Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Blaðsíða 50
48
sjukdóm.
2. Orsakir: Tóbaksreykingar eru höfuðorsök þessa sjúkdóms. Hinsvegar tengist
hann heyryki og sést oft hjá starfsfólki við landbúnað þótt það ekki hafi
reykt.
3. Einkenni: Þau eru hósti, uppgangur, sem venjulega er hvítur eða glær,
mæði og surg fyrir brjosti. Þessi einkenni byrja á haustin þegar farið er að
gefa, ágerast þegar líður á veturinn, en lagast svo eða hverfa á sumrin.
Byrja síðan á nýjan leik næsta vetur, og þegar fram í sækir verða þau
varanleg allan arsins hring þótt þau séu verst á veturna. Sjúkdómurinn
verður þá varanlegur þótt vinnu í heyjum sé hætt. A háu stigi veldur þessi
sjukdomur örorku og jafnvel dauða.
4. Greining: Greiningin byggist á sjúkrasögu. Blásturspróf sýnir teppu, en
eins og fyrr segir er lungnamyndin eðliieg.
5. Meðferð: Rykvarnir eru þýðingarmiklar. Tóbaksbindindi er skiiyrðislaus
krafa. Samskonar lyf eru notuð við þennan sjúkdóm og við astma.
VI. Lunqnaþemba
1. Skilgreining: Lungnaþemba er sjúkdómur þar sem veggir í lungnablöðrum
eyðileggjast og margar smáar blöðrur renna saman í fáar stórar. Yfirborðs-
flötur til loftskipta minnkar þótt lungun þenjist út og stækki.
2. Orsakir: Tóbaksreykingar eru höfuðorsök lungnaþembu. Hér á landi hefur
þo komið í Ijós að bændur sem ekki reykja fá þennan sjúkdóm oft og hann er
tíðari meðal bænda en annarra starfstétta hér á landi. Það virðist því sem
hann tepgist vinnu í heyryki.
3. Einkenni: Þau eru mæði sem byrjar fyrst við meiriháttar áreynslu en
ágerist hægt og hægt og getur endað sem mæði í hvíld. 8rjóstkassinn þenst
út og á lokastigum sjúikdcmsins leggur sjúklingurinn venjulega mikið af. Þessi
sjukdómur leiðir oftast til varanlegrar örorku og loks dauða.
4. Greining: Sjúkrasaga og skoðun hjáipar til við greiningu. Blásturspróf
sýnir teppu. Lungnamynd er óeðiileg og oftast besta greiningaraðferðin.
3. Meðferð: Hún er engin. Lungnaskemmdin er varanleg og engin lyf geta
hjálpað. Hinsvegar fylgir þessum sjúkdómi oftast langvinnt berkjukvef og
lyfjameðferð beinist gegn því.