Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Blaðsíða 9
1.
KONA NOKKUR á Austurlandi spurði verkamann,
sem var að binda járn í nýbyggingu: „Til hvers eruð
þið með allt þetta j árn ? Það hverfur hvort sem er allt
undir steypu.“
2.
SVEINBJÖRN HERMANSEN vann lengi á skrif-
stofu Bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. Hann var
drykkfelldur, en þó mjög hæfur starfsmaður.
Skrifstofustjóri við embætti bæjarfógeta hét Jó-
hann, en gekk manna á meðal undir nafninu Jói
rúsína.
Eitt sinn, er Sveinbjörn hafði verið á löngu fylliríi,
en var mættur aftur til vinnu, enda þótt heilsan væri
af eðlilegum ástæðum mjög bágborin, hundskamm-
aði Jóhann hann fyrir það hátterni að mæta ekki til
vinnu vegna drykkjuskapar.
Þegar Jóhann virtist hafa rasað út, leit Sveinbjörn
á hann og sagði síðan með brúsandi hægð: „Ég held
nú bara, að þú sért að verða að sveskju.“
3.
INGVAR BJÖRNSSON, lögfræðingur, sat eitt sinn
að spjalli við kunningja sína. Talið barst að efnuðum
manni, sem var nýlátinn. Voru menn ekki á eitt sátt-
7