Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Blaðsíða 46
í bridds. Svo vildi til að gestur úr Reykjavík var
staddur í næsta húsi. Hann var góður briddsmaður
og bættist í hópinn og var nú spilað fram á nótt.
Nokkrum dögum seinna frétti Valbjörg lát þessa
manns. Henni varð þá að orði:
„En hvað þetta er skrýtið. Það eru ekki nema þrír
dagar síðan ég var að spila við líkið.“
95.
EINHVERJU SINNI, þegar litla vinnu var að hafa
við höfnina kom maður frá Pósti og síma niður á
gamla verkamannaskýlið, þeirra erinda að ráða menn
til að grafa fyrir kapli við símstöðina, sem verið var
að reisa við Múlakamp.
Meðal annarra, sem boðin var vinna, var verka-
maður, er hafði orð fyrir að vera hirðusamur úr hófi,
þegar hann vann við uppskipun.
Hann var tregur til að taka þessu starfstilboði, en
lét þó að lokum tilleiðast.
Þegar komið var á vinnustaðinn, sneri hann sér
að starfsfélögum sínum, tilvonandi, og sagði:
„Ég vek athygli ykkar á því piltar, að hér er það
bara kaupið klippt og skorið.“
96.
GUÐMUNDUR HANNESSON, sem lengi var bæj-
arfógeti á Siglufirði, var maður afskaplega kurteis,
en þótti oft nokkuð utan við sig.
Á bæjarfógetaárum Guðmundar var það ekki fátítt
að Siglfirðingar hefðu geitur sem húsdýr.
44