Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Blaðsíða 55
117.
Á ÞORRABLÓTI fyrir nokkrum árum voru meðal
annars súrsaðir hrútspungar á borðum, svo sem títt
er í slíkum samkvæmum.
Þegar kona ein, Heiða að nafni, fékkst ekki til að
éta hrútspungana, var þetta ort:
Kom á penar konur hik.
Kynfæri voru súr á borðum.
Heiða vildi þau heldur kvik,
þó hermdi það ekki berum orðum.
118.
LEIRULÆKJAR-FÚSI kom á bæ á Snæfellsnesi
og bað um að sér yrði gefin mysa að drekka.
Húsfreyjan, sem var ein heima með kornabarn,
kvað það sjálfsagt, ef hann gætti barnsins meðan
hún sækti drykkinn, en bað hann um leið að hafa
nú ekkert ljótt yfir barninu.
Þegar konan kom inn aftur var Fúsi að kyrja eftir-
farandi vísur:
Verður þegar vits færð gætt
að varast þínar hendur.
Það er gjörvöll þjófaætt,
það sem að þér stendur.
Faðir og móðir furðu hvinn,
frændur og vinir bófar.
ömmur báðar og afi þinn,
allt voru þetta þjófar.
53