Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Umskiptin tóku nokkrar vikur Skafti og Lisa tóku formlega við búinu 1. janúar síðastliðinn en umskiptin áttu sér stað yfir nokkrar vikur. Sigurður og Gróa héldu til í gestahúsi skammt frá bænum og þjálfuðu nýju bændurna þangað til þau fluttu yfir á Akureyri í febrúar. Fyrst um sinn héldu Skafti og Lisa til í húsnæðinu sínu á Blönduósi, en um miðjan janúar fluttu þau alfarið á Brúsastaði. „Það var allt til alls til að búa,“ segir Skafti. Íbúðarhúsið var allt tekið í gegn fyrir nokkrum árum og öll aðstaðan í fjósinu mjög góð. Á jörðinni eru 97 hektarar af túnum sem fyrri ábúendur höfðu lagt mikla áherslu á að halda í góðri rækt. Fyrstu mánuðir gengu vel Þau segjast ekki hafa lent í neinum alvarlegum skakkaföllum þessa fyrstu mánuði eftir að þau tóku við búinu, þó auðvitað séu alltaf einhver óvænt verkefni sem þurfi að leysa. Úrlausnarefni eins og júgurbólga, súrdoði eða burðarvandamál komu upp öðru hverju, en það er eðlilegur hluti af kúabúskap. Þau segja erfitt að segja til um hvernig gangi. „Mig langar bara til að komast í gegnum fyrsta árið og taka svo stöðuna,“ segir Lisa. Þau búast samt ekki við öðru en að reksturinn lukkist ef þau halda vel á spöðunum og fara ekki fram úr sér í fjárfestingum. Þau eru ekki alveg sammála hvort þau finni fyrir einhverjum þrýstingi þar sem þau eru að taka við einu afurðahæsta búi landsins. Skafti lætur það lítið á sig fá, en Lisa segir að það sé alltaf ákveðin pressa að halda uppi jafn góðum búskaparháttum og voru hjá fyrri bændum. Þau eiga erfitt með að sjá fyrir hvernig búskapurinn muni þróast á næstu árum. Það sé svo mikill óstöðugleiki í greininni um þessar mundir þegar aðföngin hækka gífurlega hratt. Sem betur fer séu allir þeir sem þau versla við liðlegir varðandi reikninga og greiðslur. „Það er bara að hringja áður en maður er kominn í vandræði,“ segir Skafti. Fljót að læra á kýr „Ég hafði aldrei komið nálægt kúm áður en við tókum við hérna,“ viðurkennir Lisa og segist hafa þurft að læra allt frá byrjun. Kýr séu samt sem áður afar áhugavert viðfangsefni sem hægt er að sökkva sér í. Margar forvitnilegar hliðar séu á kúabúskap, hvort sem það er spenastig, júgurbólga eða kynbætur og gefandi sé að velta fyrir sér hvernig hægt er að ná betri árangri. Samfélag gott Gróskumikið samfélag er í Vatnsdalnum og segjast Skafti og Lisa vera mjög heppin með nágranna í allar áttir. Samvinnan er góð og stökkva allir til ef þörf er á aðstoð. Flestir bændurnir í sveitinni eru sauðfjárbændur, en á Brúsastöðum eru einungis nautgripir og nokkrir hestar. Þau búast við því að missa úr félagslega þættinum sem fylgir sauðfé, sérstaklega réttum og smalamennsku, en reyna að taka þátt og hjálpa eins og þau geta. Í dalnum eru tvö önnur kúabú og hafa þau fengið stuðning og kennslu frá bændunum þar. „Í hvert skipti sem það er eitthvað óljóst hringi ég í Maríönnu,“ segir Lisa, en hún er kúabóndi á Hnjúki skammt frá Brúsastöðum. Skafti og Lisa eiga þrjú börn – Ingimar Emil, 5 ára, Anton Þór, 4 ára og Eyrúnu Ölmu, 1 árs. Yngri börnin tvö eru á leikskóla á Húnavöllum og er elsti strákurinn kominn í grunnskóla á Blönduósi. Gróa Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson, fyrrum ábúendur á Brúsastöðum, vildu leggja sitt af