Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 22.september 2022 Kara Nótt Möller hefur stundað sápugerð um árabil. Þegar kom að því að velja viðfangsefni fyrir lokaverkefni sitt úr búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands ákvað hún að rannsaka mögu- leikann á að gera sápur úr hrein- dýrafitu, sem er ónýtt afurð í dag. Kara Nótt hafði aldrei velt því fyrir sér að mögulegt væri að framleiða sápur heima hjá sér. Hún sá hins vegar fólk gera þetta á Youtube.com fyrir nokkrum árum og ákvað því að láta slag standa. „Ég keypti 25 kíló af vítissóda því það eru minnstu pakkningarnar sem þú getur fengið. Eftir að hafa gert mjög mikið af sápum, þá á ég enn þá eftir helminginn af því,“ segir hún. Eftir að hafa gert sínar eigin sápur hefur Kara Nótt líka tekið eftir því að ofnæmisviðbrögð og þurrkur í húð hefur dregist saman. „Það virðist vera sem þessar sápur mýki og næri húðina frekar en þær sápur sem þú kaupir úti í búð.“ Þrjú uppistöðuefni í sápu „Uppistöðuefnin í sápu eru fita, vatn og vítissódi. Svo er hægt að blanda út í þetta ýmislegu og breyta hlutföllum. Það þarf hins vegar að passa upp á að hafa næga fitu til að hlutleysa allan vítissódann, annars getur hann skaðað húðina. Það er því svolítil efnafræði við að setja saman uppskriftina, en þegar uppskriftin er komin þá er þetta eins og að baka,“ segir Kara. Þessu er svo öllu blandað saman og hellt í form. Við það fara af stað efnahvörf sem nefnast sápun – blandan nær upp hita og harðnar að lokum. Kara Nótt ákvað að taka vísindalega nálgun í verkefninu og bar saman þrjár tegundir af dýrafitu, þ.e. nauta-, kinda- og hreindýrafitu. Hún kannaði líka mismunandi magn dýrafitu á móti jurtafitu í þremur mismunandi hlutföllum, allt frá því að vera með mjög litlu hlutfalli af jurtafitu yfir í að vera einungis með dýrafitu. Samtals voru þetta því níu uppskriftir og voru helstu niðurstöðurnar að með auknu hlutfalli af jurtafitu freyðir sápan meira. Á móti varð sápan harðari eftir því sem hún innihélt meiri dýrafitu. Ekki var merkjanlegur munur á eiginleikum sápunnar eftir því hvernig dýrafita var notuð. Mest allri hreindýrafitu fargað Hreindýrafitan sem Kara Nótt fékk er aðallega innyflafita og fitan sem er í kringum læri og rass. Hráefnið fellur til í verkunarstöðvum sem verka hreindýr fyrir veiðimenn. Eins og staðan er í dag er fitan notuð í litlu magni til heimabrúks, en fer annars alfarið í urðun. Til að fá samanburð kannaði hún hvernig staðan er hjá tveimur stórum sláturhúsum og fékk þær upplýsingar að nýtingarhlutfall sauðfjár- og nautafitu er almennt mjög gott. Umhverfisvænni kostur Fitan sem Kara Nótt notaði í sína sápugerð áður en hún fór í þetta verkefni voru ólífuolía, kókosolía og pálmaolía. „Hugsunin með því að nota dýrafituna er að þá get ég tekið út pálmafituna,“ sem Kara Nótt segir að sé jákvætt í ljósi þess að framleiðslan á pálmafitu hefur mjög neikvæð umhverfisáhrif. Þar sem að hreindýrafitunni er annars fargað má segja að hreindýrasápan sé mjög umhverfisvæn. Þrátt fyrir fjölmarga kosti og sérstöðu hreindýrasápunnar gerir Kara Nótt ekki ráð fyrir að koma henni á markað. Kröfurnar til að fá leyfi fyrir sölu á handverkssápu með nýju hráefni séu einfaldlega of miklar. /ÁL FRÉTTIR www.vallarbraut.is vallarbraut@vallarbraut.is S-4540050 ÞAÐ ER BARA SOLIS SOLIS 90 90 hestafla vélar á frábæru verði. Verð: 5.695.000+vsk Með ámoksturstækjum 6.970.000+vsk Verkefnið Hringrásarhænur í bakgörðum fékk styrk frá Matvælasjóði í flokki verkefna á hugmyndastigi. Styrkurinn verður nýttur til að standa straum af uppsetningu aðstöðu og inn- flutningi á eggjum hæna af kyni sem kallast Plymouth Rock. „Í lok apríl sótti ég um leyfi til innflutnings hjá MAST,“ segir Alfreð Schiöth en afgreiðslan hefur dregist og leyfið ekki enn komið. Styrkur úr Matvælasjóði Schiöth hlaut nýlega 2,6 