Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Blaðsíða 58
Allt er kalið undir mér
í þeim svala vindi.
Hún svaraði:
Mig að fala ónýtt er,
ungan hal þótt fyndi.
124.
DEILUR ÞÆR, sem urðu milli kaupfélagsstjórans
á Selfossi, Odds Sigurbergssonar, og allmargra
starfsmanna kaupfélagsins, eru mönnum enn í fersku
minni.
Eftir að sættir höfðu tekist orti Kristján Jóhanns-
son:
Eflaust skilja eftir brodd
örvar í slíkri brýnu.
En brotið hefur Oddur odd
af oflætinu sínu.
\
125.
NOKKRU EFTIR hið fræga geðveikismál var Jón-
as frá Hriflu á kosningafundi á Seyðisfirði.
Meðan Jónas var að halda ræðu, gall við maður,
er Brynjólfur hét: „Hlustið ekki á manninn. Hann
er geðbilaður."
Jónas svaraði að bragði: „Já, geðveikina, hana er
hægt að lækna, en heimskan, hún er ólæknandi."
Svarið vakti mikinn fögnuð, og skömmu síðar
komst þessi vísa á kreik:
Ekki er Brynki alveg frá,
er þó nærri strandi.
56