Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Blaðsíða 42
Á jólum var Jón vanur að gefa starfsmönnum sín-
um myndarlegar jólagjafir.
Ein jólin fengu allir eitthvað, nema Bogi. Einhver
hafði orð á þessu við Jón, og spurði hvers vegna Bogi
fengi enga jólagjöf.
„Hann sér um sig,“ svaraði Jón hægt og myndug-
lega.
84.
ÞORSTEINN I BRISTOL og Gunnar frá Selalæk
voru þekktir kvennamenn á sínum tíma. Eitt sinn
hittust þeir í Bankastræti á leið niður í bæ. Þeir
komu sér saman um, að í hvert sinn er þeir mættu
konu, sem þeir hefðu sofið hjá, skyldi Þorsteinn segja
„damm“ en Gunnar „digg“. Leiknum átti svo að ljúka
við Hótel Island, sem stóð við Aðalstræti.
Þeir lögðu svo af stað, mættu mörgum fallegum
konum og sögðu til skiptis „damm“, „digg“, „damm“,
„digg“ alla leiðina. Þegar þeir komu að hótelinu stóðu
leikar hnífjafnir.
Þá hittist svo vel á fyrir Þorstein, að kona hans
og dóttir voru staddar í anddyrinu. „Damm“, þrum-
aði Þorsteinn sigri hrósandi.
„Digga digg“, kvað þá við hjá Gunnari.
85.
SVAVAR GESTSSON, ritstjóri, gifti sig í kirkju
að ósk tengdaforeldra sinna. Þegar athöfninni í kirkj-
unni var lokið, vék Svavar sér að tengdaföður sínum
og sagði hátt:
„Þennan andskota geri ég aldrei aftur."
40