna. Fyrir vikið fæst rúmlega helmingi hærra verð fyrir hampinn!
Taktu daginn frá!
Þann 15. Október er járningamannadagurinn haldin að Völlum í Ölfusi (Eldhestum)
Opin verklegur dagur.
Opinn fyrir járningamenn, dýrlækna, kynbótadómara og áhugamenn, svo allir eru velkomnir!
Fyrripart dagsins verða ákveðin vandamál, fyrirfram valdra hesta skoðuð.
Þátttakendum verður skipt niður í blandaða hópa, af dýralæknum, járningamönnum,
kynbótadómurum og áhugamönnum og hverjum hóp er falið að greina einn hest.
Eftir hádegi verður haldin hin árlega járningamannakeppni ásamt því verður kynning frá Mustad
á nýju skeifuna “LiBero Ice”.
Einnig mun Geert Íslandsmeistari 2021 sýna göngugreiningu “Werkman black” hesta á staðnum.
Dagskrá byrjar kl 9:00 og stendur yfir allan daginn til klukkan 17:00
Járningamannakeppnin er frá 15:00 - 17:00
Skráning í keppni er opin öllum.
Hún er opin til 3. Október og þarf að berast á jarningamenn@gmail.com
Járningarmannadagurinn í ár er samstarfsverkefni Járningamanna og Dýralækna.
Með kveðju Stjórnin