Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Blaðsíða 17

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Blaðsíða 17
Einn sonur Magnúsar hét Pálmi. Hann var vöru- bílstjóri og bjó hjá föður sínum á Hlaðseyri, er saga þessi gerðist. Nágranni Magnúsar lenti í nokkrum vandræðum, er ein belja hans varð yxna, og ekkert naut var það nálægt, að gerlegt væri að teyma kúna á stefnumót við það. Bóndi hringdi því á Hlaðseyri í því skyni að fá bíl til að flytja beljuna. Hann byrjar nú að skýra Magn- úsi frá ástandi kýrinnar og því, að ekkert naut sé í nálægð. Þá gellur við í Magnúsi: „Mmm og ætlar að fá hann Pálma minn.“ 21. HELGII RAKNADAL við Patreksfjörð var í lang- an tíma frægur bruggari og leynivínsali, þótt yfir- völdum tækist sjaldan að sanna neitt á hann. Eitt sinn tók Helgi nágranna sinn, Magnús á Hlaðseyri, í félag með sér um bruggun. Þá tókst þó ekki betur til en svo, að upp um þá komst, og voru þeir dregnir fyrir rétt. Magnúsi þótti nú í illt efni komið, ef hann yrði dæmdur í fangelsi frá búi sínu og ungum börnum. Sagt er, að hann hafi beygt af, er hann bað dómar- ann ásjár og vægðar. Helgi var hins vegar öllu hress- ari og vildi hughreysta Magnús. Hann sagði því við hann, að starfsmönnum réttarins áheyrandi: „0, vertu ekki að grenja Magnús. Við getum alltaf byrjað aftur.“ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íslenzk fyndni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.