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði fyrir verkefni sem hann kallar Hringrásarhænur í bakgörðum. Alfreð, sem er alinn upp í sveit, auk þess að vera dýralæknir, þekkir mjög vel til hænsnahalds. „Ég er búinn að koma mér upp útungaraðstöðu, sem bíður tilbúin eftir frjóvguðum eggjum þegar leyfi liggur fyrir. Hér er ekki um landnámshænur að ræða, heldur þyngri stofn sem gefur af sér bæði kjöt og egg og kallast Plymouth Rock. Einn af kostum stofnsins er að þær flögra ekki úr görðum sökum stærðar sinnar og eru rólegar,“ segir Alfreð, sem er búsettur á Akureyri. Þar hefur hann breytt gömlu hesthúsi í aðstöðu til útungunar og uppeldis. Rólegar bakgarðshænur Alfreð segir hænurnar lifa að miklu leyti á völdum lífrænum úrgangi, sem annars færi til spillis. „Það er þannig að hægt er að tala um hringrásarhænsn. Dýr sem eru hluti af hringrás heimilisins, gefa af sér egg og kjöt, samhliða því að auka fæðuöryggi og bæta hag heimilanna, sérstaklega núna með hækkuðu matvælaverði. Ef allt gengur upp mun það verða aðgengilegra fyrir leikmenn að koma sér upp bakgarðshænum, sem eru rólegar og trufla ekki nágrannana, ásamt góðum leiðbeiningum og ráðum ræktanda,“ segir Alfreð, bjartsýnn á framhald verkefnisins. / MHH Plymouth Rock hænsnfuglar. Mynd / localharvest.org/ Plymouth Rock: Nýr hænsnastofn Vegagerðin hefur óskað eftir því við sveitarfélagið Norðurþing að samþykkt verði uppsetning tveggja myndavéla og veðurstöðvar við Dettifossveg. Myndavélarnar yrðu settar upp á 6 til 12 metra há möstur og í 20 til 30 metra fjarlægð frá vegi. Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur fallist á uppsetningu myndavéla og veðurstöðvar, en minnir á að þjóðgarðsyfirvöld þurfa einnig að samþykkja erindið áður en búnaður er settur upp. Ráðið skorar á Vegagerðina um leið og það samþykkir erindið að tryggja fulla vetrarþjónustu á Dettifossvegi númer 862. „Full vetrarþjónusta á Dettifossvegi myndi styðja vð stefnu stjórnvalda um að jafna árstíðarsveiflu í ferðaþjónustu og einnig er aukin vetrarþjónusta afar mikilvæg fyrir þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í Kelduhverfi og Öxarfirði, tengir saman svæði og nýtir fjárfestingu sem ríkið hefur þegar byggt upp,“ segir í bókun ráðsins. /MÞÞ Sveitarfélagið Norðurþing: Uppsetning myndavéla og veðurstöðvar Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, bygg- ingarlóðum og lóðum undir atvinnunúsnæði í Flóahreppi. Unnið er að deiliskipulagstillögu fyrir ný hverfi. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóa- hrepps, segir að um þessar mundir viti hún ekki um neitt leiguhúsnæði eða íbúðir til sölu í hreppnum og þær jarðir sem fara á sölu seljist líka fljótt. „Það er verið að vinna að deiliskipulagstillögu fyrir ný hverfi í hreppnum og í farvatninu eru búgarða- og íbúðabyggðir á fleiri stöðum í sveitarfélaginu og mjög spennandi að sjá hvað verður. Fólk er að sjá mikil tækifæri í nýju brúarstæði yfir Ölfusá og bættum samgöngum í Ölfusinu á milli Hveragerðis og Selfoss. Með þessum bættu samgöngum er Flóahreppur enn eftirsóknarverðara sveitarfélag til búsetu og fólk horfir til þeirra búsetuskilyrða sem fylgja því að setjast að rétt fyrir utan þéttbýlið þ.e friðsældar, fámennis, náttúru, umferðaröryggis, góðra skóla og fleiri þátta,“ segir Hulda alsæl með mikinn áhuga fólks að flytja í sveitarfélagið. / MHH Margir vilja flytja og eiga heima í Flóahreppi en þar er ekkert af lausu húsnæði eins og staðan er í dag en það stendur allt til bóta. Mynd / MHH Flóahreppur: Mikil eftirspurn eftir lóðum Hvanneyri: Sápur úr hreindýrafitu Sápur úr hreindýrafitu hafa sam- bærilega eiginleika og aðrar sápur gerðar úr dýrafitu. Kara Nótt gerði tilraunir með framleiðslu á sápu úr hreindýrafitu. Samkvæmt henni er þetta gott hráefni sem fer nær alfarið til spillis. Myndir / Aðsendar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.