Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Blaðsíða 73
71
M.ind el'tir úöurnefndum vörðum, þangað til að Kiðaberg, sem
er inni í Miðnesheiði, ber um Einbúahól, sem stendur á grasi-
vöxnum hólma norðan til við ósa, þá er haldið upp í lending-
Hna. Hún er talin góð með hálfföllnum sjó og oft notuð sem
neyðarlending.
2. MIÐNESHREPPUR
a. STAFNES
Lendingin er vestur af bænum Stafnes. Leiðarmerki eru:
Austurgrjótvarða á hólnum fyrir sunnan bæinn, niður við sjó,
skal bera í vörðu uppi í heiði, millibil 800 m. Báðar þessar
vörður eru með tré og sundmerki. Snúið til merkja neðst á
Stafnestöngum i merki á Hvalncstöngum, og þeirri stefnu haldið
þar til merkið fyrir sunnan Gtaumbæ ber i áðurnefnda vörðu
Uppi i heiði, er þá bevgt og haldið eftir þeim merkjum inn í
vör. Lending þessi er nothæf neyðarlending fyrir kunnuga.
b. HVALSNES
Lendingin er norður af Stafnesi. Stefna suðaustur. Leiðar-
merki eru: Varða sem stendur niður á sjávarkampi, skal bera
í vörðu sem stendur upp í túni. Vörður þessar eru 4 m. á hæð,
millibil 120 m. Upp úr báðum þessum vörðum er krosstré (sund-
lnerki). Eftir þessum merkjum skal halda, þar til merki á svo-
kölluðum Ærhólma ber í heiðarmerkið fyrir ofan Stafnes (sbr.
a), þá er haldið á vörðu sem stendur á Gerðakotslcampi, og svo
beygt i opna vör. Lending þessi er betri með lágum sjó.
c. BAUSTHÚS (Sandós)
Leiðarmerki eru varða, sem stendur niður við sjó, upp úr
henni tré. Varða þessi á að bera um suðurhlið Nesjahússins, og
halda þá stefnu þar til Moshús bera í sundmerkið (sbr. 2 b.),
sem stendur í Hvalsnestúni. Lendingin er betri með háum sjó,
en er ekki uothæf sem neyðarlending, sízt fyrir ókunnuga.
d. NESJAR (Mársbúðasund)
Leiðarmerkin eru: Steyptur stöpull á skeri fyrir utan Múrs-
búðir á að bera i grjótvörðu, sem er neðst á Nesjafit, og halda
þá stefnu, þar til Moshús ber i sundmerki i Hvalsnestúni, þá
skal halda eftir þeim merkjum þangað til að varðan á Mela-
bergskampi ber í Gíslakot, sem er austan við Melaberg. Lend-
ingin er aðeins nothæf fyrir kunnuga.