Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Page 83
8!
að norðanverðu á eynni, en nú er sú lending ekki nothæf vegna
stórgrýtis.
i. STOFUSUND
Stofusund er leiðin fyrir báta, sem koma vestan fyrir nesið
norðanverðu. Leiðarmerki eru: Staur, sem stendur á bakk-
anum rétt austan við húsið í Bygggarði, á að bera i staurinn á
Valhúsinu.
j. RÁDAGERÐI
Lendingin er fyrir vestan bæinn, austan til við hliðið á sjáv-
argarðinum, og kampar hlaðnir báðum megin. Stefna hennar er
frá NA. til SV. Leiðarmerki eru engin. í vörinni eru klappir. Að
austanverðu við vörina beint út af austurkampinum er smásker,
sem ekki sést um flóð. Lending þessi er talin fremur góð, og er
Uú aðeins notuð af mönnum sem stunda hrognkelsaveiði og
skjótast út í þarann.
k. BYGGGARÐUR
Lendingin er rétt vestan við bæinn, hún liggur frá norðri til
suðurs, í stefnu á íbúðarhúsið i Ráðagerði. í lendingunni er
klöpp og grjót. Lendingin er talin miður góð; áður fyrr gengu
baðan mörg skip, en nú er hún alls ekki notuð.
1. NÝIBÆR (Vatnavik)
Lendingin i Nýjabæ (Vatnavík) er fyrir norðan hæinn. Leið-
armerki eru Nesstofa austan við fiskskúra sem standa á sjávar-
kampi fyrir ofan lendinguna. Þegar komið er inn á móts við
”Snasa“, er haldið í opna vör. „Snasi“ sést með hálfföllnum sjó.
f lendingunni er möl og móhella. Lending þessi er talin ágæt, og
ef eina þrautalendingin að norðanverðu á Nesinu. Siðan útgerð
á opnum bátum lagðist niður, er lending þessi aðeins notuð af
thönnum, sem stunda hrognkelsaveiði.
m. BOLLAGARÐAR
Lendingin er rétt austan til við íbúðarhúsið, norðan við
''arnargarðinn. Stefna er h. u. b. frá norðri til suðurs. Leiðar-
aierki eru engin. í vörinni er sandur. Lending þessi er nú ekki
lengur notuð.
n. NES VIÐ SELTJÖRN
Lendingin er skammt fyrir austan lendinguna í Nýjabæ.
'ffefna hennar er frá norðri til suðurs. Leiðarmerki eru engin.
fJegar farið er inn i vörina, er stefnt á hliðið á kálgarðsveggnum
fyrir ofan. í lendingunni er leir og sandur. Að austanverðu við
6