Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Blaðsíða 29
Ung kona er var samtímis Sigurjóni á spítalanum,
ætlaði að hefja samræður við hann. Til að byrja sam-
talið sagði hún: „Það er lítið við að vera hér.“
„Ha? Genever,“ svaraði Sigurjón, „ef það væri nú
svo gott.“
Konan ákvað að láta sem ekkert væri og sagði því:
„Nei, það fer lítið fyrir því.“
„Whisky, nei því síður,“ svaraði Sigurjón.
51.
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON, varaformað-
ur Dagsbrúnar, bjó lengi við Ljósvallagötuna, en hin-
um megin við götuna er gamli kirkjugarðurinn.
Eitt sinn þegar Dagsbrúnarmenn áttu í verkfalli
og löngum og ströngum samningafundi var nýlokið
og Guðmundur sofnaður heima hjá sér, brá svo við,
að vegna einhvers ágreinings um framkvæmd verk-
fallsins, þurfti endilega að ná í Guðmund.
Kristján Jóhannsson, sem þá var í stjórn Dags-
brúnar, fór heim til Guðmundar til þess að vekja
hann. Kristján kom einn aftur og sagðist hafa hringt,
barið og kallað, en allt án árangurs, og bætti svo við:
„Þegar þeir voru farnir að rumska hinu megin við
götuna, þá hætti ég.“
52.
SKÖMMU eftir herforingjabyltinguna í Grikk-
landi komu hingað grískir útlagar til að kynna mál-
stað andspyrnuhreyfingarinnar og ástandið í Grikk-
landi. Meðal annars var farin kröfuganga.
Þegar einn grikkjanna ætlaði að víkja af þeirri
27