Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Blaðsíða 47
Eitt sinn bar svo við, að geit hafði farið inn í garð
fógetans. Hann hugðist reka hana út, gekk til henn-
ar og sagði: „Afsakið, geit, en viljið þér ekki gjöra
svo vel að ganga út úr garðinum."
97.
BÖNDI EINN austur á Héraði þótti fljótfær og
komst oft kynduglega að orði. Hann varð eitt sinn
fyrir því óláni að velta jeppa sínum, en slapp þó ó-
meiddur. Þegar hann var spurður, hvort jeppinn
hefði skemmst mikið, kvað hann það ekki hafa verið,
„nema hvað norðurglugginn hefði brotnað.“
98.
NYÚTSKRIFAÐUR
LÖGFRÆÐINGUR
sem kann á gítar óskar eftir vellaunuðu starfi. Til-
boð merkt: „M-5400“, sendist Mbl.
Morgunblaðið 7. okt. 1975.
99.
EÐVARÐ SIGURÐSSON, alþingismaður, hefur
aldrei kvænst, en fyrir nokkru fór að kvisast að hann
væri í hjúskaparhugleiðingum og farinn að sjást með
kvenmann upp á arminn.
Eðvarð hefur undanfarin ár átt við mikla vanheilsu
að stríða og oft fengið hjartaslag.
Kona nokkur, sem er vel kunnug Eðvarði, sagði,
er hún frétti um trúlofun hans: „Það vona ég bara,
að hann Eðvarð fái nú ekki reiðarslag.“
45