Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 17

Íslenzk fyndni - 01.10.1976, Page 17
Einn sonur Magnúsar hét Pálmi. Hann var vöru- bílstjóri og bjó hjá föður sínum á Hlaðseyri, er saga þessi gerðist. Nágranni Magnúsar lenti í nokkrum vandræðum, er ein belja hans varð yxna, og ekkert naut var það nálægt, að gerlegt væri að teyma kúna á stefnumót við það. Bóndi hringdi því á Hlaðseyri í því skyni að fá bíl til að flytja beljuna. Hann byrjar nú að skýra Magn- úsi frá ástandi kýrinnar og því, að ekkert naut sé í nálægð. Þá gellur við í Magnúsi: „Mmm og ætlar að fá hann Pálma minn.“ 21. HELGII RAKNADAL við Patreksfjörð var í lang- an tíma frægur bruggari og leynivínsali, þótt yfir- völdum tækist sjaldan að sanna neitt á hann. Eitt sinn tók Helgi nágranna sinn, Magnús á Hlaðseyri, í félag með sér um bruggun. Þá tókst þó ekki betur til en svo, að upp um þá komst, og voru þeir dregnir fyrir rétt. Magnúsi þótti nú í illt efni komið, ef hann yrði dæmdur í fangelsi frá búi sínu og ungum börnum. Sagt er, að hann hafi beygt af, er hann bað dómar- ann ásjár og vægðar. Helgi var hins vegar öllu hress- ari og vildi hughreysta Magnús. Hann sagði því við hann, að starfsmönnum réttarins áheyrandi: „0, vertu ekki að grenja Magnús. Við getum alltaf byrjað aftur.“ 15

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.