Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1931, Page 118
116
háum sjó. Blindsker eru engin á leiðinni, só farið rétt eftir
merkjunum. Leiðin inn sundið er talin mjög góð, enda hefir
jjessi lending lengi reynst þrautalending, þegar annarsstaðar
hefir verið ófært, og er aðallendingin i Þorkötlustaðahverfi.
f. HÖP (Hópsvör).
Lendingin er suðvestur af Neshúsimi. Leiðin inn sundið er
sú sama og inn Járngerðarstaðasund, þannig að leiðin er haldin
áfram, á sundvörðu fyrir vestan Hóp er ber í heiðarvörðuna,
þar til komið er inn á Járngerðarstaðalegu, er þá beygt til hægri
og stefnt í landnorður á Húsafell og inn í vör. Sé farið inn í
Hópið er stefnt á hávörðuna á Hagafelli. Vörin er sem vík inn í
klappir, er góð um fjöru, slæm um flóð, er þá farið inn i Hópið.
Lending þessi er ónothæf sem neyðarlending.
g. JÁRNGERÐARSTAÐAHVERFI (Suðurvör).
Lendingin er í suður frá verzlunarhúsunum. Vörin liggur
norðan við Akarhúsanef, sem er tangi er skagar dálítið út i sjó-
inn. Leiðarmerki inn Járngerðarstaðasund eru: Varða ofan við
húsin á Hópi á að bera i vörðu (Hópsheiðarvörðu), sem stend-
ur uppi í Hópsheiði, og þær aftur í svokallaðan Sundhnúk, sem
er ávalur hnúkur á bak við Hagafelt. Stefnunni skal haldið á
jjessi merki, þangað til að Sviraklettur, sem er vestan við Hóps-
rifið, ber í Stampshólsvörðu, sem stendur á hraunbrúninni, að
sjá á Þorbjörn. Er þá lialdið á þau merki, þar til Garðhúsaskúr
ber norðan til í vörina, þá er haldið á þessi merki, og inn i vör.
Ef brim er og liggja þarf til laga, má ekki fara grynnra en svo að
varðan (Sigga) í Hópsnesi beri um Grashól er stendur austar í
nesinu. Sundið er talið betra með háum sjó. í lendingunni er
grjót og klappir, hún er hetri með háum sjó, en talin miður góð.
og getur ekki talist neyðarlending. Þegar sundið reynist ófært,
leita menn jafnan lendingar á Þorkötlustöðnm (Nesi).
h. HÚSATÓFTIR
Lendingin er beint fyrir neðan Dalbæ. Leiðarmerki eru:
Tvær vörður í norður, þær eru 2 m. á hæð, með IV2 m. háu
tré upp úr og h. u. b. 150 m. millibil. Vörður þessar eiga að
bera í hraundranga sem ber við loft i sömu stefnu, þessi þrjú
leiðarmerki eiga að bera i austurendann á Þórðarfelli. Eftir þess-
um merkjum er haldið, þar til að tvær vörður, sem eru í vestur,
bera saman, er þá stefnt á þær spölkorn, og svo sjónhending upp
í vör. I lendingunni er sandur og klappir, hún er talin góð, en
erfitt að bjarga þar skipum undan sjó, vegna þess hvað útgrynni
er mikið. Aldrei hefir í manna minnum verið snúið frá þessari
lendingu þó brim hafi verið.