Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 fella tré. Þegar tré eru felld þarf að huga að gæðum trjánna og að trjábolirnir séu sagaðir í lengdir eftir nýtingamöguleikum. Tré geta auðveldlega verið 30 metra há og er óskastaðan sú að neðsti hluti bolsins fari í fyrsta flokk, næsti í annan flokk og loks fer efsti hlutinn (toppurinn) í pappamassa eða til kyndingar. Þetta er þó ekki svona einfalt þegar kemur að því að velja tré til að fella. Þegar búið er að koma bolunum úr skóginum alla leið í sögunarmylluna þarf að meta hvern einasta bol nánar út frá gæðum. Bolirnir eru flokkaðir eftir 5 stigum. Mat við hvern bol getur verið af ýmsu tagi svo sem: hvernig liggja kvistir í bolnum, af hvaða gerð eru kvistirnir, eru árhringirnir jafnir, eru sjáanlegir skaðar og svo framvegis. Eftir að bolurinn er metinn þarf að ákveða sögunaraðferð við bolinn til að ná fram mestu og verðmætustu viðarnýtingunni. Það væri t.d. hægt að ná planka, stöku fjölum og nokkrum lektum út úr einum bol. Allur viður er nýttur. Við sögunarferlið í viðarvinnslum, stórum sem smáum, fellur til ofboðslegt magn af afsagi og sagi. Það er kurlað og nýtt til hitunar eða í pappírsframleiðslu. Aðallega vatn Tré er að miklu leyti vatn. Þegar timbur þornar tekur það yfirleitt á sig nýja mynd. Það er mikil kúnst að þurrka við. Í viðarvinnslum eru þurrkklefarnir risastór gímöld; byggingar á stærð við stærstu íþróttahús. Hér verður ekki farið nánar í þurrkun viðar því þau fræði ein og sér eru mikil og nokkuð sérhæfð. Eftirspurn hverju sinni getur haft mikið að gera með val meðferðar. Sem dæmi um við með sérstaka eiginleika er gluggaviður. Þar þarf sérstaklega að vanda til verks. Viður er enn í dag eitt eftirsóttasta byggingarefni fyrir glugga þrátt fyrir alla þá málma og plastefni sem eru í boði. Góður viður í glugga þarf að hafa jafna, þétta og beina áhringi og vera kvistlaus. Stór stétt Að mörgu er að hyggja við viðarframleiðslu. Viður er það hráefni sem stöðugt þarf að vera framboð á. Timburgeirinn er stór og fjölmenn stétt um allan heim. Skógrækt ein og sér er fjölmenn en afleidd störf út frá vinnslu í skógum og á viði eru óteljandi. Með stækkaðri skógarauðlind Íslendinga verða til enn fleiri spennandi atvinnutækifæri. Með síbreytilegu loftslagi og óútreiknanlegum ákvörðunum áhrifaríkra stjórnvalda er erfitt að fullyrða um framtíðina. Með aukinni skógrækt verðum við vonandi einn daginn sjálfum okkur næg um timbur. Það er veigamikill liður í að gera Ísland sjálfbært. Frekari upplýsingar, svo sem myndbönd, um viðargæði og námskeiðið TreProX, er hægt að nálgast á treprox.eu og víðar. Upplýsingar flugnanet@gmail.com www.ölfus.is sími 8959801 Þar sem sumarið er stutt skulum við nota haustið og vorið til að koma neti í glugga og hurðir. Lúsmýið er komið til að vera - sjá myndir www.ölfus.is. Verum tilbúin þegar lúsmý mætir sumarið 2023 Flugnanet - Lúsmýnet KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF AJ RAFSTÖÐVUM Stöðvar í gám Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Skógarbóndinn Frederik Gustavsson rekur litla sögunarmyllu heima á sínum bæ. Þarna er að finna stórviðarsög, heimagerðan þurrkklefa, tréverkstæði, ýmsar gerðir skógarhöggsvéla og nokkuð mikið af viðarstæðum. „Að meta tré getur verið flókið, en eins og með flest annað skiptir miklu máli að flækja ekki málin of mikið.“ Þetta sagði Andreas Arvindssson, sérfræðingur hjá Biomeria. Á lyftaranum situr Jonas Nillsson, prófessor við Linné-háskóla. Úrval af þægilegum og endingagóðum sokkum. 40 sölustaðir, hafðu samband til að fá upplýsingar um sölustað í nágrenni við þig. Sokka Kompaníið ehf. 230 Reykjanesbær - info@socks2go.eu - gsm: 831 8400 - www.socks2go.is SVFR leitar að veiðisvæðum, sér í lagi fjölskylduvænum svæðum þar sem kynslóðirnar geta veitt saman. Við horfum til ár- og vatnasvæða með góðri veiðivon, sérstaklega svæða þar sem bæði börn og fullorðnir geta notið sín. Ef þörf er á aðstöðu, t.a.m. veiðihúsi, er félagið reiðubúið í samtal um að koma að þeirri uppbyggingu. Allar hugmyndir eru vel þegnar, þær skal senda á framkvæmdastjóra SVFR, Sigurþór Gunnlaugsson, í tölvupósti á sigurthor@svfr.is. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 568 6050. SVFR var stofnað 1939 og er traustur samstarfsaðili. Tilgangur félagsins er m.a. að styrkja stöðu stangaveiði sem almennings- og fjölkskylduíþróttar. Lykilþáttur í þeim tilgangi er að efla áhuga barna og unglinga á stangaveiði með fræðslu og góðu aðgengi að ár- og vatnasvæðum. Ár- og vatnasvæði óskast! STOFNAÐ 1939
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.