Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Blaðsíða 35
33
Tugir maurategunda hafa fundist í heyi hér á landi, en flestar
þeirra finnast aðeins stöku sinnum. Það eru ekki nema sex
maurategundir sem eru nær alltaf i heyinu og mest er af.
Þessar tegundir köllum við eiginlega heymaura.
Lepidoglyphus destructor er fremur stór maur, sem er mikið á
ferðinni þrátt fyrir grannar lappir og löng stíf hár í allar
áttir. Hann er algengastur í heyinu á haustin, þar sem hann
stendur á beit í fyrstu myglunni. Þessi maur er reyndar sá
heymauranna, sem algengast er að menn fái ofnæmi fyrir.
Acarus farris er nokkuð minni, með rauðleitar lappir og fremur
hægfara. Hann kemur heldur seinna fram á sjónarsviöió.
Tyrophagus longior er í útliti mitt á milli tveggja fyrrnefndu
tegundanna. Hann þrífst best i hlýrra umhverfi en hinir og er
því sjaldan mikið af honum hér á landi. 1 Færeyjum er hann
aftur á móti talsvert algengari.
Þegar kannað er hvort fólk er með ofnæmi fyrir heymaurum, þá
er það gert þannig, að efni úr þessum þrem fyrrnefndu maura-
tegundum eru rispuð inn i húðina og fylgst með viðbrögðum
hennar.
Hinar þrjár heymaurategundirnar eru einnig algengar, en enn er
ekki vitað hvort fólk fær ofnæmi gegn þeim.
Cheyletus eruditus er stórvaxinn maur, með sterkar gripklær,
enda lifir hann á þvi að ráðast á og éta hina maurana.
Tydeus interruptus lifir einnig á þvi að ráðast á hina
maurana og sjúga úr þeim næringu.
Tarsonemus er minnstur eiginlegu heymauranna. Sú tegund sem
hér hefur fundist er sennilega áður óþekkt. Oft er mjög mikið
um þennan maur. Enn er ekki vitað á hverju hann lifir.
Rannsakað hefur verið hér á landi hve fjöldi lifandi maura i
heyi getur orðið mikill. Fyrst eftir að heyið er komið i
hlöðu eru þeir svo fáir, aö erfitt getur verið að finna þá.
Fyrsta árið eykst fjöldinn stöðugt, en minnkar siöan smám
saman aftur. En jafnvel i 30 ára gömlu heyi eru enn lifandi
maurar. Enda þótt lifandi maurum fækki meö árunum, þá safnast
leifar þeirra og saur stööugt fyrir i heyinu, og það er
einmitt þessi úrgangur sem veldur ofnæminu.