mörkum til þess að jörðin héldist í byggð. Fyrir meira en tuttugu árum ákváðu þau að þegar kæmi að sölu þá yrði jörðin seld í heilu lagi. Ljóst var að hvorki dóttir þeirra né neitt af þeirra frændfólki treysti sér í að taka við því kefli. Því tóku þau vel áhuga Skafta og Lisu. Þrátt fyrir að hafa byggt upp nútímalegt kúabú með metafurðir og vera sjálf á besta aldri, fundu hjónin að nú væri réttur tími til að víkja. Þarna var komið ungt og öflugt fjölskyldufólk sem vildi viðhalda búskap á jörðinni og ekki víst að þau hefðu áhuga síðar. „Hefðu þau ekki komið þá hefðum við haldið áfram að minnsta kosti næstu fimm til sjö ár í viðbót, eða fram að ellilaunum,“ segir Sigurður. Hann var þó feginn að geta selt á þessum tímapunkti þar sem læknir hafði nýlega úrskurðað bakið á Sigurði verulega slitið. Ungt barnafólk í staðinn Með þessu telja Sigurður og Gróa að þau hafi skilið vel við dalinn ef horft er á samfélagið. „Það fara tvær fullorðnar manneskjur og koma ung hjón með þrjú börn í staðinn. Þau eru 30 árum yngri en við og við höfðum búið í 30 ár.“ Með þessu vonast þau til að jörðin haldist í búskap næstu áratugina og þá verður vonandi einhver annar klár til að taka við keflinu. Gróa fjórði ættliður Aðspurð hvort einhver eftirsjá sé að sölunni þá segja þau svo vera og þau hafi ekki búist við öðru. „Gróa er fædd og uppalin þarna og er fjórði ættliðurinn á bænum. Svo byggðum við upp jörðina frá A til Ö og er því erfitt að fara frá,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir verulega eftirsjá eftir jörðinni eru þau mjög ánægð með að Skafti og Lisa séu tekin við. „Það þyrftu fleiri að selja jarðirnar ef ættingjarnir ætla ekki að taka við. Það er of algengt að fólk búi áfram á jörðunum sínum þó það sé hætt með búskap og selji allt af þeim. Samfélagslega séð er það ekki gott.“ Ákváðu að selja til að viðhalda búskap Gróa Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson höfðu byggt upp nútímalegt kúabú á Brúsastöðum undanfarna áratugi. Þar sem ættingjar vildu ekki taka við keflinu urðu þau fegin þegar Skafti og Lisa sýndu áhuga. Mynd / H.Kr.Á Brúsastöðum er nýlegt lausagöngufjós með einum Lely mjaltaþjón. Mynd / ÁL . Auglýst eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar. Matvælaráðuneytið auglýsir eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar samkvæmt reglugerð nr. 144/2022 um stuðning við sauðfjárrækt (III kafli). Umsóknum skal skilað inn á skrifstofu Matvælaráðuneytisins á sérstökum eyðublöðum sem stofnunin lætur í té eigi síðar en tveimur vikum eftir birtingu auglýsingar. Stuðningur til söfnunar ullar er háður því að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði: 1. Aðili skal vera reiðubúinn að taka við allri vinnsluhæfri ull af öllum framleiðendum sem þess óska. 2. Aðili þarf að sækja ull heim til framleiðanda eða taka á móti ullinni á móttökustöð sem ekki er lengra frá hverjum einstökum framleiðanda ullar en 100 km. 3. Að minnsta kosti 30% allrar ullar sem aðili móttekur skal þvegin hér á landi og jafnframt unnið úr þessari sömu ull band, lopi eða samsvarandi vara hérlendis. Umsóknarfrestur er til 7. október næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Matvælaráðuneytið. Netfang postur@mar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.